Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 27
að sækja Sigríði yfirsetukonu á Loftsstöð-
um. Helgi fékk lánaðan gæðing og varð
heldur skammbúinn til ferðarinnar, m.a.
sögðu sjónarvottar að axlaböndin hefðu
lafað. Nú hleypti Helgi gæðingnum og
sögðu þá menn að axlaböndin hefðu staðið
aftur af Helga eins og þandir vængir.
Anna sagði söguna af sínum búskap þann-
ig, að Helgi hefði alltaf verið einsog bein-
skorinn hundur og aldrei hreyft sig nema
í þetta eina sinn, þegar Margrét kom í
heiminn og kerlingin reykti kardusinn.
Þegar Anna var orðin öldruð færðu strákar
henni klút, sem þeir sögðu að væri gjöf til
hennar frá Tryggva Gunnarssyni. Hann
var Sunnlendingum að góðu kunnur fyrir
byggingu brúar yfir Ölfusá, og orti Anna
vísur til Tryggva af því tilefni, sem Tryggvi
kannaðist ekkert við.
En þótt baslið væri stórt og fátæktin
mikil var reynt að hlúa að aumingjum eftir
bestu getu. í Búðarhúsum á Eyrarbakka
þótti þeím gott að vera, sem lifðu á opin-
beru framfæri, enda sá Hildur, móðir séra
Eiríks J. Eiríkssonar, vel um utangarðs-
fólkið. Þar var líka mikill gestagangur eins
og von var í sjálfum kaupstaðnum. I Búðar-
hús kom Imba slæpa og reifst og skammað-
ist á nóttum við draug, sem hún hafði fyrir
ofan sig í rúminu. Virðist þetta hafa verið
hið harðasta sambýli. Rekkjunautur Imbu
slæpu varð ekki hrakinn frá henni utan
einu sinni, þegar telpukorn taldi sig ekki
geta sofið fyrir strák, sem stæði við rúm-
stokkinn. Við þriðju kvörtun tók önnur
gömul kona sig til og sópaði gólfið og þuldi
fyrir sér. Við það hvarf aðsóknin og Imba
slæpa átti rólega nótt. Þá eru sagnir af
því að vart varð við álfkonur á Stokkseyri.
En í fásinninu þurfti fleira til. Gaul-
verjabæjarprestur kom eitt sinn að Baugs-
stöðum, frægum bæ kenndum við rjómabú,
og vildi láta krakkana lesa. Þegar hann
opnaði Nýja testamentið kom nafnaþula,
Nú er Lefoli-verzlun á
Eyrarbakka löngu fyrir bí og því
miður voru húsin rifin. En
Guðlaugur kaupmaður stendur
sína pligt þótt ekki sé alltafös
hjá honum. Á neðri myndinni sést
verslunin hans.
sem hafði verið skrifuð í það fremst til
minnis. Þar voru hér um bil allir meðlimir
sóknarinnar skráðir, þeirra á meðal sjálfur
presturinn, sem fengið hafði nafnið
Hempusíður. Helgi á Tóftum var kallaður
Tóftarlómur.
Austur frá Stokkseyri lá þjóðleið hin
neðri um Nautavað á Þjórsá til sveitanna
fyrir austan. Þar sér enn fyrir tugum gatna
á um þrjú hundruð metra breiðu svæði.
Menn úr uppsveitum fóru um Hólavöll.
Og á öldinni sm leið þótti bera við að setið
væri fyrir mönnum í þessum götum og
þeir rændir. Það gerðist í náttmyrkri,
þegar menn riðu fullir úr kaupstað, og var
undantekningarlaust kennt draugum. Á
þessum slóðum var draugur barinn með
svipu og þótti merkilegt. Læna er ofan við
sandbakkann frammi við fjöruna og hafði
verið lögð girðing ofan við hana. Maður
kom úr kaupstað og reið góðum hesti
austur fyrir Stokkseyri. Komið var myrkur
og hélt maðurinn sig frá sjónum til að losna
við drauga, sem kynnu að vafra um í fjör-
unni, alræmdir fyrir að vilja draga menn
í sjóinn. Fannst honum að hann ætti að
sveigja meira frá sjónum, en þá snarstans-
aði gæðingurinn. Maðurinn var skjóthuga
og vissi að nú voru þeir komnir fjandarnir
og höfðu stöðvað hestinn. með fítonskrafti
reiddi hann upp svipuna og sló henni fram
með makka hestsins svo söng í svipuólinni.
En um leið og hann lét höggið riða var
svipan þrifin af honum. Fannst honum að
þar hefði þrifið til sá einn djöfull, sem
væri rammaukinn, og sneri hann því frá
hið skjótasta og hleypti til Stokkseyrar.
Morguninn eftir vildi hann líta á verksum-
merkin. Þá var komið bjart veður og engir
draugar á ferli, en svipan hékk á girðing-
unni, og hafði ólin vafist um harðstrengdan
vírinn.
Sagt var að menn væru í vomum, þegar
þeir biðu sjóklæddir eftir hvort gæfi til
róðurs. Það voru vomur þegar Bergur í
Móakoti vildi heldur kúra í rúmi sínu en
standa í sjóklæðum í verbúðinni og bíða.
Þá sendi formaðurinn svartskeggjaðan og
loðinbarðalegan strák til að vekja hann.
Þegar hann kom á gluggann yfir Bergi
stökk hann fram úr og klæddi sig. Félagar
hans biðu byrjar þegar Bergur birtist.
Hann sagðist hafa haldið að Kolbeinn
væri kominn. Hvaða helvítis Kolbeinn?,
þaut í formanninum. Sagt var að
Skerflóðs-Móri fylgdi honum, en Móri mun
hafa verið förupiltur, rekald úr Skaftáreld-
um, sem úthýst var á einum Hraun-
bæjanna. Ekki höfðu menn fyrr vitað að
hann héti Kolbeinn.
Tilfelli eins og hér er lýst, hjátrú og
hindurvitni, jafnvel miðin góðu aftanköld
og Einar romm, eru fyrir löngu horfin úr
Stokkseyrarhreppi hinum gamla. Nú er
lifað þar fjölbreyttu mannlífi þar sem
verðmæti eru sótt bæði til lands og sjóar.
Eyrarbakki hafði lengi verið helsta versl-
unarstöðin allt frá því á þjóðveldisöld, um
tíma voldugs kirkjustóls, sem þurfti sína
kirkjuviði, og fram til einokunarverslunar.
Þeirri aðstöðu lauk ekki fyrr en með vígslu
Ölfusárbrúar 8. september 1891. Stokkseyri
hafði verið hin stóra útróðrarstöð, en fyrir
og eftir síðustu aldamót reis þar mikil
verslun, sem stóð með blóma um tíma.
Þangað komu skip af hafi með varning.
Segir sagan að kaupmenn á Eyrarbakka
hafi brugðið upp kíki til að sjá „rjúka úr
lótorfunni." Verslunin á Stokkseyri var
tegngd sauðaútflutningi til Englands, svo-
nefndum Zöllners viðskiptum. Eyrar-
bakkaverslunin byggði einnig á viðskiptum
við bændur. En brátt tók Selfoss til sín
stöðugt stærri hluta verslunar og drap i
dróma viðskiptamiðstöðvar við ströndina.
Með brúnni yfir Ölfusá urðu Eyrarbakki
og Stokkseyri utan þjóðleiðar. Nú kallar
fólk í þessum byggðum á duglegan ferju-
mann á ferjunesinu gamla, þar sem heitir
Óseyrarnes. Það vill komast leiðar sinnar
til hafnar í Þorlákshöfn. Það unir því ekki
að standa öllu lengur í vomum. Brú á
Ölfusárósa myndi leysa það úr álögum.
Bæöi á Eyrarbakka og Stokkseyri fer
fram umtalsverð fiskvinnsla. Þótt hafnirn-
ar séu erfiðar landa bátar fiski þar þegar
gefur á sjó. Miklu hefur verið kostað til
hafnargerðar á báðum stöðum. Grjót til
þeirra er sótt upp í Grímsnes og hefði
kostnaður betur verið kominn í nýja brú.
Menn hafa við orð að setja megi niður
kartöflur i bátalæginu þrátt fyrir mikið
grjót úr Grímsnesinu. Þess vegna hafa
þeir eystra eftir Sverri Hermannssyni,
menntamálaráðherra, þegar hann kom á
Stokkseyri, að frystihúsið við hafnleysuna
væri eins og gríðarlega stórt kúabú uppi á
Vatnajökli.
Þótt nú séu vomur skal engu kvíða um
framtíð byggðanna tveggja. Þær fá sína
brú áður en langt um líður. Það hafa alltaf
búið Iandnámsmenn og sæfarendur á
Eyrum. Nafn sitt fékk Stokkseyri af set-
stokkum Hásteins Atlasonar. Þá rak á land
við svonefnt Stál á Stokkseyrarfjöru. Og
enn er fólk að stinga niður setstokkum
sínum þarna á ströndinni af því það vill
aðeins góðu trúa um bjargarvonir 1 fram-
tiðinni.
í bvfíd og önn dagsins meðan beðið er ettir brúnni, sem veita mun nýju Hfi á Eyrar. Jón Grímseyingur í stofunni heima hjá sér á
en hin myndin er úr netaverkstæði á Eyrarbakka.
vsgmmim
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 27