Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 44
AUGLÝSINGAR að styrkleika. Hildur Hörn Daðadóttir, einn viðskiptastjóra hjá Karli K Karlssyni, kom ásamtfleirum að umræddri auglýsingu. Hún telur afar villandi fyrir neytendur að rikisvaldið skattleggi áfengi mismunandi eftir því í hvaða formi sé boðið upp á það. „Þau skilaboð ríkisvaldsins eru afar villandi. Áfengi er áfengi sama í hvaða mynd það er. Auk þess stenst það varla samkeppnislög að mismuna vöru eftir áfengismagni hennar. Varla er hærri skattur á feitum osti en mögrum? Þau sjónar- mið ríkisins að beina ákveðinni neyslu inn á einn farveg hljóta að heyra fortiðinni til,“ segir Hildur Hörn. „Skynsamleg neysla" Um umrædda auglýsingu, sem birt var í Morgunblaðinu og DV fyrir rúmu einu og hálfu ári og vakti athygli á áfengismagni í bjór, léttvínum og sterkum vín- um, segir hún: „Slagorð fyrirtækisins í því samhengi er drekktu minna, drekktu betur, borðaðu minna, borðaðu betur - vandaðu valið. í allri neyslu, hvort sem er á áfengi, mat, sæl- gæti o.s.frv., eru þeir til sem fara út fyrir skynsamleg mörk. Þess vegna er mikilvægt að upplýsa neytendur um vörurnar. Neytendaupplýsingum er oftast komið til skila í gegnum aug- lýsingar þar sem sérstöðu vöru eða þjónustu er lýst. Því birt- um við þessa auglýsingu undir yfirskriftinni „Ekki er allt sem sýnist“. Þar var áfengismagn borið saman eftir mismunandi drykkjum. Skilaboðin voru einföld; ein ginblanda (Seagram's) inniheldur sama alkóhólmagn og 20 cl af bjór (San Miguel) og 2/3 af rauðvinsglasi (Piat Beaujolais)," segir Hildur. Auglýs- ingin vakti mikla athygli og spunnust um hana umræður í fjöl- miðlum og meðal almennings. Deilt var um tilgang hennar og hvers eðlis hún væri. drekkur sér til vansa skellir það skuldinni oft á of margar teg- undir. Staðreyndin er sú að flestir hafa enga hugmynd um áfengismagnið sem þeir láta ofan í sig! Fæstir vita að það er sama áfengi í fimm glösum af einföldum Seagrams gin í tónik og þremur stórum San Miguel bjórum. Þess vegna þurfa allir að hugsa um áfengismagn (grömm af alkóhóli) í hverjum drykk og meta neyslu sína þannig. Ástæða þess að ákveðnar tegundir voru notaðar í auglýsingunni var sú að áfengismagn tegunda er mismunandi, Seagram's gin er 40%, Gordon's gin 37,5% og Tanqueray 47,3%. Það var Rannsóknarstofan í Lyfja- fræði við Háskóla Islands sem sá um útreikninginn á áfengis- magni í tilgreindum drykkjum.“ Ymsir vilja að leyft verði að selja bjór og léttvin í matvöru- verslunum en eru alls ekld tílbúnir að selja sterka drykld þar! „Eg tel að áherslan eigi að vera á þjónustu verslana við neytendur þannig að þeir geti nálgast helstu neysluvörur sín- ar á einum stað. Það sjónarmið að flokka áfengi eftir styrkleika á engan veginn við. Á eina og sama verslunin ekki að geta boð- ið upp á rauðkál og smjör, stól, sófa o.s.frv.? Fólk vill geta keypt allt til matargerðar á einum stað, bæði mat og drykk, og hvort sem hann er áfengur eða óáfengur, kolsýrður eða fersk- ur. Keppnin um frítíma einstaklingsins verður sífellt meiri og því hafa verslanir aðlagast breyttum háttum. Þar má nefna kaupmanninn á horninu, tilkomu verslunarmiðstöðva og net- verslanir.“ Telm- þú að áfengisauglýsmgar auki heildarneyslima eða að þær stuðli frekar að færslu á milli tegunda? „Flestir hafa séð áfengisauglýsingar og hafa þær jafnvel fyr- ir framan sig daglega í gegnum ýmsa erlenda miðla eins og ,Það er öllum vínfyrirtækjum í hag að neysla áfengis sé á skynsamlegum nótum og neytendum til ánægju. Þegar fólk drekkur sér til vansa skellir það skuldinni oft á of margar tegundir. Staðreyndin er sú að flestir hafa enga hugmynd um áfengismagnið sem þeir láta ofan í sig!“ Þið eruð með afar sterka markaðshlutdeild i sterkum drykkjum. Má ekki halda því fram að hún ráði afstöðu ykkar að einhveiju leytí varðandi sterku drykldna í umræddri auglýs- ingu? „Þetta var hlutlaus auglýsing og upplýsandi. Við erum með þekkt merki í léttvínum og millisterkum vínum - og sömuleið- is þekktar bjórtegundir. Við eigum því hagsmuna að gæta varðandi öll okkar merki. Eg vil hins vegar geta þess að í kjöl- far umræðunnar um hina umdeildu auglýsingu létum við Gallup gera könnun meðal almennings á innihaldi hennar. Að- spurðir tóku vel eftir þeim meginskilaboðum sem auglýsing- unni var ætlað að koma á framfæri. Afgerandi hluti neytenda áfengis, eða 50%, töldu upplýsingarnar vera gagnlegar fyrir sig - enda halda margir að minna áfengismagn sé í einu rauðvíns- glasi en einni ginblöndu. Þennan misskilning vildum við leið- rétta og upplýsa neytendur um áfengismagn drykkja til að auðvelda þeim að meta neyslu sína rétt. Auglýsingin var allan tímann hugsuð sem upplýsandi fyrir þá sem neyta áfengis. Það er þessu fyrirtæki sem öðrum í hag að neysla áfengis sé á skynsamlegum nótum og neytendum til ánægju. Þegar fólk 44 Netið, erlend tímarit og sjónvarpsstöðvar. Áfengisauglýsingar eru ímyndarauglýsingar í flestum tilfellum og höfða til ákveð- ins hóps, kímni þeirra, gáfna o.s.frv. Vissulega er tilgangur auglýsinga sá að breyta neyslu- mynstri; fá ákveðinn hóp til að skipta um tegund og einnig til að viðhalda tryggð viðskiptavina. En þegar talað er um aukna neyslu áfengis verðum við að fara varlega. Er verið að ræða aukna neyslu löglegra drykkja eða það að draga úr neyslu ólöglegra drykkja? Ifrkisvaldið verður af um 500 milljónum á ári í áfengisskatt af því léttvíni sem er heimabruggað. Vín- menning á sér langa sögu í heiminum og hefur þróast og fylgt mannkyninu síðan fyrir Krist. Áfengisnotkun er því stað- reynd. Aðgengi og úrval áfengra drykkja hér hefur batnað verulega á undanförnum árum og ber það frekar vott um ákveðna menningu heldur en sölutölur ákveðinna tegunda. Aukin sala á fitusnauðu viðbiti segir okkur lítið um holdafar Islendinga. Vínmenning er betur mæld þegar það skapast rými á markaðnum fyrir mismunandi gerðir og verðflokka, þegar neytandinn myndar sér afstöðu til hvers hann vill neyta.“ ffij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.