Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 32

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 32
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 612 voru þær ekki á marga fiska, ef miðað er við kröfurnar nú. Þetta voru þröngar moldargötur og sjaldan borið í þær, enda voru þær illræmdar fyrir moldryk í þurkum, en aur og bleytu í vot- viðrum. Þess er og getið að í stór- flóðum hafi sjór komið upp í Kirkjubrú, og hún stundum mátt kallast ófær af þeim sökum. Árið 1861 tók bæarstjórn rögg á sig og lét aka möl og mold á götuna, en það dugði lítt, því að hún varð brátt öll í hólum og holum þar sem vatn og sjór stóð uppi. Aðrar götur voru og illfærar í rigning- um, nema menn væri á sjóstíg- vélum eða skinnsokkum. En til þess að reyna að ráða bót á því voru húseigendur skyldaðir til þess að halda við gangstétt fyrir framan hús sín. Á því vildu þó verða misbrestir. Það er ekki fyr en löngu seinna að götur fara að koma í Vestur- bænum og fyrir ofan læk. Og þegar til framkvæmda átti að koma þá miðuðust þær að sjálf- sögðu við þau farartæki, sem þá voru. Árið 1866 var ákveðið að gera Vesturgötu og tvær þvergöt- ur frá henni niður að sjó. Það þótti nóg. En nú vildu forráða- menn bæarins vera framsýnir. Þeir töldu að Vesturgata yrði að vera mjög breið, ekki minna en 7 álnir, því að þetta mundi verða framtíðarvegur milli Reykjavíkur og Seltjarnarness. Og þar sem ráð- ist skyldi í slíkt stórvírki, sem miðað var við framtíðina, taldi bæarstjórn rétt að taka lán til þess, svo að kostnaðurinn dreifð- ist á næstu kynslóðir. Um svipað leyti var og ráðgert að gera veg frá Latínuskólanum suður að Skálholtskoti. Var líka gert ráð fyrir því að hafa þann veg breiðan, 6 álnir, og er þess beinlínis getið, að það sé gert til þess að hann verði klyfgengur. Þetta var upphafið að Laufásvegi, en ekki var byrjað á honum fyr en löngu seinna. Þessi tvö dæmi eru tekin til að sýna, að það var ekki neitt undar- legt þótt margar götur í Miðbæn- um væri þröngar. Hér voru þá ekki nein flutningatæki önnur en hestarnir, -og engin gata þurfti að vera breiðari en svo, að klyfja- lestir gæti mætzt á henni. Það var hámarkið til þess að fullnægja umferðarþörfinni. Og nú, er vér höfum kynnzt Miðbænum og fólkinu, sem þar átti heima fyrir hundrað árum, þá verður oss að spyrja: Hvað gerð- ist meðal þessa fólks? Það var nú sitt af hverju sem gerðist í bæarlífinu þá, alveg eins og nú, enda þótt bæarbúar væri ekki fleiri þá en nú eru á Húsa- vík eða í Neskaupstað. En þegar um þetta er að ræða, þá er of þröngt að binda sig aðeins við ár- ið 1861, heldur verður að minnast á ýmislegt, sem gerðist um þessar mundir, bæði nokkur ár á undan og nokkur ár á eftir, svo að frá- sögnin geti varpað einhverri birtu á bæarlífið eins og það var fyrir einni öld. Og þá verður fyrst fyrir manni sú staðreynd að meðal íbúanna var margbrotin og glögg stétta- skifting. Það sést bezt á þakkar- ávarpi frá Jóhannesi Pálssyni í Göthúsum. Hann hafði orðið fyr- ir því óhappi að fá slæmt fingur- mein, og af því að sjaldan er ein bára stök, þá hafði hann einnig beinbrotnað. Þá voru Reykvíking- ar, eins og ávallt síðan fúsir að rétta hjálparhönd þeim sem bágt áttu, og þeir höfðu skotið saman 68 rdl, 5 m. og 9 skild. handa Jó- hannesi í þessum bágindum hans. Fyrir þetta er hann að þakka, en hann getur þess einnig hverjir gefendurnir hafi verið: „Þeir sem gáfu voru 10 úr embættismanna- flokki, verslunarmenn 21, handiðn- aðarmenn 10, leikmenn 11“. Ýmsar nýungar í atvinnulífi voru þá einnig að skjóta upp koll- inum. Árið 1860 lauk Oddur V. Gíslason guðfræðiprófi í presta- skólanum. Þá stóð svo á, að Grímsey var prestlaus og vildi biskup að hann vígðist þangað, en Oddur tók þvert fyrir það. Þá gripu stiftsyfirvöldin til gamallar tilskipunar er heimilaði að „skikka“ guðfræðinga til þess að taka við afskekktum og fátækum prestaköllum, og skipuðu Oddi að fara til Grímseyar. Oddur fekk sér þá vottorð hjá landlækni um að heilsu sinni yæri ekki þannig hátt- að að hann mætti taka þetta starf að sér. Með það slapp hann. En hann hafði raunar annað járn í eldinum. Hann hafði komizt í samband við eitthvert fyrirtæki í Glasgow, sem hafði áhuga fyrir þangbrennslu hér á landi. Fór Oddur nú að kynna sér hve mikill þanggróður væri við strendurn- ar hér um nesin, og að því búnu sigldi hann til Skotlands á vegum félagsins til þess áð gefa því skýrslu og til þess að læra hina einföldustu þangbrennslu. Hér var um nýan atvinnuveg að ræða, en lítið mun hafa orðið úr honum. Á hinn bóginn nam Oddur lýsis- bræðslu ytra og kom honum það vel seinna. En svo réði hann sig sem fylgdarmann Englendinga, sem ætluðu til íslands og var síð- an fylgdarmaður útlendinga um nokkur sumur. Mun hann vera fyrsti íslendingurinn, sem lagði það starf fyrir sig. Á þessu ári (1861) var fyrst farið að taka ljósmyndir hér á landi. Kom hingað til Reykjavíkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.