Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 14
694 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS klæddur en aðrir nærstaddir, mér fiimst hann mjög glæsilegur. Hann er utan úr Hlíð, hinum megin Jökulsár, maður á bezta aldri, geng ur í reimuðum stígvélum er ná upp að hné, eða allt að því. Hann er klæddur brúnum molskinsfötum, reykir pípu og hefur svarta otur- skinnshúfu á höfði. Hann hefur komið á prestsetrið til okkar og sagt okkur margar frægðarsögur af sér, um skólavist sína í Flens- borg suður, um svaðilfarir til sjós og lands. Eg dáist að honum, einkum klæðnaði hans, hann lík- ist nokkuð útlendum klæðnaði, sem eg hef séð á Bretum og Þjóð- verjum er koma með langar lest- ir koffortahesta og marga fylgd- armenn sunnan Kjöl. Þessi ungi maður hefur, segir hann, slegið niður fjóra Flandrara er réðust á hann vopnaðir hnífum, í Hafnar- firði, hann hefur bjargað heilli skipshöfn úr sjávarháska, borið uppgefinn mann í klofsnjó af miðri Öxnadalsheiði niður Giljareit, þar sem glerhálar svellbungur hengu niður af hengifluginu og náð byggð í Norðurárdal. Þessar sögur sagði hann stúlkunum og. krökk- unum í Vesturhúsinu eitt kvöld. Piltarnir sögðu að hann væri lyg- ari og grobbari norðan úr Eya- firði. Fílkló, segir hann nú og snýr sér að mér, jú, maður ætti líklega að bjóða í þennan snotra hlut. Tvær krónur, býður hann svo. Hreppstjóri lítur á hann. Tvær krónur boðnar. Tíu aurar, segir einhver. Tvær krónur og tíu, tvær krón- ur og — Þrjár krónur. Tíu aurar, segir hinn. Þrjár krónur og fimmtíu, segir lausamaðurinn úr Hlíðinni. Tíu aurar, nú sé eg að það er Bjarni á Hamri, ungur bónda- sonur, vel efnaður, sem býður móti honum. Fjórar krónur þá. Fjórar krónur boðnar. Fyrsta, — hreppstjórinn hikar við, býður enginn meira, fjórar — Af hverju slær þú mér ekki. Hreppstjórinn lítur á hann. Þú færð ekki gjaldfrest, segir hann fastmæltur og stuttur 1 spuna. Ekki það? Nei, eg slæ þér ekkert nema þú sért tilbúinn að borga strax, út í hönd, lagsmaður. Ekki það, segir maðurinn fíni með talsverðum þjósti. Hefurðu nokkra gilda ástæðu til að tor- tryggja mig og stendur ekki í upp- boðsskilmálunum að gjaldfrestur sé fram yfir kauptíð? Hef eg ekki alltaf staðið í skilum með allt, sem mér bar að borga? Það veit eg ekkert um. Þú ert utansveitarmaður og eg þekki þig ekkert. Eg eltist ekkert við þig. Hver átti hæsta boð næst þess- um manni? Bjarni á Hamri. Eg slæ honum fílklóna, — til skrifarans: Bjarni á Hamri, fílkló, þrjár og sextíu. Þetta eru ólög og rangindi, hrópar lausamaðurinn. Látum vera þótt þú svívirðir mig frammi fyr- ir fjölda fólks. En þú hefur fé af ekkju og munaðarleysingjum. Það er eg sem ræð hér, segir hreppstjórinn, og hvessir augu á manninn. Farðu bölvaður, Pétur ríki, blóð- suga! Hreppstjórinn glottir illilega, svo sér í gular tennur. — O—o, ég fer varla bölvaður fyrir þér og þín- um líkum, lagsmaður. Eg var ekki mjög undrandi á þessu, því á þeim tímum var ekki óvanalegt að menn skiptust á harkalegum orðum og ómjúkum, er þeim rann í skap. Ungi maðurinn skundar burtu og tautar ljót orð um þessa sam- komu, sveitina okkar og fleira. Litlu síðar sé eg að hann ríður út hlíðina, þenur klárinn á harða- stökki. Fantareið! Eg öfundahann ekki lengur af reimuðu vaðstíg- vélunum né hinum glæsilegu föt- um. Þessi bölvaður oflátungur, segir einhver, eg held að það hafi verið Einar í Brekku. Hvað er fílkló, mjálmar Gunna. Hún vill allt vita. Fílkló, segir vitringurinn gamli. Stúlkukind, það er fílkló sem spjátrunginn úr Hlíðarhreppi langaði til að eignast, án þess að þurfa hennar með, en fekk hana ekki. Þetta er nóg fyrir þig, stúlkukind. Var nú hlegið allmjög. Loks komu bækurnar. Þar á meðal nokkrar mjög gamlar bæk- ur, grallarar og aðrar guðsorða- bækur. verðið var fimm og tíu aurar. Eg keypti nokkrar af þess- um gömlu skruddum. Man eg að árið 1770—1780 stóð á tveimur. Eg keypti þær ekki af því að mig langaði til að eiga þær, hafði enga löngun til þess. En þær voru svo ódýrar og mig langaði til að kaupa eitthvað. En auraráð mín voru lítil, nokkrir 5 og 10 eyring- ar. Um haustið eftir voru bækur þessar rifnar niður í forhlöð í framhlaðnar rjúpnabyssur. Ef til vill væru sumar þessara gömlu bóka nú taldar merkilegar og fá- gætar. Það hefði verið auðvelt að safna hundruðum slíkra bóka fyr- ir fáeinar krónur á uppboðum á síðasta tugi nítjándu aldar. Bæk- ur prentaðar á Hólum, í Skál- holti, í Hrappsey, Viðey, Leirár- görðum o.s.frv. Mér þótti mikið til þess koma að hreppstjórinn sló

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.