Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Qupperneq 19
Ég heyri álengdar
hofadyninn
Sambýli manns og hests í strjálbýlu, fjöllóttu
landi með straumharðar, óbrúaðar jökulár,
verður vart betur lýst en í kvæðinu „Fákar“
eftir Einar Benediktsson.
Það er að vonum, að
hesturinn kemur víða fyrir
í íslenzkum bókmenntum,
svo samtvinnað sem líf
manna var þarfasta
þjóninum. Hestavísan er
sérgrein í vísnagerð og á
viðkvæmum stundum hafa
menn sungið „Ég hef selt
hann yngra Rauð“ o.s.frv.
Skáldin ortu stundum um
einstaka frægðarhesta svo
sem Grímur um Sörla, en
stundum eru ljóðin
almenns eðlis svo sem hjá
Einari Benediktssyni í
kvæði hans, Fákar.
EFTIR
SIGURLAUGU
BJÖRNSDÓTTUR
Maður og hestur, þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.
Það finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Frá landnámstíð og þar til tæknivæð-
ingin gekk í garð, var hesturinn ómissandi
þjónn íslendinga frá vöggu til grafar.
Barnið var reitt á hesti til kirkju þar sem
það var vatni ausið og gefið nafn, og hann
flutti gamalmennið til moldar að loknum
ævidegi. Einar Benediktsson heldur
áfram:
Þeir eru báðir með eilífum sálum,
þó andann þeir lofi á tveimur málum
— og saman þeir teyga í loftsins laug
lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.
{Illíonskviðu eftir gríska skáldið Hómer
er sagt frá því, að hestarnir fengu mál.
Hinir fornu Egyptar smurðu konunga
sína, svo að þeir yrðu ekki að dufti eins og
aðrir dauðlegir menn. En í gröfum hinna
fornu egypsku konunga hafa fundist
smurðir kettir, er voru hafðir sem heilög
dýr í musterunum. Af því má ráða, að
austræn trúarbrögð hafi veitt dýrum
hlutdeild í eilífðinni.
Mikið hefur verið skrifað og ort um
hestinn og hina göfugu lund hans. „Sikill"
eftir norska skáldið Nordahl Grieg er hríf-
andi lýsing á graðhesti, sem lifir villtur og
frjáls úti í náttúrunni, fagurskapaður,
stæltur og logandi af lifsfjöri og kynorku.
Þarna er Sikill.
Sikill, hinn mikli, úr mannheimum sloppinn —
meðal þeirra allra hann ber yfir hópinn,
— fnæsandi, titrandi stytta stáls!
Höfðinu rykkir hann — fljúgandi faxiö
freyðir um makkann — í dökkbrúnum augum
leiftra við sólunni logar báls.
Stóðhestsins bíða þau örlög að vera
fangaður, beislaður og vanaður. Hann er
taminn til hins ýtrasta, lærir að laga sig
eftir taumhaldi reiðmannsins og lúta vilja
hans. Um gæðinginn segir Einar Bene-
diktsson:
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn,
sem dansar í fákspori yfir grund.
í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. —
Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
„Hvarf séra Odds frá Miklabæ" eftir
Einar Benediktsson lýsir válegri vetrar-
ferð á skaflajárnuðum hesti.
Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu,
gjósta hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
Hinir norrænu guðir virðast ekki hafa
komist af án hestsins fremur en mennirn-
ir. Hestur Óðins hét Sleipnir. Hann hafði
átta fætur og fór bæði loft og lög. „Sumar-
morgunn í Ásbyrgi" eftir Einar Bene-
diktsson er byggt á goðsögu um Óðin og
hest hans.
Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið
Óðinn og stefndi inn fjörðinn.
Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið
renndi til stökks yfir hólmann á skeið,
spyrnti í hóf, svo að sprakk við jörðin, —
sporaði byrgið í svörðihn.
„Við Valagilsá" eftir Hannes Hafstein
lýsir þori og þrótti æskumanns að bjóða
náttúruöflunum byrginn.
Straumur freyðir og stekkur hátt,
steinar í botni skarka,
sogar strengur og suðar kátt.
En — samt held ég láti nú slarka.
Ég ætla að sjá, hvað setur,
hvort sjóðandi straumiðufall
eða brjóstþrekinn klár hefur betur.
Margt er líkt í fari manns og hests. Hin
frægu orð „Römm er sú taug sem rekka
dregur föðurtúna til“ eiga ekki síður við
um hestinn en manninn. Hefur Þorgils
gjallandi lýst átthagatryggð hestsins í
sögunni „Heimþrá". „Skúlaskeið“ eftir
Grím Thomsen er kvæði um viljaþrek
hestsins.
Hann forðaði Skúla undan fári þungu,
fjöri sjálfs sín hlífði klárinn niður —
og svo með blóðga leggi, brostin lungu
á bökkum Hvítár féll hann dauður niður.
Meðan ár voru óbrúaðar, voru þær mik-
ill farartálmi og oft hættulegar yfirferðar,
einkum i leysingum á vorin. „Sveinn Páls-
son og Kópur“ lýsir ferð læknis sem hættir
lífi sínu yfir á með jakaburði til þess að
bjarga konu í barnsnauð.
Af eðli göfgu fákur fann,
að fæti mátti ei skeika,
læknir skyldu verkið vann,
verkið mannkærleika.
Úr barns og móður bætti hann þraut,
blessun upp því skar hann,
önnur laun hann engin hlaut
ánægður þó var hann.
Þó að liggi lífið á,
láta þeir núna bíða
í jökulhlaupi Jökulsá
og jakaburði ríða.
„Stjörnufákur" eftir Jóhannes úr Kötl-
um er saga íslensks hests, sem seldur er úr
landi.
Vornótt eina, er heiðblær hristi
himindögg af bjarkarkvisti,
og á fölva fjallatinda
færðist bjarmi af morgunsól
langt í dalsins friði frammi
fæddist hann — í grænum hvammi.
Þar við upptök austurlinda
átti hann sitt fyrsta ból.
Og í logni ljósrar nætur
lítill hestur brölti á fætur,
— enn eitt lífsins undur skeði
inn við hjarta þessa lands.
Hróðugt gnegg þá heyrðist gjalla
hátt á milli blárra fjalla.
Hóf þar flug hin frjálsa gleði.
fífilbleikrar móður hans.
En fáksins, sem fæddist í „grænum
hvammi í logni ljósrar nætur", biðu þau
örlög að vera „siga látinn nið’r í gröf“ í
ókunnu landi, þar sem hann varð námu-
hestur.
Glumdi í haka, gall við hamar,
— geisla sá hann aldrei framar.
Niðri í undnum iðrum jarðar
upp frá því var líf hans treint.
Vonlaust dýr, með drep í hjarta
dró hann kolavagninn svarta
gegnum fjallsins geilar harðar,
geigs þar kenndi snemma og seint.
„Ullarlestin" eftir Martin Larsen lýsir
klyfjahestinum á eftirminnilegan hátt.
Martin Larsen var danskur sendikennari,
sem var hér um sex ára skeið. Hann var í
kaupavinnu á sumrin til þess að kynnast
íslenskri bændamenningu. Martin Larsen
var mikill íslandsvinur. Hann þýddi bæk-
ur íslenskra höfunda á dönsku. Honum
farast svo orð:
„Ég stend á brekku og horfi út yfir eyr-
arnar, þar sem Jökulsá í Lóni rennur í
mörgum kvíslum. Á eyrunum sjást hestar
mjakast í langri lest undir þungum, marr-
andi ullarklyfjum. Hún sýnist svo lítil,
lestin á eyrunum umkringdum háum fjöll-
, um. Svona hafa hestarnir borið varning
langa vegi og vonda um allt landið um
aldaraðir, þegar engin brú var á landinu.
Þessari sýn gleymi ég aldrei. Atburðir
úr sögu íslands koma sjaldan við verald-
arsöguna, en í henni eru atburðir, sem
hrífa mannshjartað, fæstir skráðir.
Leið orðin á heimsfréttunum og öllum
stórviðburðum veraldarsögu fortíðar og
nútíðar fann sál mín frið í hrynjandi ull-
arlestarinnar á eyrunum við Jökulsá í
Lóni.“
Hesturinn tengist einnig æsku og ástum.
Davíð Stefánsson lýsir því á þessa leið:
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.
Þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartaö í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn.
Ég horfi langt á eftir þér .
og bjart er alltaf um besta vininn,
og blítt er nafn hans á vörum mér.
í ljóðinu „Svefnrof" segir Tómas Guð-
mundsson:
Hófatak á heiði
heyrt í gegnum svefn —
þannig líða dagarnir
þeim, sem unna.
Og hófadynurinn bergmálar í bók-
menntum íslendinga.
-
■ vj-vs ^ i-.
tlft-
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 19