Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 34
514
i
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
kostnað varð að taka með út-
svörum, og þau voru um 1700 rdl.
um þetta leyti. Þótti það ærið nóg
og kvörtuðu allir um skattabyrði.
Hæsta útsvarið 1861 var á Knudt-
zonsverslun, 67 rdl. (en það sam-
svaraði 134 kr. meðan krónan var
í fullu gildi) En Jón Þórðarson í
Hlíðarhúsum greiddi hæst útsvar
af tómthúsmönnum, 9 rdl. og hef-
ir það eflaust verið mikið hærra
hlutfallslega heldur en útsvar
stærstu verslunar landsins.
Sá atburður skeði 1859 að ka-
þólskt trúboðsfélag keypti Landa-
kot af séra Ásmundi Jónssyni fyr-
ir 4500 rdl. Þessi sala kom miklu
róti á hugi manna. Mörgum þótti
illt að bærinn skyldi ekki hafa
eignast Landakot, en hitt var þó
miklu verra, að nú vofði kaþólsk-
an yfir bænum. Fyrir nokkrum ár-
um höfðu kaþólsku trúboðarnir
sezt að í Seyðisfirði og Grundar-
firði og hafði þá slegið miklum
ótta að hinni geistlegu stétt í land-
inu. Sigurður Melsted lektor hafði
samið bækling gegn kaþólskunni
og fengið 200 rdl. verðlaun fyrir
hjá stjórninni. En samt kom nú
kaþólska trúboðið og setti höfuð-
stöðvar sínar í Reykjavík, rétt við
hliðina á stiftsyfirvöldunum. Bæ-
arstjórn gat ekkert, aðhafzt, en
sumir í henni munu hafa haft
fullan hug á að reka þennan vá-
gest, kaþólskuna, af höndum sér.
Og fyrsta tækifærís til þess var
neytt.
I Landakoti var geymsluhús,
sem prestur lét stækka og gera úr
kapellu. Hann var óðar kærður
fyrir þetta, og í undirrétti var
hann dæmdur í 5 rdl. sekt fyrir að
byggja án leyfis, og auk þess var
honum bannað að nota húsið fyrir
kapellu. Málið fór til yfirréttar.
Honum þótti voðinn ekki stór.
Hann felldi niður sekt prestsins,
og sagði að hann hefði ekki brotið
neitt af sér þótt hann hefði byggt
á eigin lóð, fjarri öllum húsum.
Hitt væri hvergi bannað í lögum,
að kaþólskir menn reistu guðshús
hér á landi. Yrði því að fella nið-
ur bann undirréttar. — Þessi dóm-
ur kom sem kalt vatn yfir þá, sem
höfðu gusað mest út af kaþólsk-
unni. Sorglegt að hér skyldi vera
trúarbragðafrelsi, og engin vörn
gegn þessum vágesti!
Hlutaveltur hefjast
Um miðjan nóvember 1858 tóku
sig saman fjórar frúr í bænum,
greifafrú Trampe, Ástríður Mel-
sted, Lovisa Arnesen og Hólmfríð-
ur Þorvaldsdóttir, að safna fé til
jólaglaðnings fátækum. Þær til-
kynntu: — Á milli jóla og nýárs
höfum vér í hyggju að stofna til
„Bazards“ sem kallað er, eða
nokkurskonar búðarpalla með
smágripum og munum af ýmsu
tagi — til þess að styrkja þurf-
andi menn í Reykjavík. —
Þannig var tilkynningin um
fyrstu hlutaveltuna, sem efnt var
til hér á landi. Og vegna þess að
fólkið var auðvitað alveg ófrótt
um hverskonar fyrirtæki hér var
um að ræða, þurfti auðvitað að
gefa skýringu á því, og hún var á
þessa leið:
— Öllum þeim munum, sem
skotið verður saman, verður skip-
að niður á palla eða opin hólf, og
verða öllum 'almenningi til sýnis
þrjú kvöld kl. 6%—8% í stift-
amtmannshúsinu. Kostar aðgang-
ur 8 sk. fyrir fullorðna, en 4 sk.
fyrir börn. Síðan verða allir þeir
munir, sem eru minna virði en
2 rdl. 3 mörk seldir hlutkesti, en
þó ekkert hlutkestið látið vera
minna en 16 sk. virði. Getur þá
hver maður sem vill leyst hlut-
kesti með því að draga sjálfur
númer í blindni, og kostar hvert
númer 16 sk. — 29. des. um há-
degi verða svo hlutkestin dregin
opinberlega í stiftamtmannshús-
inu, og koma þar þá allir sem áð-
ur hafa leyst hlutkestisnúmer.
Þegar búið er að varpa hlutkesti
um alla þá muni, sem til hlut-
varps voru seldir, verður afgang-
urinn seldur við opinbert uppboð,
og eins þeir munir allir sem
nema meira en 2 rdl. 48 sk. virði
Þannig voru þá hlutaveltur
leiddar inn í íslenzkt þjóðlíf. Hér
var merkileg nýbreytni í fásinni
skammdegisins, og aðdráttaraflið
var það að nú máttu allir koma
inn í stiftamtmannshúsið. Skömmu
seinna er tilkynnt að „Bazardinn“
verði dagana 27.—29. des., og svs
kemur nýtt stórmerki: „Á hverju
kvöldi verður auglýst með fall-
byssuskoti bæði hvenær lokið
verður upp og hvenær læst verði“.
Fallbyssurnar sem Trampe greifi
hafði flutt í Jörundarvígi til þess
að kúga íslendinga með vopna-
valdi, en aldrei höfðu verið not-
aðar, höfðu nú fengið nýtt hlut-
verk, að tilkynna bæarbúum
hlutaveltuna í húsi stiftamt-
manns! Minna mátti nú gagn
gera! En þetta var víst eina gagn-
ið sem hafðist af þeim fallbyssum.
Rétt eftir nýárið var svo árang-
ur hlutaveltunnar birtur. Safnast
höfðu alls 222 rdl. 65 sk. og hafði
því verið úthlutað til „sannra
þurfamanna“ þannig: 1 fekk 50
rdl., 1 fekk 25 rdl., 4 fengu 20 rdl.
hver, 1 fekk 15 rdl., 3 fengu 10
rdl. hver og 2 fengu 5 rdl. og Vz
tunnu af rúg hvor. En 12 rdl. voru
sendir prestinum til útbýtingar.
Þess má geta að „sannir þurfa-
menn“ voru þeir, sem ekki höfðu
þegið af sveit.
Árið eftir ætluðu þær greifafrú-
in og Hólmfríður Þorvaldsdóttir
að efna til „Bazards“ að nýu, og
var tilkynnt að hann ætti að vera
í gildaskálanum hjá Jörgensen. En