Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 43
Jóhahna Krístín Yngvadóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir, f. íReykjavík 1953, erafyngstu kynslóð virkra listakvenna, sem er f. íReykjavík 1958, nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands ogþarnæst við ekki síður kröf uhörð um menntun sína en hin eldri, þannig nam Jóhanna Listaháskólann í Múnchcn í4 ár. Hún hlaut æðstu viðurkenningu skólans ásamt Í4ár við Myndlista-og handíðaskóla íslands og önnur fjögur ár við öðrum nemanda svo ogýmsar aðrar viðurkenningar þar íborg. Ríkisháskólann í Amsterdam. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 43 Þorbjörg Höskuidsdóttir, f í Reykjavík 1939, nam við Myndlistaskóla Reykjavíkurog síðan við Listaháskólann í Kaupmannahöfn um árabil. blés þeim í brjóst hverju sinni og listrænt upplag bauð þeim að gera. Að þessu leyti voru verk þeirra minna bókmenntalegs eðlis en karlanna, og er það þeim til sóma, því að hið bökmenntalega inntak má aldrei yfirgnæfa hin mynd- og sjónrænu lögmál. Annað mál er, að bókmenntaleg áhrif geta verið kveikja og aflvaki myndrænna at- hafna, en menn athugi, að slíkt gerist ekki síður á huglægan en hlutlægan hátt. Sjálf hughrifin geta magnað upp margslunginn myndrænan heim og þannig verið tilefni til mikilla átaka. Það hefur og gerzt, að myndlistin hafi ýtt undir sköpunargáfu skálda og rithöfunda og þá öðru fremur fyrir huglæg áhrif. Konur í íslenzkri myndlist hafa þannig ótvírætt haft þau algildu sannindi skap- andi lista í hávegum að koma á framfæri nýjum og ferskum skilningi á almennum hlutum og fyrirbærum í umhverfinu, bregða nýju og óvæntu ljósi á gamalkunn viðfangsefni, eins og sagt hefur verið „koma mönnum með klækjum listar til þess að hugsa og álykta sjálfir um mikils- verð efni", í þessu tilviki á vettvangi sjón- lista. Alls þess, sem er auganu hátíð. Veigurinn í allri myndsköpun er þannig að þrengja sér dýpra inn í heim umhverfis- ins en sjónhimnan ein nemur og gerast hér læs á myndræn atriði — miðla þeim svo til annarra. Þessi óskráðu lög hafa hinar bestu listakonur okkar haft í heiðri, þær voru stoltar í köllun sinni, — listrænt siðgæði þeirra var slíkt, að þær buðu það ekki falt óþroskuðum draumsýnum, þótt harður eðalmálmur væri í boði. Þær áttu því flestar erfitt uppdráttar lengi vel og sumar allt sitt líf, misskildar og vanmetnar af fjöldanum. Fyrir það eiga þær ómælda virðingu skilda. Hér gildir það að setja sér takmark í upphaf i og hvika ekki frá því. Þessu skrifi var ekki ætlað að verða sagnfræði, heldur almenn úttekt á stöðu Helgadóttir og Louise Matthíasdóttir al- farið á erlendri grund. Að hluta til þær Ragnheiður Ream og Valgerður Hafstað. Fleiri dæmi mætti og nefna svo sem Maríu H. Jónsdóttur, er nam og starfaði í Dan- mörku, og svo margar aðrar, sem eru minna þekktar. íslenzkar listakonur á myndlistarvett- vangi hafa þannig ekki farið varhluta af erfiðleikum þeim og skilningsleysi, er mætti ýmsum karlmálurunum og neyddi þá til að finna list sinni farveg ytra. Á tímum formbyltingarinnar miklu eftir heimsstyrjöldina síðari var Nína Tryggva- dóttir samstiga karlmálurunum og stóð þeim í engu að baki að djörfung og áræði, og fljótlega bættist svo Guðmunda Andrés- dóttir í hópinn, sem alla tíð hefur starfað hérlendis og goldið fyrir það að mörgu leyti. Hið sorglega við íslenzka myndlist er, að þeir sem ekki hafa einhvern frama erlendis list sinni til fulltingis, eiga flestir á brattan að sækja, aðhyllist þeir framúr- stefnuviðhorf, sem ekki skara landslags- hefðina. Það er náttúrulega ósköp eðlilegt, að á miklum umbrotatímum í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar efldist þjóðernis- kenndin við vitundina um hina miklu menningarlegu arfleifð, sem óspart var hent á lofti og vitnað til í ræðu og riti. Hér voru það bókmenntirnar, sem voru sá þjóðlegi arfur, er á allt annað skyggði. Menn hófu svo fljótt að uppgötva sér- kenni landsins, hrikaleika þess og sér- kennilega fegurð í ríkum andstæðum og óendanlegri fjölbreytni. Skáldin vegsöm- uðu þessa fegurð, og það var ekki annað en eðlilegt, að fyrstu málararnir tækju að festa hana á léreft, enda var hér um ótæm- andi hugmyndanámu að ræða. Það voru hin ytri sérkenni, er lengi vel réðu ferðinni, og þó í frjálsri mótun og á stundum var þjóðsagan með í leiknum, — álfar og huldufólk mörkuðu þá sviðið. Hér voru konurnar með í leiknum, en þó í minna mæli en karlarnir, þær héldu sig við svið raunveruleikans, sem þær færðu í stílinn eftir því hvernig andinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.