Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐ8INS m minna, sem nefnt var „austurhús- ið“ (herbergi voru þá oft nefnd hús) og sagði sögur, einkum man eg sögu eina langa, er hann þuldi. Mér þótti gaman að sögunni, þótt eg væri veikur og mundi hana vel. Nær hálfri öld síðar var sag- an gefin út og undraðist eg hversu kunnuglega hún kom mér fyrir sjónir er eg las hana, eða réttara sagt, — eg mundi hana mjög vel allt frá þessu veikindakvöldi mínu er eg heyrði Símon segja hana. Hreppstjórinn var maður á sjö- tugsaldri en hraustlegur og vel ern, enda varð hann mjög gamall maður, komst yfir nírætt. Hann var auðugasti maður þar í sveit, átti margar jarðir, gott bú og pen- inga, sem hann lánaði gegn væg- um vöxtum en góðri tryggingu. Hann var merkur maður, hygginn og duglegur, hafði enga menntun hlotið í æsku, lært að lesa fullorð- inn og var „lesinn“ nokkuð og vissi mikið. Einnig hafði hann lært að draga til stafs en skrift hans var eitthvert hið mesta hrafnaspark, sem eg hef séð. Að útliti var hann fremur ellilegur, sköllóttur og skeggkraginn undir hökunni grár. Hann var danne- brogsmaður, en það þótti þá mik- ill heiður að fá kross og báru menn merkið við öll hátíðleg tækifæri. Sagt var að hann hefði borið krossinn í jakkahorninu í réttunum fyrsta haustið eftir að honum hlotnaðist hnossið, en að sýslumaður hefði fundið að þessu við hann. Menn brostu að þessu, kannske sumir af öfund. Ekki varð annað sagt en að hreppstjórinn bæri sinn kross með sóma. Hann var að mörgu leyti höfðingi 1 lund. Til dæmis var hann eig- andi kirkjujarðar, byggði hann þar veglega kirkju, eftir meira en sextíu ár stendur sú kirkja enn, Htf* moU'Uiiu sveitaltU'kjuia. Hann vildi vera talinn með heldri mönnum, er honum sízt sagt það til lasts. Ýmsum. smámennum varð það á að reyna að reka hnífla sína í hann og skopast að honum af öfund og illgirni. Slíkt varð ekki honum heldur þeim sjálfum til skammar. Þögn litla stund. Hreppstjórinn hélt á litlum hamri í hægri hendi, þessum litla töfrasprota, sem ákvað eigenda- skiptum á bók, hesti, tunnu, sauð- kind eða jörð. Ertu tilbúinn Árni? Já, svaraði skrifarinn inni í skemmunni. Hér er þá fyrst trog, segir yfir- valdið, hátt og mynduglega. Gerið þið svo vel að gera boð í trog. Hann sagði ætíð „gerið þið svo vel að gera boð“ o.s.frv. Tuttugu og fimm aurar, segir einhver, hver er það? Jú, það er Einar í Brekku. Fimmtíu aurar. Sextíu aurar. Króna, eg býð krónu, hrópar Daníel á Kletti. Þögn verður litla stund eftir þetta stóra boð. Trogið er stórt og fallegt. Ein króna boðin, ein króna, býð- ur enginn betur, segir uppboðs- haldarinn, ein króna fyrsta sinn, ein króna fyrsta, annað .. Tíu aurar, segir Einar í Brekku lágt. Hver bauð, nú Einar í Brekku, ein króna og tíu, fyrsta sinn, fyrsta, annað og þriðja sinn. Fyrsta hamarshöggið fellur á tunnubotn. Hreppstjórinn kallar til skrifarans: — Einar Jónsson, Brekku, eitt trog, ein króna og tíu. Næsta númer er dittó, gerið svo vel að gera boð í díttó. Eg er dálítið forvitinn, hvað er aú á íerðúmL Jú, það er annað trog mjög vandað og vel þvegið, eins og allir búshlutir Hólmfríðar í Dal. Það heitir „díttó“, skrýtið er það. Eg þarf að spyrja pabba um þetta við fyrsta tækifæri. Svo er hlutur eftir hlut boð- inn upp. Oft díttó, af ýmsu tæi. Allt í einu gellur við rödd, há og væluleg, utarlega í hópnum: Hvað er þetta díttidó? Það er Gunna í Gili sem spyr, heldur vitgrönn unglingsstúlka, sem vill fá vitneskju um þýðingu þessa undarlega orðs díttó, sem hún ber fram dittidó. Margir brosa og sumir hlæja hátt en einn öld- ungur, spakur maður, snýr sér að stúlkunni og segir svo hátt að flestir heyra: Dittó er latína og þýðir sami hlutur eða sama, stúlkukind. Já, sami hlutur, sama en sama og hvað, til dæmis? skrækir Gunna. Sami hlutur og sá næsti á und- an, drynur í hinum aldna spek- ingi. Nú, næsti á undan, skrækir Gunna, og það er auðheyrt að • þýðing orðsins ditto hefur ekki gengið ihn í vitund hennar. Eg sé að hreppstjprinn brosir ofurlítið að þessum orðaskiptum og næst þegar tækifæri kemur segir hann, sami hlutur í stað díttó. Hlæja þá margir. Faðir minn er horfinn inn í bæ og litlu börnin, föðurlausu, með honum. Svo og Daníel á Kletti. Hreppstjórinn er að bjóða upp smíðaverkfæri, hefla, hamra, sag- ir, svo kemur fallegur hlutur, of- urlítið skrúfstykki úr járni. Fílkló, segir hreppstjórinn. Ger- ið þið svo vel að gera boð í fíl- kló. Eg stend hjá ókunnugum ung- um manni, hann er ekki úr þeirri sveit. Hann er öðru vísi og betur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.