Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 605 Aðalstræti (horft 1 norðurs) eins og það var um miðja 19. öld. 1861—62 er þær voru lagaðar og þar gerðar götumyndir úr stígum. Annars urðu engar breytingar á götum í Miðmænum fram að 1861, nema hvað einni götu var bætt við og hún nefnd Götuhúsastígur, en heitir nú bæði Fischersund og Mjóstræti. Fýsi menn að vita hvernig hús- um var skipað hér í Miðbænum 1861, eða fyrir einni öld, og hverj- ir bjuggu í þeim, þá er að leita upp- lýsinga um það í kirkjubókum Reykjavíkur. Lengi höfðu prestar það hlutverk að húsvitja á hverj- um bæ einu sinni á ári og skrifa í kirkjubækur nöfn allra manna á hverjum bæ. Þetta hlutverk var sóknarpresti Reykjavíkur ætlað að rækja sem öðrum, og ekkert til- lit tekið til þess að fólkinu fjölgaði. Hélzt þetta svo fram að seinustu aldamótum. Seinustu ár aldarinnar varð séra Jóhann Þorkelsson að ganga hús úr húsi og kot úr koti til þess að húsvitja og taka mann- tal. Og svo varð hann að skrifa hvert hús og hvert kot í kirkjubók- ina og um 6000 mannanöfn. Þetta varð hann að gera í hjáverkum sín- um ofan á dagleg embættisverk. Undan manntalsskyldunni var hann leystur 1901, og síðan hefir bæarstjórn Reykjavíkur séð um manntalið. En vér skulum nú leggja í hús- vitjunarferð með Ólafi prófasti Pálssyni 1861, og fara þó aðeins um Miðbæinn til þess að heilsa upp á húsráðendur þar. En áður en vér leggjum upp í þá ferð, er rétt að muna eftir því, að tölusetning húsa var þá með öðrum hætti en nu er. Þá var ekki miðað við neinn ákveð inp stað né átt þegar byrjað var að tölusetja hús í einhverri götu, og ekki var þá heldur komin sú regla að hafa stakar tölur öðrum megin, en jafnar tölur á hina hönd, heldur var gengið á röðina öðrum megin götu þar til öll hús þeim megin höfðu verið tölusett, og svo var farið yfir götuna og haldið áfram hinum megin. Þannig var t.d. um Aðalstræti að byrjað var á hinu svo nefnda Stýrimannshúsi, sem stóð á horni Hafnarstrætis og Aðalstræt is, þar sem nú er steinsteypti pall- urinn sem bílar Steindórs standa á. Þetta hús var nr. 1 við Aðal- stræti, en hús Tærgensens kaup- manns, er stóð þar andspænis (nú Veiðarfæraverzlunin Geysir) var nr. 11. Fyrst voru sem sé tölusett þau þrjú hús, sem voru austan megin götunnar, og þar næst kom svo klúbburinn fyrir enda götunn ar og þá syðsta húsið að vestan- verðu (þar sem nú eru Uppsalir) og það varð nr. 5. Síðan var tölu- setningunni haldið áfram að vest- anverðu, þar til kom að húsi Tærge sens. Vér skulum taka annað dæmi. Nú eru taldar þrjár götur með tölu settum húsum á þrjá vegu við Aust urvöll. En svo var ekki þá, heldur var Austurvöllur þá talin sérstök byggð þannig, að öll húsin á þrjá vegu voru talin til hans. Var byrj að á húsi Hallgríms Schevings yfir- kennara (þar sem nú er Hótel Borg) og talið fyrst að austan og syo haldið áfram og endað í norð- vesturhorni vallarins. Húsin voru tölusett þarna í hring umhverfis.. völlinn. Nokkur ruglingur er og á því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.