Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 8
588 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vaterland-hverfið, þar sem Ólafía starfaði. skautbúningi, og hvert sæti í saln- um var skipað. Lófataki ætlaði aldrei að linna þá er hún hafði lokið máli sínu. Hans Brun cand. theol. hefir sagt frá þessari .samkomu í bréfi til séra F. Wexelsen í Þránd- heimi: „Eg hafði búizt yið því að þarna mundi koma fram einhver þur hispursmey, en vegna þess að hún var íslenzk, þá fór eg á sam- komuna. Við urðum að bíða nokk- uð fram yfir ákveðinn tíma. En að lokum kom formaður — og hví- lík sjón að sjá þá konu, sem með honum var. Annað eins dýrindis höfuðdjásn hefi eg ekki séð á neinni brúði né neinni konu ann- ari. Og undan því fellu lausir gullnir lokkar niður á herðar. En á svipinn var hún eins og hver önnur saklaus sveitarstúlka, og hún bauð af sér ágætan þokka. Á brjóstinu hafði hún gljáandi kross og silfurbelti um sig miðja. Hún gekk í ræðustólinn og það var hvorki hik né fum á henni að sjá. Rólega og blátt áfram bar hún fram það sem henni lá á hjarta, og leit hvorki til hægri né vinstri. En undir niðri brann hægur eld- ur. Og hvílík kynngi í orðunum! Hún var eins og af guði send, enda þótt hún ræddi ekkert um guðrækni. — Hvers vegna stend eg hér í kveld, sagði hún að lok- um. Það er vegna meðvitundar- innar um hin nánu ættartengsl, og þess vegna flýgur þráin oft sem fugl yfir hafið. Það er vegna þess að Norðmenn hafa átt við sömu kjör að búa og íslendingar. En nú vitið þér hvers virði það er að eiga sinn eigin háskóla, sem sendir kraftstrauma út yfir land- ið. Eg er hingað komin til þess að leita samúðar hjá yður. ★ Ólafía átti við mikla erfiðleika að etja á menntabrautinni, vegna þess að hún var kona. Þess vegna hóf hún baráttu fyrir kvenfrelsi. Og þegar hún var 29 ára fór hún í lýðháskólann í Askov í Danmörk til þess að gera sig hæfari í þeirri baráttu. Skólavistin hafði mikil áhrif á hana. Einkum voru það fyrirlestr- ar La Cours um náttúrufræði og stærðfræði, sem heilluðu hug hennar og hjarta. „Kennsla hans, hvort sem heldur var í náttúru- fræði eða sögu varð vitnisburður um guð“, sagði hún. Hér má geta þess, að Ólafía var snemma trúhneigð. En vegna þess að hún vildi brjóta allt til mergj- ar, gat hún ekki aðhyllst ýmislegt sem öðrum fannst eðlilegt. Stund- um kom það að henni að efast um tilveru guðs, af því að hún gat ekki skilið hann. Og þá baðst hún fyrir: „Guð, ef þú ert til, þá kenndu mér að þekkja þig. Það er sama hvað það kostar“. Að loknu námi í Danmörku hugði Ólafía á framhaldsnám í Englandi. Á leiðinni kom hún fyrst við í Noregi, því að hana langaði til að sjá land forfeðra sinna. Og hér í Noregi var hún „eins og fuglinn fljúgandi“ svo hennar eigin orð sé höfð. Hún ætlaði að sjá sem allra mest. Mörgum sinnum fór hún út að leiði Henriks Wergelands í Vor Frelsers gravlund, því að hún dáði hann mest allra norskra skálda. Og það var einmitt að þessu sinni að hún flutti erindið í 'Stúdenta- félaginu. En þarna komst hún líka í kynni við félagsskapinn Hvíta- bandið, sem barðist fyrir að hjálpa þeim, sem drykkjuskapur hafði komið á kaldan klaka. Þessi starfsemi hreif hug hennar og hjarta, enda mótaði síðar líf henn- ar. „Það má fullyrða, að engin kona á Norðurlöndum hefir tekið það mál upp með eins miklum ár- angri og Ólafía Jóhannsdóttir“, sagði Petra Fleischer biskupsfrú. Svo fór hún heim til íslands og tók þar upp skelegga.baráttu fyr- ir áhugamálum sínum. Hún ferð- aðist um landið, „átti þátt í stofn- un Hins íslenzka kvenfélags, for- maður Hvítabandsins er það var stofnað 1896, vann mikið í I.O.G.- T., fór bindindisleiðangra til út- breiðslu, t. d. norður í land um hávetur". Síðan ferðaðist hún til Englands og Kanada fyrir Hvítabandið og helt þar fyrirlestra. Varð hún þá þegar kunn fyrir störf sín að i T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.