Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Qupperneq 17
\ Bókasafnið í Vestmannaeyjum er til húsa ínýju og rúmgóðu húsnæði. Hér sést bluti þess. hylli fólksins með allskonar uppákomum, enda til mikils að vinna því Eyjamenn skemmta sér nær eingöngu á öðrum staðn- um í einu, venjulegast í troðfullu húsi. Vestmannaeyjar eru ekki lengur ein- angruð byggð í samskiptum við aðrar byggðir landsins, heldur þvert á móti. Samgöngur eru nú mjög góðar og tryggar alla daga. Herjólfur siglir hvern einasta dag, og er eins og brú milli lands og Eyja. Þessa brú nýta Eyjamenn óspart og skreppa oft til lands. Þykir það ekkert tiltökumál. Ferðamannastraumurinn til Evja er töluverður yfir sumarmánuðina. Útlend- ingar eru þar mjög fjölmennir, en íslend- ingar sækja á. Þeir sem koma í heimsókn til Eyjanna verða svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, því náttúrufegurð þeirra er mikil og fjölbreytt. Margir verða bæði undrandi og heillaðir í senn, á andstæðun- um í umhverfinu á þessum litla stað. Hraunið er sérstakur heimur útaf fyrir sig, klettarnir og allt umhverfi Eyjanna. Leiðarlok Það er skemmtileg reynsla að fara í sjó- ferð með bát umhverfis Heimaey, en slíkar ferðir eru farnar reglubundið yfir sumar- mánuðina. Ferðin hefst með því að siglt er að Ystakletti, og inn í hann í bókstaf- legri merkingu, því neðst á honum er gríð- armikill hellir. Eigandi bátsins hefur það fyrir venju að leika á trompet fyrir far- þegana inni í hellinum. Hellirinn er sem frábær hljómleikasalur, og magnar tónana á skemmtilegan hátt. Þannig er sjóferðin umhverfis Heimaey, ævintýri líkust. Vestmannaeyjar eru mjög athyglisverð- ur staður, sem er þess virði að skoða vand- lega. Helst þarf að dvelja þar í nokkra daga, svo hægt sé að sjá það markverðasta. Herjólfsdalur er einn friðsælasti staður- inn í Eyjum. Dalurinn er kjörinn til að slaka á og njóta umhverfisins. Þangað er þægilegt að koma að lokinni skoðunarferð um Vestmannaeyjar, finna kyrrðina og láta hugann reika í grasi grónum hlíðum dalsins. Höfundurinn er kennari og hefur starfaö i Vest- mannaeyjum. Hann er formaður Félags isl. myndmenntakennara. §* Guörún Svava Benedikt Gestsson: Logndrífa ífleg snjókornin dilluðu sér fjörlega niðurúr himninum. Þau voru að fagna hátíðinni, sem vakti í augum fólksins. Eitt og eitt hvítuðu þau kalda jörðina og fólkið, þroskaðir ávextir í yfirgefnum aldingarði. — Mikið er skáldið vitlaust, að líkja fólkinu við suðræna ávexti hugsuðu snjókornin, þar sem þau dönsuðu til jarðar í fjölbreyttum sveigjum. Það er alls ekki leyfilegt. Maður með helgidagana í andlitinu tróð sér áfram gegnum stemmningu dansins, haldandi í pinklum og bögglum af ýmsu tagi. Enginn kveinkaði sér. — Mikið er skáldið ruglað, hugsaði rétthyrndur böggull í litskrúðugum pappírssamfestingi, að segja að ég sé í samfestingi úr pappír. Svo gjóaði hann auga á silfurglitrandi snjókorn sem settist mjúklega á eitt horn böggulsins. — Segðu mér silfurglitrandi snjókorn, sagði böggullinn og gerði sig heim- spekilegan. Þekkirðu þetta skáld eitthvað? Snjókornið brosti ljúfu hátíðarbrosi um leið og það þokaði sér ofar á böggul- inn og sagði: — Nei, ekki nema þetta augnablik sem ég hef verið í sögunni. Og þó get ég ekki sagt að ég þekki það, en finn samt návist þess. Finn það horfa á mig, ekki þó með augunum, heldur einhvern veginn með heilanum. Böggullinn fylltist forundran yfir þessari óvenju löngu ræðu og það hjá snjókorni. — Þú ert nú held ég jafn ruglað og skáldið, sagði böggullinn og reyndi að hrista af sér svona ruglað snjókorn. — Jæja allt í lagi. Ég veit ekkert um þetta. Líklega er ekkert skáld til, sagði snjókornið silfurglitrandi. — Af hverju hafa þá komið þessar athugasemdir um eitthvert skáld, ef það er svo ekkert skáld. Þetta er búið að þvælast fyrir eyrunum á mér heillengi. Það eru allir að tala um þetta fyrirbæri, sagði böggullinn belgingslega. — En þetta er þó altént saga. Annars værum við ekki hérna, sagði snjókornið. Böggullinn hugsaði sig lengi um og klóraði sér í handarkrika mannsins sem hélt á honum. Snjókornið fylgdist með honum í ofvæni og fylltist svo miklum spenningi, að það fór að renna útaf bögglinum. — Fljótur. Hvað ætlarðu að segja. Ég er að renna í burtu, æpti snjókornið. Um leið og snjókornið var í þann mund að leka framaf bögglinum muldraði böggullinn í handarkrikann: — Líklega er þetta bara vitlaus saga. Maðurinn nam staðar augnablik, því hann taldi sig heyra einhvern hrópa, leit í kringum sig, yppti öxlum og hélt svo áfram ferð sinni í gegnum dans- þröngina og útúr sögunni. Benedikt Gestsson er ungur Reykvlkingur, sem fæst viö skáldskap. h LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.