Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Page 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Page 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 sofuloftinu. Við börðum að dyr- um, og einhver kom fram til okk- ar, og ljetum við í ljós að okkur langaði til að fá þarna gistingu um nóttina. Okkur var þá sagt, að þarna væru 12 skólapiltar og stúdentar fyrir, svo að þröngt mundi verða, en þó yrðum við að koma inn, því að ekki væri í ann- að hús að venda. örnólfsdalsá væri ófær yfirferðar og hún væri á leiðinni til næstu bæja. — Það setti hroll að okkur við þessa til- hugsun,'að enn væri ófær á fram- undan, en hinsvegar hlökkuðum við til að sjá og hitta fjelaga okkar, og koma úr myrkrinu inn í Ijósið. Svo vorum við leiddir til bað- stofu, er við höfðum farið úr blautustu fötunum í bæjardyrun- um, eða rjettara sagt þeim föt- um, sem við gátum losað okkur við, án þess þó að teljast of fá- klæddir. AÐ varð fagnaðarfundur, og ekki minkaði háværðin í bað stofunni. Hver þurfti sína sögu að segja, margt hafði á dagana drifið í þessari svaðilför. Þarna voru piltar komnir austan úr Múlasýslu, Helgi Sveinsson frá Kirkjubæ, Kjartan Jónsson frá Hofi, Kristján Kristjánsson ^síð- ar læknir á Seyðisfirði). Þeir voru búnir að vfera lengur en við á ferðinni. Þá voru þar Skag- firðingarnir Sigfús Jónsson, Hall grímur Thorlacius, Friðrik Frið- riksson, og Húnvetningar: Guð- mundur Guðmundsson, Lúðvík Knudsen, Blöndalsbræður Björn og Ágúst, Sæmundur Bjarnhjeð- insson og Halldór Júlíusson, og var hann aðeins tæpra 10 ára, og átti að dvelja hjá afa sínum, Halldóri yfirkennara Friðriks- syni, um veturinn. — Þessir piltar höfðu allir, nema þeir síðastnefndu, ætlað að leggja suður Grímstunguheiði og voru komnir fram í Vatnsdal, en urðu að snúa aftur og fara suður sveitir. Sátu þeir um kyrt á Kornsá í hríðinni, og nutu þar hinnar frábæru gestrisni og höfð- ingsskapar sýslumannshjónanna. Sama daginn, sem við lögðum upp frá Tungunesi, fóru þeir frá Kornsá, og höfðum við drjúgum dregið á þá, með því að ná þeim þarna, því að þeir voru nálega heilli dagleið á undan okkur, er hríðina birti upp. — Það var þröngt í Norðtungu þessa nótt, en ekki man jeg eftir öðru en að við svæfum vel, þó 3 væru í flestum rúmum. Jeg vil ekki gleyma að geta þess, að þó að við værum fjörugir og hávær- ir unglingarnir, þá dró húsbónd- inn ekki úr glaðværðinni, þótt gamall væri orðinn, gráhærður og blindur. Jón bóndi Þórðarson hafði gaman af ærslum okkar og spaugi, og tók þátt í því eins og hann væri einn í okkar hópi, ungur að nýju. — Um framhald þessarar ferða- sögu þyrfti jeg reyndar ekki að vera margorður, því að sjera Friðrik Friðriksson hefir skrifað hana í æfisögu sinni, sem út kom í Óðni og síðar í sjerstakri bók: Undirbúningsárin. En þó vil jeg halda sögunni áfram, og lýsa því helsta, sem við bar í ferðinni næstu daga, og geymst hefir mjer í minni, því að ekki var þrautasaga okkar enn að lokum komin. OUNNUDAGINN 2. október ^ var stórrigning og ekki við- lit að leggja strax af stað frá Norðtungu, því að vatnið streymdi úr loftinu eins og helt væri úr fötum, og þótt gamli, stóri torfbærinn væri farinn að leka hjer og þar, ,,þá var þó lak- ur skúti, að ekki væri betri en úti“. Ekki amaðist fólkið við okk- ur, og var þó annað en gaman fyrir það, að sitja með okkur, 16 gráðuga gesti, auk margra heima manna. En ekki sá neina ólund á Jóni gamla yfir þessu. Hann vildi hafa sem fjörugastar um- ræður og hafði gaman af háværð- inni í okkur strákunum. „Haldið þið nú alþing, drengir“, sagði hann, „og skal Steingrímur vera forseti eins og faðir hans“. — Við fengum kjötsúpu að borða og nóg af kjöti, og leið okkur svo vel sem unt var þarna í hlýrri baðstofunni. Um hádegisbil var lesinn húslestur og las Guðm. Guð mundsson (síðar prestur í Gufu- dal), en við sungum sálma fyrir og eftir og þótti söngurinn mjög góður, því að þarna voru margir ágætis söngmenn, svo sem Blön- dalsbræðurnir, Sigfús Jónsson, Hallgrímur Thorlacius, Kristján Kristjánsson o. fl. — Að lestri loknum var farið að hugsa til ferðar. Bæði var þá úr- keman heldur minni, og líkindi þóttu til að eitthvað væri farið að draga úr örnólfsdalsá, svo að yfir um hana yrði komist með því að fara alllangan krók upp með henni. Um kl. 2 e. h. lögð- um við loks af stað, og var okkur fylgt yfir ána. Hjeldum við síðan niður með henni að sunnan ofan Staf holtstungu rnar. Nokkrir af okkur komu við á Lundum og tafði það eitthvað fyrir okkur, enda var farið að bregða birtu er við komum að Hvítá gegnt Langholti, en það- an var þá ferjað yfir ána. Við stóðum þar í hóp á bakkanum og hrópuðum á ferju, en hversu mikið og lengi, sem við grenjuð- um og hrópuðum, sást enginn koma frá Langholti. Annað hvort hefir ekki heyrst nje sjest til okkar, eða ófært hefir verið tal- ið að ferja yfir ána í foráttu og myrkri. Að lokum urðum við þreyttir að kalla, óhljóðunum slotaði, en hvert átti nú allur þessi skari að halda út í húmið? Okkur þótti illt að §núa til baka upp í Tung- urnar aftur, en rjeðum af að leita skjóls þarna einhversstaðar á ár- bakkanum. Einhverjir af okkur vissu um bæ þarna skammt frá, niður með ánni, sem heitir Neðra-Nes, og hjelt nú allur hópurinn þangað. Þar voru lítil húsakynni en þrifa- leg, og varð það úr, að við báð- um að lofa okkur að hafast þarna við í húsum, þangað til birti næsta morgun. Þessu var tekið vel af heimafólkinu, enda þótt það hlyti að svipta það allri næt- urhvíld og ró. Litla stofan inn úr bæjardyr- unum var þjettskipuð, þegar við vorum komnir þar allir inn, og jeg efast meira að segja um, að við höfum getað komist þar fyrir FRAMHALD Á BLS. 415.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.