Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 20
GUÐRIÐUR ,
SÍMONARDOTTIR
Guðríður Símonardóttir er nafnkunnust
kona úr Vestmannaeyjum.
Hvað vann hún til?
Það er tvíbentur ómur í þeirri spurn-
ingu. Af hverju varð hún nafntoguð
kona? Og hvað vann hún til þess að
verða fræg á þann veg sem hún varð?
Vér stöndum hér í dag í túninu henn-
ar. Héðan hvarf hún á brott fyrir 358 árum, óþekkt hús-
freyja, 29 ára gömul, og átti ekki afturkvæmt hingað.
Nú er henni reistur minnisvarði á vellinum, þar sem
grasið grær yfir sporum hennar hér og héðan, léttum og
þungum. Hvað vann hún til?
Hún átti ekki frumkvæði að því að komast í annála.
Henni var skákað inn í hrikalegasta harmleik aldar
sinnar. Flestir þeirra mörgu, sem voru hremmdir inn á
það dimma svið, voru þar með úr sögunni. Guðríður týnd-
ist ekki. Hún skilaði sér fram úr dæmafárri þolraun.
Varnarlaus Fyrir Löndum Sínum
En þegar hún kemur í augsýn á ný, í óvelkomnum
áningarstað á leiðinni heim í varpann sinn, mætir hún
enn óvæntum og stórum örlögum. Með þau á herðum sér
gengur hún inn í sögu þjóðar sinnar, hljóðum skrefum
brattan og grýttan veg. Varnarlaus var hún, þegar hún
féll í grimmar greipar hér í Stakkagerði. Ennþá varnar-
lausari varð hún seinna fyrir löndum sínum, fyrir þess
háttar hnýsni um dáið fólk og þess kyns skáldgáfu, sem
vor góða þjóð þarf síst að miklast af. Í þeirri smiðju var
nafn hennar hnoðað og hnjaskað og mynd hennar af-
skræmd samkvæmt næsta dularfullum eigindum og lög-
málum í undirdjúpum mannlegs eðlis. Þar varð hún sú
Tyrkja-Gudda, sem blótaði fjandann á laun og reyndist
blessuðum manni sínum þyngstur kross, næst holdsveik-
inni.
Ég hef að vísu ekki rekist á það í þessum vonda skáld-
skap, að Vestmanneyingar hafi viljandi att flagði upp á
dýrðarmanninn Hallgrím Pétursson. En héðan var sú
kona, sem hefur fylgt honum eins og skuggi úr undir-
heimum. Það hefur sjálfsagt lengstum verið hljótt um
hana hér í Eyjum. Vestmanneyingar hafa ekki fundið
efni til að miklast af þessari frægustu konu úr sínu
plássi. Ekki hafa þeir heldur talið sig bera þunga van-
virðu hennar vegna. Þeir áttu sem aðrir sinn hlut í dýrum
arfi Hallgríms. Gudda þjóðtrúarinnar var partur þess
verðs, sem hann varð að gjalda vegna köllunar sinnar.
Hvað um það: í dag er fjölmenni saman komið í Stakka-
gerðistúni til þess að minnast þessarar konu og heiðra
minningu hennar með veglegum hætti. Hún er á sjálfum
þjóðhátíðardegi íslendinga boðin velkomin heim aftur,
eftir alla sína löngu útlegð og hrakning. Vestmannaeyjar
gangast skörulega við henni sem sinni dóttur og lýsa
yfir því, að þeim sé sæmd að því að hafa gefið Hallgrími
ogþjóðinni Guðríði Símonardóttur.
Þetta er manndómsbragð og drengskapur, sem mér
þykir vænt um að vera vitni að. Ég samfagna og þakka
framtakssömum forgöngumönnum þessa máls, ágætri
listakonu og öllum, sem lagt hafa lið. En spurningin er
ekki afgreidd: Hvað vann hún til? Og ekki verður hún
afgreidd hér í dag. Fáar íslenskar konur hafa verið heiðr-
aðar með sambærilegum hætti og nú er gert við Guðríði.
Heiðursvarði er háð fremur en lof ef engir eru verðleikar
til. Hver var þessi kona?
Mynd hennar er móðu hulin. En ytri feril hennar er
unnt að rekja í stórum dráttum úr Stakkagerðistúni og
í kirkjugarðinn í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Og tví-
mælalaust er það, að enginn kemst uppréttur þann veg,
sem hún varð að ganga, nema þrekið sé frábært til líkama
og sálar.
Bandingi Fluttur á Sölutorg
Hér var hún gripin höndum í kotinu. Eyjólfur, maður
hennar, hefur ekki verið nærstaddur, hann gekk úr greip-
um ræningjanna með einhverjum hætti. Guðríður varð
ein að mæta óðum, grenjandi mannhundum, sem þrifu
af henni barnið hennar og drógu bæði síðan um blóðvöll-
inn, þar sem vinir og grannar lágu myrtir eða fjötraðir.
Svo var hún kösuð með öðrum bandingjum, sem hníptu
undir þiljum vikingaskipsins, sárir og stjarfir af skelf-
ingu. Eftir langa siglingu á vit óþekktra, uggvænlegra
afdrifa tekur við 9 ára ánauð í Afríku.
Þar var hún fyrst keyrð á sölutorg, ásamt þrekuðum
og sturluðum löndum sínum. Þó að þeir ættu eitthvað
misjöfnu óláni að mæta með húsbændur, beið þeirra allra
Eftir
SIGURBJÖRN EINARSSON
biskup
Ræða við afhjúpun á
minnisvarða um Guðríði í
Stakkagerðistúni í
Vestmannaeyjum 17. júní
1985.
hin versta ævi, sem varð mörgum ofraun, þeir gáfu frá
sér alla von og lífsvilja. Sumir, sem hjörðu af, létu leiðast
til þess í örvilnan sinni að játast undir trú kúgara sinna.
Kristnum mönnum voru öll sund lokuð í þessari útlegð
og veikar líkur eða engar á því, að henni myndi lykta.
Kristin ambátt var óhreint kvikindi, ekki einu sinni
boðleg frilla, þótt álitleg væri. Glæsilegri, norrænni konu
gátu hins vegar boðist freistandi kostir í þessu múham-
meðska mannfélagi, ef hún fórnaði trú sinni og sjálfsvirð-
ingu.
Bréf Guðríðar Ber Henni Fagurt
VlTNI
Um Guðríði er það víst, að hún bilaði ekki, hún hafði
þrek og manndóm til að halda reisn sinni, lét ekki áþján-
ina buga sig, lét ekki lokkast til að falla frá sinni kristnu
trú. Getsakir um það, að hún hafi orðið blendin í trúnni
eða fráhverf henni, eru rakalausar, styðjast ekki við
nokkurn finnanlegan flugufót. Næg sönnun um hið gagn-
stæða er sú staðreynd, að hún leggur allt kapp á að
komast aftur heim. Enginn, sem varð afhuga kristindómi
sínum eða kastaði honum, hugsaði framar til heimferðar.
En aðrar órækar heimildir eru einnig til vitnisburðar í
þessu máli. Það er vottfest með gildum hætti í skráðu
skjali frá árinu 1635, þegar hún hefur verið 8 ár í Alsir,
að hún er meðal þeirra, sem „Drottinn varðveitir enn nú
við trú og góða samvisku". Og síðast en ekki síst er til
bréf frá henni sjálfri, varðveitt í bréfabók Gísla biskups
Oddssonar. Bréfið skrifar hún manni sínum í Vest-
mannaeyjum, Eyjólfi Sólmundarsyni, og er þá búin að
vera nokkur ár í ánauðinni. Vera má, að hún hafi skrifað
fleiri bréf, þótt þetta eitt sé til og reyndar ekki nema
að hluta. Bréfaleiðir sunnan frá Alsír voru harla ótrygg-
ar. En orð Guðríðar í þessu bréfi taka af allan vafa um
það tvennt, að hún ann manni sínum af fullri tryggð og
„Þjóðsagan gerði hana að
dimmu skýi og geislarnir frá
Ijóðum Hallgríms urðu að
brjótast fram úr því. En
Guðríður Símonardóttir á
önnur eftirmœli skilið. Hún
stóð með manni sínum í blíðu
og stríðu.fœddi honum börn,
stóðyfir moldum þeirra allra,
hjúkraði manni sínum í
strangri legu ogstóð að lokum
einnigyfir moldum hans, allt-
af óbuguð, alltaf með fullri
reisn. “
dyggð, og að hún er vel kristin. Hún vill láta Eyjólf vita,
að hún sé á lífi og hugsi sterkt til hans. Og hún er að
hrópa á hjálp til þess að losna og komast aftur heim.
Menn hafa haft Guðríði grunaða um að hafa fengið
annan til þess að skrifa bréfið fyrir sig. Það má vera,
almúgakonur þeirrar tíðar voru lærðar til annarra starfa
en skrifta. En Guðríður var enginn meðalmaður að at-
gervi og hefði vel getað komið mönnum á óvart í því,
eins og ýmsu öðru, að vera skrifandi. Bréfið er ekki til
nema 1 afriti biskupsskrifarans í Skálholti. Og síðari hluti
þess hefur glatast, ásamt undirskrift.
En hvort sem hún hefur sjálf dregið stafina á blaðið
eða fengið annan sér færari til þess, þá á hún heiðurinn
af skörulegu framtaki sínu og af efni bréfsins. Hún biður
vel fyrir manni sínum, talar um sína aumu ævi, en „ég
hjari, einkum fyrir Guðs náð og sérlega velgerninga".
Hún hefur þunga áhyggju af ungum Syni þeirra Eyjólfs,
„að vita hann í þvílíkri neyð og háska“ — hún á við þá
neyð og háska, að barnið hlaut að verða aliðupp í múham-
meðstrú. Sami maður hafði keypt þau bæði mæðginin,
„hvað mig gerði bæði að hryggja og gleðja í mínum
hörmungum ... ég særist daglega" (hans vegna). „Drott-
inn haldi oss stöðugum allt til enda. Vér vitum, hvað vér
skrifum“.
Hér talar Tyrkja-Gudda sjálf. Orðin eru ekki mörg
miðað við allt, sem um hana hefur verið sagt. En þau
bera henni það vitní, sem ekki verður hrakið: Ambáttin
frá Stakkagerði er gerðarkona, holl og heil í lund.
Húsverð Til Lausnar Guðríði
Þegar hún skrifar bréfið er hún að glæða veika von
um að verða frjáls aftur og komast heim. Það var fyllsta
tvísýna á því, að sú þrá gæti ræst. En hún situr um hvert
færi til þess að vinna sér inn einn og einn skilding, utan
daglegrar kvaðarvinnu ambáttarinnar, til þess að geta
greitt eitthvað upp í lausnargjald, ef til þess kæmi, að
hún yrði föl og henni byðist áskilið lausnarverð. Helst
var auðvitað hjálpar að vænta frá kónginum í Danmörku.
En sá landsfaðir íslendinga, sem átti sér á parti allar
Vestmannaeyjar með gögnum og gæðum, hafði ekki
handbært fé til stórra útgjalda vegna þegna sinna og
landseta, sem hafði rekið suður um allan sjó til Afríku.
í þeim hópi voru enda fleiri en íslensku hræðurnar. Ófáir
danskir og norskir sæfarar höfðu lent i sömu ræningja-
klóm. Reynt var að afla fjár með samskotum í öllum
löndum konungs. Framlag íslendinga var ekki stórt og
gekk treglega að ná því saman. Árin 9 hafa verið löng
og lýjandi biðtími þeim, sem þó vildu halda í vonina.
Loksins kom konunglegur fulltrúi til þess að leysa út
þá fanga, sem falir væru og finnanlegir. Hálfur fjórði
tugur Islendinga var þar á meðal (af 360 sem rænt var,
27 komust til íslands). Sonur Guðríðar er horfinn. Hvort
hann var lífs, og þá seldur annað, eða liðinn, er ókunn-
ugt. Líklegast er, að hann hafi verið dáinn. Hún hafði
af miklum dugnaði önglað saman upphæð, sem nam 10.
hluta þess verðs, sem sett var upp fyrir hana. Þetta
framlag reið baggamuninn, því sjóður konungsfulltrúans
var á þrotum, þegar samningar náðust um lausn hennar
og skipið á förum. Eigandi Guðríðar hefur verið tregur
til að láta hana. Og hún var hátt metin, í hæsta flokki.
Það sýnir að hún hefur verið gjörvuleg og gengið í augu.
Hún var ekki föl fyrir minna en 200 ríkisdali. Það voru
50 kýrverð, vænt jarðarverð þá, líklega sæmilegt húsverð
núna.
Engar Fréttir Frá Stakkagerði
Og nú sneri stafn til norðurs, til Heimaeyjar og Helga-
fells. Þótt löng væri leiðin framundan og háskasöm, hefur
hún stigið léttum skrefum á skipsfjöl, frjáls kona, sigur-
sæl í ströngu stríði, með land sinna bestu minninga og
allra vona fyrir stafni.
En þegar kom til Kaupmannahafnar, varð ekki lengra
haldið að sinni. Það var komið haust 1636, engin sigling
til íslands fyrr en næsta vor.
En íslandsförin voru komin úr siglingu sumarsins eða
að tínast til Hafnar eitt af öðru. Með þeim bárust fréttir
að heiman og má nærri geta, að langferðafólkið að sunnan
hefur spurst fyrir um vandamenn sína og verið þyrst í
tíðindi af íslandi.
Ekki er vafamál, hvað Guðríði hefur verið hugleiknast
að spyrjast fyrir um. En hvað hún frétti veit enginn með
vissu. Víst er, að Eyjólfur hennar hafði tekið saman við
aðra konu og átt við henni börn. Slíkt var algeng saga
um karla og konur, sem misstu maka sína í greipar
Tyrkjans, og ekki tiltökumál, eins og komið var fyrir
þeim. Þeim mátti þykja örvænt, að hernumdir ástvinir
sæust framar.
En sögur um barneignir og hórdómsbrot þeirra, sem
stóðu á rústum heimila sinna eftir Tyrkjaránið, voru
útbærar og vel fleygar, enda taldist slíkt ekki til einka-
mála á þeirri öld, sem hilma mætti yfir þjóðfélaginu að
skaðlausu.
Það hefur verið rótgróin skoðun og lítt véfengd, að
Guðríður hafi þetta haust engar fréttir haft að heiman.
Ég veit ekki, á hverju menn hafa getað byggt vissu sína
um það. Mér finnst varla hugsanlegt, að hún hafi ekki
fengið sannar fréttir af heimilishögum í Stakkagerði. Og
trúlegast, að hún hafi þar á ofan spurt þaö, að Eyjólfur
var kominn í sjóinn. Það liggur fyrir skjalfest að hann
drukknaði á fyrra hluta ársins 1636. Þau afdrif hans og
skipshafnar hans (bróðir hans fórst á sama skipi) vita
allir, þegar Vestmannaeyjaskipið siglir héðan til Kaup-
mannahafnar síðsumars þetta ár, skipið, sem Guðríður
hefur mænt eftir og leitað uppi hið fyrsta hún gat.
Hrásvalir danskir haustvindar hafa verið naprir eftir
breiskjuna í Alsír. Allar líkur eru á því, að miklum mun
kaldari gust hafi lagt að henni norðan frá íslandi og
bitið dýpra. Hún var ekkja í tvöföldum skilningi. Hún
hafði háð hetjulega baráttu. En til hvers?
Guðríður var ekki komin yfir harminn eftir drenginn
sinn, hvernig sem hún hefur misst hann. í nær áratug
hafði hún verið mállaus ambátt, án þess að mega vænta
nokkurs tillits, allar tilfinningar varð hún að byrgja með
sjálfri sér. Það sem svalaði henni í glóðheitri móskunni
syðra og svíaði henni í þeim hörmungum, sem hún nefnir
í bréfi sínu, var hljóður draumur um að ná aftur heim
og hefja lífið að nýju með manni sínum. Hún hafði stritað
og strítt til þess að sá draumur mætti rætast. Nú var
hún vakin upp af honum með harkalegum hætti.
Hún þarf ekki að hafa verið tiltakanlega örgeðja, eins
og sumir sagnamenn þykjast vita, þó að nú hafi brimað
þunglega í sál hennar. Hún hafði orðið að bera allar
byrðar næstliðinna ára ein og þögul. Nú var sem hrelling-
ar og sárindi þeirra ára kæmu yfir hana með nýju og
miskunnarlausu heljarafli. Hvernig sem geðslagi hennar
hefur verið háttað, hefur hún haft þörf eðlilegra manna
á því að geta sagt „einum allan hug“.
Hér er getið í eyður, vel veit ég það. Guðríður hefur
mátt sæta því, að lesinn væri misjafn texti af auðum
síðum lífsbókar hennar, og sjaldnast af samúð né í því
skyni að setja sig í hennar spor.