Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 31
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 611 Hafnarstræti. Bieringsbúð, sem varð barnaskóli. Fálkahúsið hafði verið, eða því sem næst. Þarna bjó verslunarstjór inn Chr. Zimsen, mágur Havsteens og afi Knud Zimsen borgarstjóra. — Nú er þarna verslunarhús O. Johnson & Kaaber. Þær tölur, sem hér vantar inn í húsaröðina, voru á verslunarhús- um þar sem engin íbúð var. Húsvitjaninni í Miðbænum má nú telja lokið, en rétt er að bæta við Ingólfsbrekku, þótt hún væri þá fyrir austan læk, því að það var eins og húsin þar lokuðu Miðbæn- um að austan, og nú teljast þau flest til Lækjargötu. Og þessi hús standa enn. Ingólfsbrekka. Stiftamtmanshús. Þar bjó Þórð- ur Jónasson yfirdómari eins og fyr er sagt. (Þar skammt fyrir ofan stóð hús Jóns Péturssonar háyfir dómara, reist um 1850. Þar er nú Laugavegur 1). Bakarahús. Þar bjó gamli Daníel Bernhöft bakari og Marie kona hans. Ennfremur Wilhelm Bern- höft sonur hans og Jóhanna kona hans með tvö börn sín og var Daní el sonur þeirra þá á 1. ári. Hann rak brauðgerðina síðar af miklum dugnaði og muna margir Reykvík- ingar eftir honum. — Bernhöfts- dugnaði og munu margir Reykvík ingar eftir honum. — Benrhöfts- húsin standa enn, það elzta reist 1834. Smithshús. Þar bjó Martin Smith kaupmaður og Ragnheiður kona hans. Þetta var húsið sem Stefán Gunnlaugsson bæarfógeti reisti 1836. Smith keypti það og stækk- aði. Seinna átti Guðmundur land- læknir Björnsson húsið og stækk- aði það enn. Skólinn. Þar bjó Bjarni rektor Jónsson og María Ragnheiður dótt ir hans. Enn fremur bjó þar Ólafur Ólafsson dyravörður og Jarðþrúð- ur Pétursdóttir kona hans ásamt Ólafi syni sínum 5 ára. 7. Þetta hús reisti Einar Jónsson snikkari 1856 og bjó þar nú sjálf ur ásamt Ingibjörgu Jóhannesdótt- ur konu sinni, tveimur fósturbörn um og 2 lærlingum. Þarna bjuggu einnig Jón Þorkelsson, síðar rektor, og Sigríður kona hans. Ennfremur Helgi Jónsson snikkari og Guðrún Jónsdóttir kona hans, og hjá þeim voru synir þeirra Jónas og Helgi, er báðir urðu seinna kunnir fyrir tónsmíðar sínar. Þetta hús telst nú nr. 5 í Skólastræti, en er mikið breytt. Þannig var þá umhorfs í Mið- bænum fyrir einni öld. Afkom- endur þeirra sem þá áttu þar heima, eru margir í Miðbænum enn, ýmist búfastir eða hafa at- vinnurekstur sinn þar. Og það er athyglisvert hve mörg af þeim húsum, sem þá voru í Miðbænum, eru enn við líði, þrátt fyrir allar breytingarnar og þrátt fyrir það hve mörg hafa orðið eldinum að bráð. Þó fer þeim nú ört fækk- andi. En þá er það líka athyglis- vert að sums staðar hafa ekki ris- ið nýar byggingar í þeirra stað. Óbyggðar eru lóðirnar þar sem áð- ur stóðu stór hús, svo sem Stýri- mannshúsið, Veltan (Austurstræti 1), Veitingahús Jörgensens (Hótel fsland), Þerneyarhúsið (Tjarnar- lundur), Thomsenshús. En þetta er með ráði gert vegna væntan- legra skipulagsbreytinga. Á árunum 1850—60 hafði fólki í Reykjavík fjölgað um 300, og ein- mitt um þetta leyti fer Reykjavík að fá á sig höfuðborgarsvip. í grein í „Þjóðólfi" er sagt frá þeim framförum sem urðu í bygg- ingum á árunum 1820—1860 og er sú frásögn á þessa leið: — 1820 voru hér aðeins 34—36 timburhús af öllu tagi, en nú munu þau vera nálægt 135 af öllu tagi, auk skúranna. Fyrir 1820 voru hér fá og smá og óséleg her- bergi í íbúðarhúsum, nú eru þau fleiri og stærri og að öllu laglegri. Þá voru hér engin íbúðarhús tví- loftuð né með annari yfirbygg- ingu (bust). Nú eru hér 6 íbúðar- hús tvíloftuð og 8 íbúðarhús önn- ur með yfirbyggingu til íbúðar. — Fyrir 1820 voru hér 3 mikil pakk- hús tvíloftuð, en tvö þeirra voru rifin um það leyti og ekki endur- byggð; nú eru hér þrjú mikil pakkhús tvíloftuð.--------- Þótt götum bæarins hefði veizt sá sómi að fá löghelguð nöfn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.