Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 89

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 89
FÓLK ominique Pledel kom til starfa hjá Ferðamiðstöð Aust- urlands (FAL) i byrjun októ- ber á síðasta ári. „Starf mitt hjá FAL felst aðallega í þvi að stækka umfang utanlands- deildar fyrirtækisins og selja íslendingum ferðir til Frakk- lands. Ég stend þar sæmilega að vígi því ég er fædd í Frakk- landi og ólst þar upp,“ segir Dominique. „Ferðamiðstöð Austur- lands breyttí nýverið um nafn og starfar nú undir heitínu Terra nova, en það er latína og táknar „ný jörð“. Hin nýja nafngift er í nánum tengslum við breytíngar á ferðaþjón- ustu sem hafa orðið um allan heim á síðustu árum. Ferða- miðstöð Austurlands var upp- haflega stofnuð á Egilsstöð- um árið 1978 af Frakkanum Antoni Antonssyni og iyrsta hlutverk skrifstofunnar var að taka á mótí frönskum og þýskum ferðamönnum í hestaferðir. Fljótlega fóru ferðamenn frá öðrum lönd- um að bætast í hóp viðskipta- vina FAL, s.s. Bretar og Bandaríkjamenn. Fyrirtækið stækkaði fljótt og þar kom að því að stofnað var útibú í Reykjavík. Ekki leið á löngu þar tíl útíbúið var orðið að aðalskrifstofu fyrir- tækisins, en það gerðist árið 1995. Skammstöfun fyrir Ferðamiðstöð Austurlands var FAL og við starfsfólkið höfum verið að grínast með það okkar á milli að skamm- stöfunin standi fyrir „Ferða- miðstöð allra landsmanna", enda eru fjölmörg ár síðan FAL fór að þjóna öllum landsmönnum en ekki bara einstökum landshlutum. Starfsemi Terra nova er orðin umfangsmikil í dag. Hér vinna 12 manns á skrif- stofunni árið um kring en 35 manns á sumrin, að ótöldum leiðsögumönnum og bílstjór- um á okkar vegum. Terra nova rekur einnig Hótel Höfða á sumrin til að geta út- vegað viðskipavinum sínum gistingu. Dominique Pledel er fædd í París árið 1948 og ólst þar upp í miðborginni. „Við erum fjögur systkinin og ekkert okkar býr lengur í Frakklandi. Ég fór í háskóla- nám í landafræði og efna- hagsfræði og skrifaði dokt- orsritgerð um ísland. Ég kom í því skyni fyrst til ís- lands árið 1970 og féll fljót- lega fyrir landi og þjóð. Loka- ritgerð mín fjallaði um hvernig hægt væri að þjóna byggðarlögum í svona dreif- býlu landi. Á þessum tíma voru allt aðrar aðstæður en nú ríkja, vegakerfið mun lak- ara og Samband íslenskra samvinnufélaga sterkt á landsvísu, svo eitthvað sé nefnt. Franska sendiráðið fór fljótlega að nota efni úr dokt- orsritgerð minni og ég fór í framhaldi af því fram á ijár- styrk þaðan til áframhald- andi rannsókna. Þann styrk fékk ég og fór fljótlega eftir það að vinna í franska sendi- ráðinu. Ég dvaldi lengstum hér á landi, en var send árið 1984 tíl Danmerkur í sendi- ráð Frakka þar í landi og 1990 tíl Noregs. Þar sinntí ég mun sérhæfðari störfum en ég hafði gert í sendiráðinu á íslandi. Ég kom aftur til Is- lands árið 1993 og var þá verslunarfulltrúi í franska sendiráðinu þar tíl í október á síðasta ári þegar ég réðist tílFAL. Ég kynntist íslenskum eiginmanni mínum hérna en hann heitír hinu séríslenska nafni, Jón Jónsson. Hann er loftskeytamaður og er ættað- ur frá Þórshöfn á Langanesi. Við hjónin eigum tvö börn saman, Marinu Dögg Pledel Jónsdóttur og Eymar Pledel Jónsson. Þau eru tvítyngd, tala frönskuna alveg reiprennandi en hafa þó aldrei búið í Frakklandi." Dominique hefur marg- vísleg áhugamál. „Ég var mikið í hestamennsku en hef ekki getað gefið mér tíma tíl að sinna því áhugamáli mínu á síðari árum. Frítími minn fer nú að mestu í að skoða náttúru Islands í gönguferð- um. Ég er mikill lestrarhest- ur, les aðallega heimspeki- og sögurit og hef mjög mik- inn áhuga á vínrækt og vín- menningu. Tónlist skipar stóran sess í mínu hjarta og síðan hef ég ákaflega gaman af ferðalögum, en af þeim hef ég fengið álitlegan skammt. Ferðalög mín einskorðast ekki aðeins við Evrópu. Ég var í Chile árið 1973 á mikl- um umbrotatímum, rétt íyrir fall Salvadors Allende, og síðan hef ég tíl dæmis farið í skemmtilegar ferðir til Marokkó og Túnis í N-Afr- íku.“ SO I 89

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.