Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 38
Lestur bókmennta hefur löngum
skipað háan sess meðal íslensku
þjóðarinnar. Islendinga sögur eru
sú grein fornbókmennta sem notið
hefur hvað almennrasta vinsælda
hér á landi og hafa þær veitt okkur
innsýn í hugarheim fornaldar og
verið okkur ómetanleg hjálp í
varðveislu móðurmálsins. Um
þessar merku bókmenntir og áhrif
þeirra á síðari tíma bókmenntir
hafa mörg orð fallið. Er ekki
ætlunin að feta þá hálu braut hér,
heldur verða teknir fyrir tveir
þættir er lúta að hugmyndafræði
fornrita okkar, hin ríka örlagatrú
forfeðra vorra, ásamt með
hetjuhugsjónum þeirra. Leitað
verður fanga í ýmsum íslendinga
sögum og einnig lítillega stuðst
við Eddukvæði. Fyrst verður
stuttlega drepið á skapgerð
forfeðranna. Að því búnu verður
fjallað um aðalsmerki sannrar
hetju og hetjudáðir og verða
ranghverfu hetjuhugsjónarinnar
gerð einhver skil. Að síðustu
verður fjallað um örlagatrú í
fornbókmenntum.
EFTIR MATTHÍAS
ÆGISSON
má
Eigi
sköpum
renna
Um hetjuhugsjónir ogforlagatrú fornbókmenntum okkar
/ij’i
S/ J
W'-Pc
fyj
Skaplyndi Forfeðranna
Við lestur íslendinga sagna hrífst lesandinn
ósjaldan inn í atburðarás sem tengd er
saman af ákveðnum hefndarþáttum. Les-
andinn gerir sér fljótt grein fyrir þessari
hefndarkeðju sem oftast á sér smávægilegar
orsakir í fyrstu. Lífsskoðanir manna leyfðu
þeim ekki að slíta þennan hlekk. Hinar
ríkjandi aðstæður neyddu menn til að
fullnægja þessari skyldu. Hin ýmsu víg
þessara tíma eiga rót sína að rekja til
þessara þátta.
„Deiluefni íslendinga sagna eru með
ýmsu móti. Stundum er barizt út af
konum, stundum út af eignum, stundum
vegna illmælgi, stundum út af ofbeldis-
árás, en oft af smávægilegri atvikum.
En eitt er sameiginlegt öllum þessum
deiluefnum. Einhver maður hefur orðið
fyrir skapraun, sem hann telur sér skylt
aðhefna.*1
Virðing skipaði háan sess í hugum for-
feðra okkar. Þeir voru mjög viðkvæmir
fyrir öllu því sem skert gat virðingu þeirra
og var þeim þá lundin bráð. Skapmiklir
menn voru þeir með eindæmum og var
vissara að verða ekki á vegi þeirra, þegar
þeir voru í slíku ástandi. En aðrir þættir
urðu til þess að efla alls konar metnað og
framagirni í hópi forfeðranna og er þar
efstur á lista ætternismetnaðurinn.
„Helgasta skylda einstaklingsins var að
halda á lofti heiðri ættar sinnar, í orði og
verki, að halda við frægðarljóma hennar
og auka hann enn meir, ef kostur gafst.
Honum bar til þess að vinna, að óbornar
aldir kölluðu hann kynfrömuð. Hið glæsi-
lega dæmi forféðranna, margfegrað í sög-
um og kveðskap, stóð honum sí og æ fyrir
hugskotssjónum, knúði hann fram til at-
orku og fyllti sál hans fyrirlátslausri
frægðargirni. Hann varð að hefja sjálfan
sig jafnhátt fyrirmyndinni, því að annars
kostar brann á enni hans svívirðing ættler-
ans og heilladísir feðranna sneru við hon-
um bakinu.“2
í beinu framhaldi af þessu skulum við
gefa Ólafi Briem orðið: „Þessi siðferðilega
samábyrgð innan einstakra ætta á rót sína
að rekja til þess, að sæmdin var ekki að
öllu leyti séreign einstaklingsins, heldur
einnig sameign ættar hans. Hver sá, er
vann frægðarverk, gerði allri ætt sinni
sóma, en níðingurinn var ættarskömm.
Sómatilfinningin er burðarásinn i flest-
um íslendinga sögum. Nær ailar deilur
risu af særðri sómatilfinningu, sem ætt
eða einstaklingur hlaut að reyna að rétta
við. Án sæmdar var lífið einskis virði, og
orðstírinn var í raun og veru hið eina, sem
gaf því varanlegt gildi." 3
Við skulum ekki fara lengra út í þessa
sálma að sinni þar eð þessir þættir fléttast
inn í síðari hluta þessarar greinar.
Beinar mannlýsingar í fornsögunum
gefa yfirleitt lítið til kynna um skapgerð
forfeðranna. Persónur sagnanna lýsa sér
sjálfar með athöfnum sínum og tali og af
þeim þáttum getur lesandinn ráðið hina
sterku þætti í skaplyndi þeirra. Við fáum
aldrei að skyggnast inn í hugarheim per-
sónunnar, heldur upplifum við dramatíska
tjáningu tilfinninganna. í Egils sögu
Skallagrímssonar finnum við góð dæmi
þessa. Þekkt er lýsingin af Agli, er hann
Hetjan á fleygiferd:
Skarphéðinn flýgur eftir ísnum á Markarfljóti, en Þráinn liggur í blóði sínu. Lýsingin í Njálu á þessum garpskap hefur löngum
verið fslendingum hugstæð, enda mikilfenglegt að stökkva yfir Markarfljót, 12 álnir milli höfuðísa. Á myndinni er fljótið þó
fremur sem sakleysislegur bæjarlækur. Það er eftir danskan málara frá öldinni sem leið, Otto Bade, og er ein þeirra mynda, sem
Björn Bjarnason gaf íslendingum 1884 og myndaði með þeirri gjöf Listasafn íslands.