Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 15
Norðurhlíðar Heimakletts. Greinarhöfundur- inn tók allar myndirnar. Lundinn horfir i hraun- ið og bæinn ofan frá Klifinu. Hún bregður stórum srip yfir umhverfíð: Aida aldanna eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Straumar í Eyjum eir sem koma til Vestmannaeyja verða strax snortnir af náttúrufegurð Eyjanha sem er mjög fjölbreytileg. Það fyrsta, sem maður tekur eftir þegar siglt er innsiglinguna að eyjunum, er Heimaklettur. Voldugir hamra- BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON SKRIFAR UM UMHVERFI, MENNINGU OG MANNLÍF í VESTMANNAEYJUM veggir klettsins rísa tignarlega til himins. í björgunum eru sérkennilegar holur og sprungur, sem eru bústaðir iðandi fuglalífs yfir sumarmánuðina. En það eru ekki bara fuglar sem sjást á Heimakletti. Oft má sjá sauðfé á beit í snarbröttum hlíðunum uppi á klettinum, og jafnvel fólk á göngu- ferð þar uppi, sem virkar dálítið glannalegt fyrir ókunnuga, en Eyjamenn láta sér fátt um finnast, enda vanir að klífa Eyjarnar. Með tilkomu hraunsins, sem flæddi yfir stóran hluta Heimaeyjar í eldgosinu fyrir nærri 13 árum, hefur umhverfið fengið á sig dulúðugan blæ. Við hraunjaðarinn má enn sjá rústir gamalla húsa. Þessi hús standa upp úr hrauninu eins og minn- isvarði, um þann hluta bæjarins sem hraunið lagðist yfir. Nýja hraunið er nú víða orðiö mosavaxið, þótt aðeins séu tæp 13 ir liðin fri gosinu. LESBÖK MORGUNBLAOSINS 24. DESEMBER 1985 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.