Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 28
608 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. þar bjó Guðný Möller ekkja og var húsið í daglegu tali nefnt Gvunýmöllershús. Hjá henni leigðu þeir Guðmundur Guðbrands son ljósmyndari og ísleifur Gísla- son, er seinna var prestur að Arnar bæli. Nú er þarna stórhýsið Aust- urstræti 14. Nú komu tvö hús, sem ekki var búið í og þar næst seinasta húsið: 11. og þar bjó Hannes Árnason prestaskólakennari. Þetta hús hafði Tofte beykir reist 1855 og síðan selt Hannesi. Það brann 1915 og er þar nú Feldurinn. Nr. 1 í Austurstræti var upphaf- lega talið íbúðarhús Gísla kaupr manns Símonarsonar, sem stóð þar sem nú er viðbygging Útvegsbank ans. Sést á því, að fyrst hafa verið tölusett þau þrjú hús, sem voru norðan megin götunnar, og síðan byrjað aftur austast og tölunni haldið áfram vestur götuna að sunn anverðu að húsi Hannesar Árna- sonar, sem þá var vestasta hús í götunni þeim megin, því að næstu hús töldust til Vallarstrætis. Og þegar hér var komið var hús Gísla Símonarsonar talið við Lækjar- torg, svo að Austurstræti 1 var ekki til. Húsin við þessa götu voru því alls 10, en þar af ekki nema 8 íbúðarhús, sex að sunnanverðu og tvö að norðanverðu vestast. Austurvöllur. 1. Þar bjó Kristín Scheving, ekkja Hallgríms Schevings yfir- kennara og hjá henni bjuggu þau Árni Gíslason lögregluþjónn (let- urgrafari) og Guðlaug Grímsdótt- ir kona hans. Þetta hús var flutt suður í Skerjafjörð vegna þess að það varð að þoka fyrir Hótel Borg, en úr Skerjafirði var það síðan flutt upp í Laugarás og heitir nú Breiðabliks, eign Halls Hallssonar tannlæknis. Þetta hús er nú að stofni 115 ára gamalt. 2. Þar bjó Henrik Stephan Han- sen látúnsmiður, einn af Básenda- bræðrum, og Eirný kona hans. Þetta hús var venjulega kallað „Simon Hansenshús“, kennt við Símon kaupmann bróður hans. Það er nú komið upp að Árbæ. Þarna voru þeir leigjendur Jón Árnason þjóðsagnaritari og Þorsteinn Egils son, sem þá var á prestaskólanum en varð seinna kaupmaður í Hafn- arfirði. 3. Þetta hús stóð suður undir tjörninni, eins hún þá var og hafði Guðbrandur járnsmiður Stefáns- son reist það 1822, Nú bjó þar Þorvaldur Stephensen verslunar- stjóri með konu og 3 börnum. Hjá þeim leigðu tveir guðfræðinemar, Eyólfur Jónsson, Þórðarsonar á Kjarna, seinast prestur í Árnesi, og Eggert Sigfússon síðar prest- ur á Vogsósum. Þar leigði einnig Þórður skósmiður Guðlaugsson frá Hellum á Landi. Þorvaldur var atkvæðamaður í bænum, bæarfull trúi og í niðurjöfnunarnefnd, en hann fór alfarinn með konu og börn til Ameríku 1873. — Þetta hús sem hefði átt að teljast við Kirkjubrú, brann síðar. Svo kom nýtt timburhús ótölu- sett beint suður af austurenda kirkjunnar og hafði Jakob Sveins- son snikkari reist það og átti þar heima sjálfur ásamt 2 lærlingum. En auk þess bjuggu þau í húsinu Pétur Guðjohnsen organisti og Guð rún Sigríður kona hans, ásamt 8 börnum sínum. Þetta hús stendur enn og er nú 101 árs gamalt. Það hefði að réttu lagi átt að teljast við Kirkjubrú. 4. Lyf jabúðin. Þar var þá Rand- rup lyfsali og Frederikke kona hans með tvö börn sín og tvö börn hennar af fyrra hjónabandi, upp- komin. Þar var og Brynjólfur Jó- hannesson lyfjasveinn, kryplingur að vexti, en hugljúfi hvers manns í bænum ,og hafði almenningur þá tröllatrú á honum að hann gæti læknað hverja meinsemd. — Lyfja búðin var reist 1833 og stendur enn. 5. Þar áttu þau heima Bjarni Thorsteinsson amtmaður, þá átt- ræður að aldri og blindur, og kona hans Þórunn Hannesdóttir Finns- sonar biskups. Hjá þeim var Páll Pálsson skrifari, þá hálfsextugur að aldri. — Þarna stendur nú land- símastöðin. 6. Þar bjuggu þau Páll Mel- sted sagnfræðingur og kona hans Þóra dóttir Gríms amtmanns Jóns sonar. — Húsið var rifið seinna og þar reistur Kvennaskólinn, sem enn stendur, en er nú eign Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. 7. Þetta hús stóð sunnan við Kirkjubrú og hefði átt að teljast til hennar. Hefir hér einhver rugl- ingur á orðið og húsinu bætt við Austurvöll eftir að hin húsin um- hverfis hann höfðu verið tölusett. Þetta hús var upphaflega reist 1848 úr byggingarefni sem gekk af þegar dómkirkjan var stækkuð. Nú bjó Þarna Halldór Kr. Friðriks son kennari og var þarna til dauða dags 1902, Hann lét setja hæð ofan á húsið og stendur það enn með þeim ummerkjum og er nú eign hins opinbera. Vallarstræti. 1. Þetta hús reisti upphaflega Klement Lint Þóroddsson frá Reyk hólum. Hann tók fyrstur úpp nafn ið Thoroddsen, sem síðan hefir verið í þeirri ætt. En nú bjó þar Guðmundur Lambertsen kaupmað ur og hafði keypt húsið árið áður fyrir 1000 rdl. Gerðist hann þá öl- bruggari og reisti bjórstofu austan við húsið með kjallara undir. — Húsið var rifið 1886 og ísafoldar- prentsmiðja reist þar. 2. Þar bjó Björn Gunnlaugsson yfirkennari, þá 72 ára að aldri, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.