Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 26
506
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hvernig hús teljast til gatna. Þann-
ig er t.d. eitt hús talið við Kirkju-
brú í húsvitjunarbókinni, og er það
klúbbhúsið, en á tölusetningu húsa
við Aðalstræti má sjá, að það hefir
átt að vera nr. 4 við þá götu. Aftur
á móti er hús, sem stendur við
Kirkjubrú talið til Austurvallar.
Eins má geta þess, að vestasta hús-
ið við Austurstræti er þá talið
næsta hús fyrir austan „ísafold“
sem nú er, en húsin þar fyrir vest-
an talin til Vallarstrætis. Þá hófst
tölusetning húsa í Austurstræti
austur við læk, og var talið vestur
eftir beggja megin, öfugt við það
sem nú er.
Að svo mæltu skulum vér þá
leggja á stað í húsvitjunina, og til
þess að þeir, sem vilja verða sam-
ferða og kynnast húsráðendum
Reykjavíkur fyrir einni öld, átti sig
betur á ferðalaginu, skulum véf
byrja á fyrsta húsi í hverri götu og
ganga síðan í húsin eftir tölusettri
röð þar til komið er á enda. Og er
þá sjálfsagt að byrja í fyrstu og
elztu götu bæarins.
ASalstræti.
1. Þar bjó Eggert Waage kaup-
maður, sonur Magnúsar skipstjóra
í Stóru Vogum, Jónssonar hins
ríka Danielssonar í Stóru Vogum.
Magnús hafði tekið sér ættarnafnið
Waage og þannig kennt sig við
óðal sitt. Hús Eggerts var venju-
lega kallað Stýrimannshúsið og
stóð á þeirri lóð, er einna fyrst var
úthlutað eftir að Reykjavík fékk
kaupstaðarréttindi. Þarna voru
reyndar tvö sambyggð hús og hafði
Eggert keypt þau bæði 1858 og
byrjaði að verzla. Kona hans var
Kristín Sigurðardóttir stúdents á
Stóra Hrauni Sivertsens. Meðál
barna þeirra voru þeir Sigurður
Waage verslunarmaður og Jens B.
Waage leikari, sem margir kannast
við. — Nú stendur ekkert hús á
þessum stað.
2. Þetta var hið svo kallaða Ein-
arsborgarahús. Þarna bjó nú An-
ikka Emilia ekkja Diðrik Knudsens
snikkara, ásamt dóttur sinni Elínu
Sigríði, sem varð fyrsta kona þjóð-
skáldsins Matthíasar Jochumsson-
ar. Þarna áttu og heima Þorbjörg
Sveinsdóttir ljósmóðir og Sverrir
Runólfsson steinsmiður, sem bæði
komu mjög við sögu Reykjavíkur.
3. Landsprentsmiðjan, upphaf-
lega nefnd Bergmannshús, nú Að-
alstræti 9. Þar bjó Einar Þórðarson
prentsmiðjustjóri með fyrstu konu
sinni Guðrúnu Marteinsdóttur.
Voru þar hjá þeim synir þeirra
Magnús (er varð faðir séra Filip-
pusar á Stað á Reykjanesi) og
Þórður. Einar eignaðist þrjár kon-
ur; með miðkonunni, Guðríði Mag-
núsdóttur, átti hann Guðjón prent
ara, föður Benedikts G. Waage for-
seta íþróttasambandsins.
4. Klúbburinn. Þar bjó þá Niels
Jörgensen gestgjafi með börnum
sínum þremur. Um þessar mundir
eignaðist Jörgensen verslunarhús
Einars borgara (tengdaföður Jóns
Sigurðssonar) í Aðalstræti, stækk-
aði það og hóf þar veitingasölu.
Það varð uppistaðan að Hótel ís-
land, sem nú er dottið úr sögunni
og lóð þess orðin að bílastæði. —
í klúbbnum var líka maddama
Henrietta Bagger, talin ráðskona,
og dóttir hennar og Hendriksens
lögregluþjóns í Reykjavík.
Bæði Henriksen og mad. Bagger
fóru til Kaupmannahafnar og lentu
þar á vonarvöl.
5. Þetta var lítið timburhús, sem
Davíð Helgason Bergmanns versl
unarmaður hafði reist á lóð Ull-
arstofunnar, og fékk til byggingar
styrk frá dönsku stjórninni. Nú
bjó þar Guðrún systir hans og son-
ur hennar Jóhann, sem hún hafði
átt með Heilmann bakarasveini hjá
Bernhöft. Guðrún lifði víst á því
að brugga öl og selja, eftir því
sem Gröndal segir, en hann segir
líka að ölið hafi verið svo vont að
það hafi verið nær ódrekkandi.
Þarna standa nú Uppsalir.
6. Þar bjó Jón Guðmundsson rit-
stjóri og Hólmfríður Þorvaldsdótt-
ir kona hans, og voru þá enn heima
börn þeirra: Þorvaldur síðar lækn
ir á ísafirði, Sigurður síðar fanga-
vörður og Kristín, sem síðar gift-
ist dr. Harald prófessor Krabbe. —
Þetta hús var gamla Lóskurðar-
stofa innréttinganna, nú Aðalstræti
16, og stendur enn að stofni, þótt
mjög hafi henni verið breytt.
7. Þar bjó Margrét Höskuldsdótt-
ir Péturssonar á Bústöðum. Hún
hafði fyrst verið gift Einari Jón-
assyni verslunarstjóra frá Gili, sem
reisti þetta hús 1824 þar sem Spuna
stofa innréttinganna hafði staðið.
Seinni maður Margrétar var Torfi
Steinsson söðlasmiður, en hann
drukknaði á sundi í höfninni árið
1858. Sonur þeirra var séra Steinn
í Árnesi, en af fyrra hjónabandi
Margrétar var Pétur á Felli í Bisk
upstungum, faðir frú Guðrúnar
Jónasson bæarfulltrúa í Reykja-
vík. — Hús þetta var lengi kallað
Steinsenshús, en var rifið um 1930
og síðan stendur lóðin auð og ó-
byggð (Aðalstræti 14).
8. Það var Biskupsstofan gamla,
sem enn stendur (Aðalstræti 10).
Þarna bjó Jens Sigurðsson adjunkt
og Ólöf Björnsdóttir kona hans, og
hjá þeim voru börn þeirra: Þórdís,
Guðlaug, Björn, Sigurður, Jón,
Bjarni, Ragnheiður, Ingibjörg.
9. Þar bjó Guðrún ekkja Einars
Hákonarsonar hattara. Hún var
dóttir séra Guðmundar Böðvarsson
ar á Kálfatjörn og systir Þorleifs
Repps. Hjá henni voru þrjú börn
þeirra Einars uppkomin: ísleifur
er seinna varð prestur, Ingibjör'
og Anna, sem giftist Valgarði Breik.