Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 46

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 46
626 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS X Gömul reikningsþraut annað að gera en að konurnar tvær fari yfir í þessari ferð. Nú verður ein af konunum að róa yfir aftur. Þar verður hún að verða eftír hjá bónda sínum, en hinir tveir karlmennirnir að fara yfir ána til kvenna sinna. Nú eru tvenn hjón komin yfir, en ein eru eftir, og nú vandast málið hvern- ig á að koma þeim yfir. Til þess að gera dæmið ljósara, skulum vér kalla hjónin A, B og C. Hjónin A bíða á bakkanum, en hjónin B og C eru komin yfir. Nú róa hjónin B yfir ána, kon- an verður eftir, en bændurnir A og B fara næst yfir. Þá fer kona C með bátinn til baka, og eru nú allir karlmennirnir þrír komnir yfir, en konurnar þrjár hinum megin. Konurnar A og C fara nú yfir ána og verða þar báðar eftir, en B fer yfir til að sækja sína konu. Helgisögur ÞESSI reikningsþraut er um 1200 ára gömul: Þrír afbrýðissamir penn komu ásamt konum sínum að ferjustað. Þar var bátur, en enginn ferju- maður. Þau þurftu endilega að komast yfir ána, en báturinn var svo lítill, að hann bar ekki nema tvo menn. Hvernig áttu nú þau sex að komast yfir ána, án þess að nokkur hinna afbrýðissömu manna þyrfti að yfirgefa konu sína eitt andartak? Þeir, sem geta ráðið þessa gátu, ættu líka að athuga hvernig færi ef hér væri fern hjón á ferðinni eða fleiri. — o — Það er þegar auðséð, að ferð- irnar hljóta að verða nokkuð margar, því að báturinn ber ekki nema tvo, og alltaf verður einn að róa til baka aftur. Það er líka auðséð, að hjón verða að fara yfir ána í fyrstu ferðinni, því að tveir karlmenn mega ekki fara og skilja konur sínar eftir hjá hin- um þriðja. Það er líka ljóst, að þegar hjónin eru komin yfir, verður maðurinn sjálfur að snúa við og skilja konu sína eftir, því að ekki má hún fara ein yfir til hinna karlmannanna. Ekki mega tveir karlmenn fara yfir næst, því að þá verður kona annars þeirra eftir hjá þriðja karlmanninum. Ekki má heldur kona vera far- þegi með manni, sem ekki er bóndi hennar. Það er því ekki um Flautir Frá því er sagt, að einu sinni hafi Kristur komið til fátækrar ekkju, sem ekki átti aðra björg, en eina mjólkur- geit. Hún bað hann því blessaðan að drýgja nú björg sína. Hann kenndi henni þá að búa til þyril og flautir. Svona er sagt að flautirnar sé til komnar, og hafa þær jafnan verið taldar fátækra manna fæða- En þótt flautir þyki ekki góður mat- ur til undirstöðu, á allt að einu að vera meira manneldi í þeim en skyr- inu, og er sú saga til þess, að einu sinni voru tveir menn samferða í fann- fergishríð á vetrardag. Hafði annar þeirra lifað mestmegnis á skyri og mjólk, en hinn á flautum. Þegar þeir höfðu haldið áfram um stund í snjón- um og ófærðinni, fór að smádraga máttinn úr þeim, sem á skyrinu hafði lifað, og seinast gafst hann upp með öllu. Tók hinn hann þá á herðar sér, og „svo bar hann flautabelgur hann 6kyrbela“ til þyggða. (Þjóðs. J. Á.) .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.