Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
601
líka laus til ábúðar. Á túnum þessara
jarða beggja, sem eru véltæk að mestu
leyti, má hafa með því að sé vel á
þau borið og þau tvíslegin um 8 kýr
og 200 fjár, sé tekið tillit til fjörubeit-
ar, sem Iiggur um 1 km. fjarlægð frá
túnunum. Hlöður og hús fyrir þennan
fénað í nothæfu standi eru á jörðun-
um. íbúðarhús úr steini er á Selárdal,
en íbúðarhúsið á Hús-um er jámvarið
timburhús. Vatnsleiðslur fyrir fjós og
bæ eru á báðum býlunum. Upphitunar-
tæki er í íbúðarhúsunum. Með aukinni
ræktun, sem er tiltölulega auðveld þar
sem ræktunarlandið er grjótlaust,
munu þessar jarðir sameiginlega bera
10 kýr og 1000 fjár. Bitland fyrir benn-
an pening mun vera nægilegt. Árfoss
er í ca. 1 km. fjarlægð frá bæunum.
Bílvegur liggur eftir e.ndilöngum
hreppnum til Bíldudals og allar ár á
þeim vegi eru brúaðar.
Það sem nauðsynlegast er að gera nú
Selárdal og Ketildalahrepp viðvíkj-
andi er, að ríkissjóður fengist til að
hressa upp á bilskipahöfnina hans
síra Páls, þessa elztu og merki-
legustu þilskipahöfn íslenzkra fiski-
skútna á íslandi, og gera hana að
myndarlegri mótorbátahöfn, þá mundi
Selárdalur og þar með allur hreppur-
inn blómgast. Það er ekki sársauka-
laust fyrir okkur afkomendurna, sem
af óviðráðanlegum ástæðum höfum
orðið að yfirgefa æskustöðvamar, að
sjá þennan fagra dal og sveit, þar sem
forfeður okkar hafa slitið barnsskón-
um, háð sitt tilverustríð og að endingu
borið beinin, falla í auðn. Dalinn, sem
séra Benedikt Þórðarson á elliárum
sínum orti vísu þessa um: „Selárdal-
ur sýnist hér, / sannarlega fagur. / f
honum mun auðnast mér, / æfiloka-
dagur.“ Varð honum að ætlun sinni,
því hann dó í Selárdal, umvafinn örm-
um ástvina sinna. Sömu urðu endalok
fyrirrennara hans séra Gísla og séra
Einars, að beir báru beinin í þessum
fagra dal, og eru minnisvarðgr þeirra
allra í Selárdalskirkjugarði.
í ágætu útvarpserindi, sem Frið-
finnur Ólafsson forstjóri hélt. og bar
sem hann meðal annars þarflegs tal-
aði um laxaklakið, sagði hann að
reynslan hefði sýnt. að þar sem fjöldi
laxseiða hefði verið látinn í árnar, þá
leitaði mikið af beim sömu laxaseið-
um upp í sömu árnar aftur eftir tvö
ár, eftir að þau höfðu dvalið i sjó þann
tíma og þroskast, og væri orðin að full-
vöxnum löxum. Væri nú greiddar 70
kr. fyrir hvert kg. af útfluttum laxi.
Nú hefir í fyrsta sinni verið veiddur
lax í Selá, eða Selárdalsá í sumar,
„þar sem klógulir ernir yfir veiði
hlökkuðu", fyrir síðustu aldamót.
Minntist ég á það í Lesbók Morgun-
blaðsins fyrir nokkru, þar sem sýnd
er mynd af erninum. Eftir þessu ætti
að vera hægt að gera Selá og fjórar
aðrar ár í Ketildalahrepp, sem allar
og hver fyrir sig eru vatnsmeiri en
Elliðaárnar í Reykjavík,— sem eru
alkunnar laxveiðiár — að laxveiðiám
og þá um leið að auðlindum hrepps-
búa, ef rétt væri á haldið. Sama má
segja um 10—20 aðrar ár í Arnarfirði,
og þá sjálfsagt víðar á Vestfjörðum
o. v. Telur Friðfinnur það framtaks-
leysi af ráðamönnum þjóðarinnar, að
vinda ekki bráðan bug að því, að láta
fram fara laxaklak í stórum stíl, og
gera þannig árnar að auðlindum fyrir
þjóðina. Tel ég þetta mjög rétt og vel
athugað og sannarlega þörf hvatning-
arorð. Ef heppni væri með, og rétt
væri á spilunum haldið. mundi þetta
stöðva fólksflóttann úr sveitunum, og
ef til vill veita' fólksstraumnum upn
í sveitirnar aftur, þvi fólkið mundi
brátt leita til auðlindanna. Ættu því
viðkomandi héruð á Vestfjörðum o.
víðar, að skora á þingmenn sína, að
bera fram á næsta þingi frumvarp til
laga, þar sem stjórninni væri heim-
ilað að leggja fram úr ríkissjóði fé til
laxaklaks í ám í útkiálkahéruðum
landsins, og gera þannig ámar að auð-
lindum og lyftistöngum héruðunum til
farsældar.
—★—
Nú í sumar á 100 ári timburkirkju
þeirrar, sem séra Einar lét byggja. eins
og að framan var sagt. hefir nú fram
farið á kostnað rfkissjóðs gagngerð við
gerð og endurbygging á kirkjunni. Var
þess mikil þörf. því kirkian. sem byggð
var í sérstökum fögrum stíl, var orðin
hrörleg. Hefir hinn fagri stíll verið
látinn halda sér óbreyttur og allir
óskemmdir viðir verið látnir standa.
Þykir viðgerðin hafa tekist prýðisvel.
Mun kirkjan því vera hið prýðilegasta -
guðsihús.
Fyrir endurbyggingu kirkjunnar hef-
ir staðið Davið Kr. Jensson bygging-
armeistari. Hann er fæddur og upnal-
inn á staðnum Selárdal eins og flest
systkini hans. Hann er sonur Jens
Gíslasonar og Ingveldar Benedikts-
dóttur, sem lengi bjuggu í SelárdaL
Eru þau hjón nákomnir ættingjar
þeirra Selárdalsprestanna séra Einars
og séra Benedikts. Er Jóhanna dóttir
séra Einars amma mín, sem þetta rit-
ar, langamma Davíðs byggingarmeist-
ara. Davíð er giftur frænku sinni Jenny
Haraldsdóttur prófasts frá Kolfreyju-
stað Jónassonar Bjömssonar prests frá
Sauðlauksdal. Kona Jónasar var Rann-
veig Gísladóttir dóttur dóttir síra Ein-
ars í Selárdal. Með Davíð vann að
smíðinni mágur hans Árni Jón Kristó-
fersson. Kona hans er Sigurfljóð Jens-
dóttir systir Davíðs. Jón Kristófers-
son er sonur Kristófers Árnasonar sem
lengi bjó á Klúku. Þriðji smiðurinn,
sem starfaði að kirkjusmíðinni var
Friðjón Pálsson ættaður úr Reykjavík.
Konur þeirra Davíðs og Jóns dvöldu
líka meðan á kirkju^míðinni stóð á
Selárdal og voru matráðskonur, en
smiðin stóð yfir frá 18. júlí til 15. sept.
Jón Kristófersson starfaði líka með
Jens tengdaföður sínum að því að
byggja íbúðarhús s^aðarins, sem er
steinsteypt og því óbrotgjarn minnis-
varði á staðnum. Einnig hjálpaði hann
tengdaföður sínum til að byggja önn-
ur hús á staðnum sem Jens byggði og
endurreisti.
Glerstokk séra Einars, sem fyr um
getur felldu smiðirnir inn í vegg kirkj-
unnar aftur, ásamt öðrum samskonar
stokk, sem skjal var í með þessari
áletrun:
„Árið 1961 lét ríkissjóður endur-
byggja Selárdalskirkju í því sama
formi og hún áður var í. Verkið hófst
18. júlí og lauk um miðjan september.
Yfirsmiður var Davíð Kr. Jensson,
húsasmíðameistari í Reykjavík, son-
ur Jens Gíslasonar, er lengi bjó á staðn
um Selárdal. 2. smiður: Ámi Jón
Kristófersson tengdasonur Jens og
sonur Kristófers Árnasonar, er lengi
bjó á Klúku í Arnarfirði. 3. smiður:
Friðjón Pálsson ættaður úr Reykjavík.
Matráðskonur voru Jenny Haralds-
dóttir prófasts Jónassonar á Kolfreyju-
stað, kona Davíðs smiðs, og Sigurfljóð
Jensdóttir, kona Jóns smiðs. Staður-
inn Selárdalur fór í eyði þetta ár."
Er ánægjulegt til þess að vita að Davíð
húsasmíðameistari, þetta skyldmenni
séra Einars, skuli nú verða til að stjóma
endurbyggingu og endurbótum á þeirri
kirkju nú á 100 afmælisári hennar. sem
þessi forfaðir hans, konu hans, systur