Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
696
Einar Bogason frá Hringsdal:
Selárdalur
við Amarfjörð
SELÁRDALUR við Amarfjörð er eitt
af merkishöfuðbóium þessa lands.
Bárður svartd Atlason,*) hét göfugur
bóndi sem bjó þar á 12. öld. Hann
var afi Hrafns Sveinbjamarsonar á
Hrafnseyri, því Sveinbjöm faðir Hnftfns
var sonur Bárðar svarta. Hrafn Svein-
bjarnarson á Hrafnseyri er talinn að
hafa verið hreinhjartaðasta göfug-
menni allra höfðingja, sem uppi vom
á Sturlungaöld á íslandi. Hann var lika
hinn bezti læknir. Á fyrri hluta Sturl-
ungaaldar bjó með sonum sínum í
Selárdal ekkja, sem Ragnheiður hét
Aronsdóttir Bárðarsonar hins svarta í
Selárdal, Ragnheiður húsfreyja í Sel-
árdal og Hrafn Sveinbjarnarson á
Hrafnseyri vom því bræðrabörn.
Seinni maður Ragnheiðar hét Þórar-
inn. Áttu þau Ragnheiður marga sonu,
og eru þeirrar nafnkenndastir Eyvind-
ur og Tómas.
Var Tómas Þórarinsson prestur í
Selárdal og þótti sómamaður. Var
hann þar prestur þegaT Þórður Sig-
hvatsson kakali kom í Selárdal í liðs-
bón til föður- og bróðurhefndar eftir
Örlygsstaðabardaga 1238 En í liðsbón-
ina til Tómasar í Selárdal kom Þórður
1242. Á Örlygsstöðum hafði Kolbeinn
ungi líka Látið höggva Hrafnssyni tvo
Krák og Sveinbjörn frændur Selárdals-
bræðra, og þar var líka höggvinn Þórir
jökull, sem kvað við höggstokkinn
vísuna frægu: „Upp skal á kjöl
*klífa.“ Þórir hafði líka verið einn
helzti foringi Kópavíkurvíganna sum-
arið 1236, þar sem 7 menn vom drepn-
ir af liði Órækju, sem lent höfðu
vegna storms í Kópavík. Eyvindur
*) Bárður svarti var 5. maður frá
Geirþjófi Valþjófssyni, sem nam
Geiþjófsfjörð ig alla Suðurfirði
við Arnarfjörð.
bróðir Tómasar var prestur í Haga á
Barðaströnd þegar Þórður kakali kom
þangað i liðsbónina og tók Þórði mjðg
vel, eins og Tómas bróðir hans í Sel-
árdal. Eyvindiur var vitur maður og
ráðgóður. Hrafn Sveinbjamarson á
Hrafnseyri var goðorðsmaður og fór
með Seldælingagoðorð, en Seldælir
voru alkunnir höfðingjar á Vestfjörð-
um og höfðu héraðsvöld og yfirráð
helmings eða þar um bil Vestfjarða-
kjálkans, en Vatnsfirðingar yfir hin-
um hlutanum. Lauk viðskiptum þess-
ara Seldælagoða og Vatnsfjarðagoða
hörmulega. með bví að Vatnsfjarðargoð
inn Þorvaldur Snorrason drap með
svikum á næturþeli Seldælagoðann
Hrafn Sveinbjarnarson velgjörðamann
sinn, en vinsælasta, mann kostaríkasta
og göfugasta goðorðsmanninn, sem til
var á landinu. Þetta níðingsverk var
framið á Hrafnseyri 4. marz 1213, og
þykir andstyggilegasta níðingsverk
Sturlungaaldarinnar.
í sambandi við það, sem ég hefi getið
um þessa Seldælahöfðingja, vil ég geta
þess, að í Selárdal eru sögð vera fom
jarðgöng., sem eru sögð liggja úr bæj-
arhúsunum og alla leið i gegnum hinn
svokallaða Hólavöll, þar mótaði fyrir
útgöngudyrunum. Jarðgöng þessi, sem
eru neðanjarðar, og munu nú sjálf-
sagt talsvert vera orðin samanfallin,
munu vera nokkrir tugir metra að
lengd. Munu jarðgöng þessi að öllum
líkindum vera frá 12. öld eða frá tím-
um þessara Seldælagoða, þó ekki væri
óhugsandi að þau væru frá Söguöld.
Hér eru áreiðanlega fomminjar, sem
fornminjavörður þyrfti að láta rann-
saka, og vil ég því hér með beina þess-
um orðum mínum til hans, að hann
léti athuga jarðgöng þessi. Um jarð-
göng þessi hefir aldrei fyr verið ritað.
í Selárdal vígði Jón biskup Halldórs-
Einar Bogason
son kirkju 1330. Gyrðir biskup skipaði
1354, að þar skyldu vera tveir prestar
og syngja hvem dag messu. Þar var
Maríukirkju og kirkja hins heilaga
Péturs postula.
Selárdaisprestakall var talið eitt með
betri prestaiköllum landsins, með því
að Stóra- Laugardalssókn sem náði yfir
allan Tálknafjörð var annexía frá Sel-
árdal þar hafa því starfað og setið að
Selárdal bæði fyrr og síðar á öldum
ýmsir merkir prestar og einn þeirra
orðið biskup, en sumir þeirra sanm-
kallaðir héraðshöfðingjar. Um einn
þeirra Bjama prófast Halldórsson, son
séra Halldórs Einarssonar prests í
Selárdal bróður Gissurar biskups Ein-
arssonar og konu séra Halldórs Mar-
grétar Hannesdóttuæ héraðstjóra Egg-
ertssonar var vísa þessi kveðin: í Sel-
árdal vestra, situr einn prestur, / sveig-
ir hringa. / Ég ætla hann sé til allra
þinga, / afbragð þeirra Vestfirðinga.
Séra Bjami var prestux í Selárdal frá
1582—1636. Hann var talinn með lærð-
ustu prestum sinmar samtiðar, ör á fé,
höfðingi mikill og klerkur góður. Kona
séra Bjama var Helga dóttir Einars
Gíslasonar merkis bónda í Stóru-
Hvestu, Var Björn ríki á Skarði og
Ólöf ríka kona hans forfeður hennar.
Sá af Selárdalsprestum sem þá tign
hlaut að verða biskup var Gísli Jóns-
son, sem var prestur í Selárdal frá
1547—1557 eða 10 ár alls. Séra Gísli
varð biskup í Skálholti eftir að
Marteinn biskup hætti að vera þar
biskup árið 1557. Var biskup í 30 ár.
Var hann einn af helztu siðabótafröm-
uðum landsins og einn af helztu mót-