Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 38
<!•
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Valdimar Þorvaldssori:
Sjóferðin ianga
FRÁ því fyrst að Hallvarður Súg-
andi skildi við ferðafélaga sína og
vini árið 890 eða um það bil og
lagði skipi sínu inn á Súganda-
fjörð, hefur fjörðurinn verið
þekktur fyrir búsældir og veiði-
skap á öllum tímum ársins, þar
sem silungurinn gekk upp í flestar
ár og læki og allur fjörðurinn
moraði á hverju sumri og vori af
lífi hafsins, sem unglingarnir
skemmtu sér við. En það voru
ekki stöðupollarnir, lækirnir eða
árnar, sem menn undu við, þegar
fullorðinsárin og hæfnin komu til.
Það var hafið og stóru fiskarnir,
sem þar voru veiðanlegir.
Það var hákarlinn,, sem lengst
lokkaði menn út á hafið, en nær
byrjað var að veiða hann, er ekki
vitað. En svo langt var hann sótt-
ur frá landi, að það var róið í
sólarhring út á hafið. Það var að-
eins gert í júní og júlí. Þetta voru
kallaðar álferðir. Þær hættu
nokkru eftir 1800, og er sagt að
hafi staðið yfir 60 ár. Aðrar ferðir
til hákarlaveiða voru kallaðar
leguferðir.
Eins og Önundur tréfótur komst
að orði í vísu, er hann yfirgaf
Noreg til íslandsferðar: „Við Súg-
andi þóttum vel liðtækir í orustu,
þegar mikils þurfti með“ — svo
hafa Súgfirðingar oft sýnt dugn-
að í sjómennsku sinni og veiði-
ferðum, þegar mikils þurfti með,
og hafa oft borið af öðrum, þar
sem þeir hafa verið. Það voru
ekki grænar hlíðar eða silunga-
lækir né innfjarðaveiðiskapur, sem
gerðu Súgandafjörð að eftirsóttri
veiðistöð. Það var nábýli hans
við hafið og styttra til allrar
þeirrar veiði, sem þangað var að
sækja, og ávallt góð lending á
Suðureyrarmölum.
En sagan af flestu þessu gegn-
um tíma og aldir er gleymd og
glötuð, en hefir þó skilið eftir
svo mikið af tóftum, að vart mun
hafa verið teljanlegt. Og fáir og
smáir þeir blettir á mölunum,
sem ekki voru einhver mannvirki
eða tóftir á, áður en kauptúnið
breiddi yfir allt.
Á síðastliðinni öld mun mjög
oft hafa verið þar teinæringur að
vetrinum frá fsafirði til hákarla-
veiða, því að þær þóttu arðvæn-
legar á þeim tíma, eins og það
sýnir, er Brynjólfur Jónsson í
Botni, síðar í Bæ, keypti 12
hundruð í Botni fyrir vetrarhluti
sína. Ekki er vel vitað, hvað mörg
skip voru gerð út til hákarlaveiða
frá Súgandafirði hverju sinni. Má
þó geta til, að hafi verið 2—4.
Eftir því sem þilskipum fjölg-
aði, munu hákarlaveiðar á opnum
skipum hafa minnkað. Svo mun
verð á lýsi hafa haft nokkuð að
segja. Um 1880 máttu leguferðir
í Súgandafirði heita hættar, en
vetrinn 1876—7 voru enn 2 skip
þaðan við leguferðir, og fóru þá
ferð, er fólki hefir minnisstæðust
orðið á þeim tíma, og sýndi, hvaða
svaðilfarir og hættuferðir þetta
gátu verið. Það lítur út sem oft-
ast eða ávallt, þegar farið var í
þessar ferðir, hafi aðeins verið
hugsað um góðar aðstæður til að
komast í aflavon, en landferðin
var annað efni og annars tíma
mál, eins og máltækið hljóðar:
„Þá koma dagar og þá koma ráð.“
Skip þau, er gengu frá Súg-
andafirði umræddan vetur, voru
tvö, liðlegir sexæringar, „Norðri“,
eign bænda í Staðardal. Formaður
á honum var Jón Þórarinsson á
Stað, 29 ára að aldri, bróðir Sig-
urðar, er lengi var formaður á
Norðra og var afburða sjómaður
og lipurmenni mikið. Jón var síð-
ari hlut ævinnar í Bolungarvík og
ávallt minnzt sem mjög ábyggi-
legs manns til orða og verka. Var
I
i
t