Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Síða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Síða 26
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Svo kvað Tómas Molar frá einrti nætursfund TÓMAS GUÐMUNDSSON kom heim til mín hjer um kvöldið, aldrei þessu vant, Við sátum og röbbuðum um Helgafell, stjórnmál- in og heimspólitíkina, og töluðum bæði vel og illa um náungann, þ. e. a. s. Tómas talaði um alla heima og geima, en jeg skaut inni i orði og orði á stangli, eins og blaða- manni ber. Ekki svo að skilja, að jeg ætlaði að skrifa neitt af því, sem hann sagði. En þegar jeg vakn aði nokkru eftir að hann var farinn, þá rifjaðist eitt og annað ljóslifandi upp fyrir mjer úr móðu næturinnar, sem jeg skelti á blað að gamni mínu til að gleyma því ekki. Og hjer er það. HEIMASTJÓRNAR- MAÐUR — Heyrðu, Tómas, í hvaða flokki ertu annars, segi jeg við hann, mitt í hinum hápólitísku samræðum. — Jeg hefi alltaf veriö heima- stjórnarmaður, segir Tómas og verð ur mjög alvarlegur á svipinn. Jeg hefi að vísu aldrei formlega gengið í flokkinn, vegna þess að eng inn fundur hefir verið haldinn síðan einhvern tíma á árinu 1918. En jeg mæti á næsta fundi, hvenær sem hann verður. Sjáðu til. Ein fyrsta bernsku- minning min er þessi: Jeg hefi víst verið á fjórða árinu. Hannes Haf- stein og frú hans gistu heima á Efri Brú, þá var verið að vígja Sogs- brúna eða eitthvað þessháttar. — Morgupinn eftir var jeg að álpast úti á hlaði, kunni ekki fótum mín- um forráð, frekar en stundum seinna í lífinu, stakkst á höfuðið, f jekk blóð nasir, en frú Hafstein hjálpaði mjer á fætur og maður hennar gaf mjer skínandi pening. Síðan hefi jeg verið heimastjórnarmaður. þrjAr Akvarðanir Auk þess ákvað jeg snemma þetta Tómas Guðmundsson (Myndin tekin á Spáni). þrennt: Jeg ætlaði að verða skáld, að eiga hús við Sogið, þar sem jeg Ijek mjer sem barn og verða ríkur. Jeg hefi ort, að visu ekki eins vel og jeg hefði viljað, og húsið við Sogið er komið upp, að visu miklu minna, en jeg ætlaðist til, en jeg á alveg eftir að verða ríkur, og það er raunar mjög bagalegt, að minsta kosti fyrir skáld, því að jeg hefi altaf haldið því fram, að anda- gift væri m. a. peningaspursmál. — Jeg á reyndar dálítið af bókum, en tími ekki að selja þær fyrir peninga því að flestar eru þetta uppáhalds- bækur mínar, eins og t. d. Smala- drengurinn eftir Freymóð Jóhann- esson. Jeg les Smaladrenginn alltaf tvisvar á ári, og hef hann auk þess til að prófa menn, hvort þeir hafi „húmoristískan sans“. Ef menn hafa ekki gaman af Smaladrengnum, þá er ekkert gaman að þeim. Þar er t. d. þetta atriði I einum þættin- um: „Hundgá heyrist í fjarska. Ef hundur er ekki við hendina, getur (tiltekin persóna) farið af sviðinu og gelt á bak við tjöldin". DRAUMAR — Getur þú ekki sagt mjer eitt- hvað um þína skáldadrauma frá æskuárunum ? — Nei. Mig hefir aldrei dreymt neitt um það. Jeg var alveg ákveð- inn að verða skáld, frá því fyrsta jeg man eftir mjer. Þegar jeg var lítill, gaf jeg út dagblað fyrir sjálf an mig. Enginn mátti sjá það. Það var alveg fyrir mig. Það byrjaði altaf á kvæði. — Dreymdi þig þá ekkert? — Ja, draumar og draumar eiga ekki saman nema nafnið Mig dreymir oft .fyrir daglátum, en sjaldan nokkuð merkilegt. Það er að segja, mig dreymdi fyrir styrj- öldinni nokkrum mánuðum áður en hún braust út. En jeg rjeð þennan draum skakkt. Hjelt að hann væri fyrir drepsótt. Hann var svona: Jeg var staddur úti á björtu og heiðskíru vetrarkveldi. Alstirndur himininn. Þá sje jeg að úti við sjón deildarhringinn er stóreflis risi, með tösku spenta yfir öxl, líkt og strætisvagna bílstjóri. Og hvað held ur þú að mannfjandinn geri? Hann tínir stjörnurnar af himninum nið- ur í tösku sína. Svo dreymir mig stundum á nótt- um samtöl og setningar, sem jeg heyri daginn eftir. T. d. einu sinni dreymdi mig að Jakob Möller mætti mjer á götu og segði við mig eina setningu. Morguninn eftir var jeg á leið niður á skrifstofu með kunn- ingja mínum, og segi honum draum inn, þetta sem Jakob sagði við mig. En þegar við vorum komnir niður í Bankastræti, þá er Jakob þar, vík- ur sjer að mjer og segir sömu orð- in og í draumnum. SKÓLASKALDIN — Hvenær fórstu fyrst að sýna kvæðin þín?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.