Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 587 Ólafía Jóhannsdóttir Hún varpaði Ijóma á nafn Islands erlendis Minnisvarði hennar hefir ver/ð geymdur hér í 30 ár. Hveneer á að reisa hann? Þ E G A R minnzt er á Ólafíu Jó- hannsdóttur vita allir við hverja er átt. Það er konan sem varpaði Ijóma á nafn íslands erlendis, og var þar sæmd þeim heiðurstitli að vera kölluð „ísland“ í stað síns rétta skírnarnafns. Það nafn hlaut hún fyrir framúrskarandi gáfur, drengskap og mannkærleika. Hún var fædd 22. október 1863 að Mosfelli í Mosfellssveit. Voru foreldrar hennar séra Jóhann Knútur Benediktsson prestur þar og kona hans Ragnheiður Sveins- dóttir prests á Mýrum í Álftaveri, Benediktssonar. Hún átti því ekki langt að sækja gáfur sínar, þar sem hún var systurdóttir Bene- dikts Sveinssonar sýslumanns, og þau Einar skáld Benediktsson systkinabörn. Þegar Ólafía var ársgömul fekk faðir hennar Meðallandsþing og fluttust þau hjónin þangað austur, en Ólafía varð eftir í Viðey og var þar til 5 ára aldurs, en fór þá í fóstur til móðursystur sinnar Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóð- ur í Reykjavík. Þar fekk hún hið bezta uppeldi og menntun, sem um var að gera á þeim tíma. Hún fór í latínuskólann þegar hún hafði þi^oska til og lauk þar 4. bekkjar prófi 1890. En árið eftir var henni synjað um stúdentspróf, og hætti hún þá námi. Síðan sneri hún sér að menningar- og mannúðarmál- um, svo sem bindindismálum á vegum Góðtemplarareglunnar, kvenréttindamálum og líknarmál- um. Báru forlögin hana víða, en aðalstarf sitt vann hún í Noregi. í norsku blaði birtist fyrir nokkru rainningargrein um hana og vegíia þess að sú grein lýsir æviferli hennar og hverja þakkar- skuld Norðmenn eigi henni að gjalda, birtist hún hér í þýðingu. Fyrirsögn greinarinnar er: „íslendingurinn Ólafía Jóhanns- dóttir, sem varð boðberi kærleik- ans í skuggahverfum Ósló“. Síðan segir: Það var einn sumardag 1924. í fangelsisgarðinum hjá Landsfengslet í Ósló eru nokkr- ir fangar á knjánum. Með fingrunum grafa þeir upp jarð- veginn, mylja hann og gera þar blómabeð. Síðan eru blóm gróð- ursett þar, og þetta fer allt fram sem helgiathöfn. Enn í dag er þetta heð þarna í fangelsisgarðinum og á sumr- in eru þar fögur blóm og vel hirt. Þetta kallast minningarreitur Ólafíu Jóhannsdóttur. ísland var hún kölluð. Hún Ólafía Jóhannsdóttir var prestsdóttir frá íslandi og af ætt hins víðfræga skálds Egils Skallagrímssonar. Allt virtist benda til þess að hún yrði for- vígismaður í stjórnmálum og fé- lagsmálum íslendinga. En forlög- in eru oft undarleg. Það varð í landi forfeðranna, Noregi, að hún vann ævistarf sitt, og í sögu þess lands hefir hún óafmáanlega skráð nafn sitt. Árið 1892 kom Ólafía í fyrsta skifti til höfuðborgar Noregs. Hún var þá þegar orðin svo nafnkunn, að hún var fengin til þess að tala í Stúdentafélaginu um háskóla- mál íslendinga. Ef til vill er hún fyrsta konan sem stigið hefir þar í ræðustól. Hún kom fram í íslenzkum r >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.