Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 39
fór á fund Aðalsteins konungs, eftir lát
Þórólfs, bróður síns.
„Egill settisk þar niðr ok skaut skildin-
um fyrir fætr sér; hann hafði hjálm á
höfði ok lagði sverðit um kné sér ok dró
annat skeið til hálfs, en þá skelldi hann
aptr í slíðrin; hann sat uppréttr ok var
gneyptr mjök ... en er hann sat, sem fyrr
var ritað, þá hleypði hann annarri brúninni
ofan á kinnina, en annarri upp í hár-
rætr... Ekki vildi hann drekka, þó at
honum væri borit, en ýmsum hleypði hann
brúnunum ofan eða upp.“ 4
Við verðum einnig vitni að þessu við lát
Böðvars Egilssonar. Við skulum grípa
niður í söguna þar sem Egill hefur fregið
lát Böðvars og riðið með lík hans til haugs
Skalla-Gríms: „En svá er sagt, þá er þeir
settu Böðvar niðr, at Egill var búinn: hosan
var strngð fast að beini; hann hafði furst-
anskyrtil rauðan, þröngvan upphlutinn ok
láz at síðu; en þat er sögn manna, at hann
þrútnaði svá, at kyrtillinn rifnaði af honum
ok svá hosurnar." 5
Hér er okkur ekki veitt innsýn í hugar-
heim Egils, heldur eru það athafnir hans
sem vitna um líðan hans.
Áhrif hins hrjóstruga umhverfis okkar,
í hinni hörðu lífsbaráttu, hafa átt sterkan
þátt í mótun skaplyndis okkar og lífsskoð-
ana. „Víkingarnir, sem létu fyrstir frá
landi út á opið haf, voru aldir upp í um-
hverfi, sem hafði bundið þá í báða skó.
Þeir áttu ekki einungis að etja við úlf og
björn, vetur og harðindi, nízka jörð, sem
þeir erjuðu með lélegum tækjum og sveik
þá oft um uppskeru, svo að úr varð sultur
og seyra. Náttúran var öll vitund gætt,
byggð duttlungafullum vættum, sem aldrei
var á að ætla ... Engu var treystandi. Við
því mátti búast um hver vetrarsólhvörf,
áð sólin hækkaði ekki aftur á lofti, aldrei
voraði framar, fimbulvetur gengi í garð ...
Trú og lífsskoðun voru runnar upp úr þessu
umhverfi." 6
Af þessu má ráða að forfeður okkar voru
hvattir til dáða af ögrun náttúrunnar og
hefur það átt mikinn þátt í mótun eðlisfars
þeirra.
Hugdirfska Og Hetjulund
„Deyrfé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyraldregi,
hveim er sérgóðangetur.“(76) 7
Hér að framan var þess getið að í hugum
forfeðra vorra hafi orðstírinn í raun og
veru verið hið eina sem gaf lífinu gildi.
„Orðstírinn er afleiðing manngildisins
og framhald þess. Með honum verður líf
manns, þegar hann er sjálfur liðinn, starf-
andi afl í lífi kynslóðanna, öld eftir öld.“
8
Og enn eitt dæmi um þennan hugsunar-
hátt hetjunnar finnum við hjá Birni
Bjarnasyni: „f eldheitri aðdáun fyrir sigur-
sælli tilveru, með römmustu fyrirlitningu
fyrir kjarkleysinu sækir hún ótrauð fram
að því marki, er hún hefur sett sér, og
vill heldur bíða bana en missa þess; því
að betri er stutt ævi framarík en langt líf
við lítinn orðstír." 9
íslendinga sögur hafa verið kallaðar
hetjusögur. Skulum við því gera þeim þátt-
um, er prýða áttu hetjuna, stutt skil. Fyrst
ber að nefna kröfuna um drengskap: „Að
ganga á bak orða sinna eða fremja nokkurt
ódrengilegt verk kemur sannri hetju aldrei
til hugar. Hún er „grandvör", „hvardygg",
„eiðvönd", „haldinorð" og hreinskilin í
atferli sínu við háa og lága.“10
Hetjan skyldi aldrei láta blett falla á
sæmd sína. Á henni mátti ekki greina nein
veikleikamerki og reisn sinni átti hún að
halda í meðlæti sem mótlæti. Henni bar
að ganga mót hverri raun með hugprúðu
hjárta. Viljastyrkur hennar átti að vera
ofar líkamsþreki. Hetjan gat verið fim að
beita vopnum, en það var enginn mæli-
kvarði sannrar hetju. Enginn gat orðið
hetja sökum vígfiminnar einnar. Hetjan
átti að vera seinþreytt til vandræða en
engu að síður bar henni að halda hlut
sínum fyrir hverjum sem var. Jafnvel
andspænis dauðanum átti hún að vera
æðrulaus og hugprúð. Eins og áður var
getið, voru þeir menn sem brugðust að
fullnægja hefndarskyldunni, álitnir væskl-
ar og í augum hinna fornu kappa var fátt
viðurstyggilegra. Á mönnum hvíldi sú kvöð
að hefna frænda sinna og vina.
En þessir þættir sem hér að framan
greinir, þurftu ekki ávallt að vera til stað-
ar, til að „réttlæta" mannvíg. Oft réðu
duttlungar gjörðum manna og vildi þá
iðulega til að menn voru vegnir án minnsta
tilefnis. í Fóstbræðra sögu finnum við
dæmi þessa.
Þar er maður nefndur Þorgeir Hávars-
son. Atgerðir hans voru lítt til þess fallnar
að marka honum bás meðal hetjanna.
Hann leitaði á menn til þess eins að svala
vígalöngun sinni.
„Þorgeirr hafði riðit undan suðr, ok er
hann kom til Hvassafells, stóðu þar menn
úti. Sauðamaðr var þá heim kominn frá
fé sínu ok stóð þar í túninu ok studdist
fram á staf sinn ok talaði við aðra menn.
Stafrinn var lágr, en máðurinn móðr, ok
var hann nökkut bjúgr, steyldr á hæli ok
lengði hálsinn. En er Þorgeirr sá þat, reiddi
hann upp öxina ok lét detta á hálsinn.
Öxin beit vel, ok fauk af höfuðit ok kom
víðs fjarri niðr. Þorgeirr reið síðan í brott,
en þeim fellust öllum hendr, er í túninu
höfðu verit."11
Og er Þorgeir var spurður, hví hann
dræpi þennan mann, varð honum að orði:
„Eigi hafði hann nökkurar sakar til móts
við mik, en hitt var satt, at ek mátta eigi
við bindast, er hann stóð svá vel til höggs-
ins.“12
í Gerplu hefur Halldór Laxness þetta
að segja um hetjuna. Þórelfur húsfreyja,
Skarphédinn Njálsson er hin dæmi-
gerda hetja og því hlutverki trúr,
hvað sem á dynur: Glottir við tönn
þegar hann á engrar undankomu
auðið í brennunni. Á myndinni að
ofan er hetjan Skarphéðinn aftur á
móti í Lögréttu á Aiþingi, þar sem
hann lendir í rimmu við Flosa út
af fébótum fyrir Höskuld Hvítanes-
goða. Málverk eftir Einar Hákonar-
son.
móðir Þorgeirs Hávarssonar, er hér „mál-
pípa“ höfundar: ... „hetja tekur lítt af um
flesta hluti og fæst ekki af honum lof né
last, og ekki utan það orð sem hann er á
hverri stundu reiðubúinn að styðja með
vopni: eru eingi svör rétt uppi höfð í neinu
máli utan sannyrði sverða. Dugur manns
í ófriði, hreysti og slægviska, það er mann-
gildi hans.
Hvort hann lifir leingur eða skemur,
hvort hann stendur eða fellur í orustu,
aungu máli skiftir það ef frægðarljóma
ber á verk hans. Það voru manngæði að
vera jafnóhræddur um líf sitt þótt við
ofurefli væri að etja, eins og þá er menn
höggva máttarlítinn óvin sinn óviðbúinn
... Aldregi skyldi góður dreingur láta þá
skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef
ófriður var í boöi. Það mælti og móðir
hans að góður víkingur þyrmdi aldregi
konu né barni í hernaði.“13
Við skulum nú hverfa frá Gerplu og
halda innreið okkar í Fóstbræðra sögu að
nýju og taka þar fyrir fleiri dæmi um hinn
ranhverfa hetjuskap Þorgeirs.
Þorgeir var óblíður hversdagslega við
alþýðu og óþokkaður. Hetjan átti að vísu
að vera stórlát, en þó alþýðleg við menn.
Þorgeir kunni ekki að hræðast, en að
öðru leyti var hann vanur flests sem tengd-
ist hetju eða hetjuskap. Sigurfljóð hús-
freyja ber honum á brýn heigulskap og
Þorgeir lætur hana storka sér til mann-
drápa: ... „Þér þykist vera garpar miklir,
þá er þér eruð í þeim veg at kúga kotunga,
en hræðizt þegar, er í mannraunir kemur.“
Þá spratt Þorgeirr upp ok mælti: „Standið
upp, sveinar, ok launið húsfreyju gist-
ing.“ 14 Siðan fóru Þorgeir og hans félagar
og vógu menn að áeggjan hennar.
Þorgeir gekk einnig á bak orða sinna,
en eins og að framan greinir, gat sönn
hetja aldrei lagst svo lágt.
Gautur Sleituson og Þorgeir áttu eitt
sinn í deilum. Þann fyrrnefnda hafði skort
eldivið og hafði hann því gengið til búða
Þorgeirs og tekið ofan spjótskefti hans og
skjöld. Eldaði hann þetta síðan undir katli.
Annan dag tók Þorgeir sig til og „efndi
hefnd fyrir hnekk“. Gautur hjó þá til
Þorgeirs sem bar af sér höggið, en skeind-
ist hann þó lítt á fæti. Hlupu þá menn á
milli þeirra og reyndu að fyrirbyggja frek-
ari árekstra, þeirra í millum. Þá mælti
Þorgeir: „Eigi þurfið þér at halda mér, því
at ek mun mik nú til engis ófriðar líkligan
gera.“ 16 Ekki þarf að orðlengja það að um
nóttina reis Þorgeir úr rekkju og fór inn
i tjald Gauts og klauf hann í herðar niður.
Áður en lengra verður haldið, langar
mig að gera örlitla grein fyrir einni af
hetjum fornkvæðanna. Völsunga saga er
mjög sérstæð saga og harmsaga í öllu eðli
sínu. í henni eru feiknanlegir atburðir
settir á svið með hrikalegum afbrotum og
stórfenglegum manndrápum af furðulegri
grimmd. Signý Siggeirsdóttir er ein af
þeim hetjum sem gátu boðið hinni almennu
lífsskoðun birginn.
Hún var kona Siggeirs konungs sem réð
fyrir Gautlandi. Þrátt fyrir hefndarverkin
sem hún drýgir, stendur hún upp úr. Hún
fórnar öllu til að koma fram föðurhefndum.
Hún drepur börn sín og elur barn með
bróður sínum. Allt er þetta svívirðilegt og
við veltum því fyrir okkur hvort hægt sé
að fara mikið neðar í viðurstyggð. Hefnd-
arskyldan var svona rík. Signýju var boðið
líf, hún hafnaði. „Hefi ek ok svá mikit til
unnit, at fram kæmist hefndin, at mér er
með engum kosti lift. Skal ek nú deyja
með Sigurgeiri konungi lostig, er ek átta
hann nauðig." 16
Kvöð héfndarinnar veldur glæpum
Signýjar. Við skynjum hana sem mikla
konu og hetju. Hún var tilneydd að láta
drepa mann sinn og börn, til að sinna
hefndarskyldunni.
í þessum þætti ritgerðarinnar hefur mér
orðið tíðrætt um Þorgeir Hávarsson, en
ógleymanleg er lýsingin á hetjudauða
Þormóðar Kolbrúnarskálds, fóstbróður
hans:
„Svá er sagt, þá er lokit var bardaganum,
at Þormóðr væri ekki sárr. Hann harmaði
þat mjök ok mælti: „Þat ætla ek nú, at
eigi muna ek til þeirar gistingar sem
konungr í kveld, en verra þykkir mér nú
at lifa en deyja.“ Ok í því bili, er hann
mælti þetta, þá fló ör at Þormóði ok kom
fyrir brjóst honum, ok vissi hann eigi
hvaðan at kom. Því sári varð hann feginn,
því at hann þóttist vita, at þetta sár mun
honum at bana verða."17
Þormóður lét sig ekki muna um að kveða
nokkrar vísur á eftir þessu. Nú skulum við
grípa niður í Ólafs sögu helga og upplifa
það hvernig Þormóður mætti örlögum
sínum. Þegar hér er komið sögu er Þormóð-
ur búinn að kippa út örinni; „En þar váru
á krókar, ok lágu þar á tágar af hjartanu,
sumar rauðar.sumar hvítar, ok er hann sá
þat, mælti hann: „Vel hefir konungrinn
alit oss. Feitt er mér enn um hjartarætr."
Síðan hné hann aptr ok var þá dauðr.“ 18
Þannig var hetjudauðinn fyrir hugskots-
sjónum hins rómantíska fólks sem setti
þetta saman.
Gísli Súrsson deyr sönnum hetjudauða.
í lok sögunnar sækja að honum tólf menn,
LESBÓK MORGUNBLAOSINS 24. DESEMBER 1985