Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 18
Haddurinn Áslaugar Um hinstu kveðju Áslaugar Sigurðardóttur Fáfnisbana til Ragnars konungs loðbrókar Ragnars saga loðbrókar er ein hinna ágætustu meðal svonefndra fornaldarsagna Norður- landa. Hefur hún nýlega komið út ásamt Yölsunga sögu í handhægri kiljuútgáfu sem Örnólfur Thorsson sá um, og er í þessari grein hvarvetna til þeirrar útgáfu vitnað. Kunnust mun vera frásögn sögunnar af því hvemig Ragnar kynntist síðari konu sinni, kotungsstúlkunni Kráku, er síðar reyndist vera engin önnur en Áslaug, dóttir Sigurðar Fáfnisbana og valkytjunnar Bryn- hildar Buðladóttur. Hann fysti að sjá hana vegna þess ssem honum var sagt af fegurð hennar, og freistaði um leið ráðkænsku hennar með því að hún kæmi „hvorki. . . klædd né óklædd, hvorki mett né ómett, og fari hún þó eigi ein saman og skal henni þó engi maður fylgja." Þetta skilyrði upp- fyllti hún greiðlega, hið fyrsta með því að taka silungsnet „og mun eg það vefja að mér, en þar yfír utan læt eg falla hár mitt og mun eg þá hvergi ber“. En „hár hennar var svo mikið að tók jörð um hana“, eins og þar stendur, og „var fögur tilsýndar er hár hennar var bjart og sem á gull eitt sæi“. Hár Áslaugar er með öðrum orðum eitt aðalatriðið í lýsingu hennar og gegnir miklu hlutverki við fyrstu kynni þeirra Ragnars. Henni var annars flest vel gefið, svo sem hún átti kyn til, og var auk annars prýði- legt skáld. Enda segir Ömólfur Thorsson um hinar 40 vísur Ragnars sögu: „Athygli- svert er að Áslaug kveður fjórðung vfsnanna, og öll er fjölskyldan piýðilega eftir Helga Skúla Kjartansson skáldmælt." Þau Ragnar hófu líka, þegar á sínum fyrsta fundi, að ljóða hvort á annað. Gefum sérstaklega gaum 4. vísu sögunnar, þar sem Ragnar býður „Kráku" að þiggja silfurbúinn serk er átt hafði fyrri kona hans. Áslaug varð síðan drottning Ragnars og sambúð þeirra löng og atburðarík. Henni lauk méð herför Ragnars til Englands, aug- ljósri feigðarför sem Áslaug gat með engu móti fengið hann ofan af. „Og er hann var búinn, leiddi hún hann til skips. Og áður þau skiljast, kveðst hún mundu launa honum serk þann er hann hafði gefið henni. Hann spyr með hveijum hætti það væri. En hún kvað vísu.“ Og það er skilnaðarvísa Áslaugar sem er efni þessarar greinar að skoða og skýra; hún leynir á sér. Áslaug er að gefa bónda sínum vopnserk, töfrum búinn, sem engin vopn bíta, eins og segir í síðari hluta vísunnar: Mun eigi ben blæða né bíta þig eggjar í heilagri hjúpu, var hún þeim goðum signuð. Flíkin er heilög og goðum signuð; athug- um það síðar. En fyrri hluti vísunnar er torskildari: Þér ann eg serk hinn síða og saumaðan hvergi, við heilan hug ofnan úr hársíma gránu. Hún ann honum „serkinn". Nú myndum við segja „serksins", og það hefði líka verið eðlilegt fommál. En málnotkun þessu lík er til í fornum textum (kannski oftar norsk- um en íslenskum ef marka má prentaðar orðabækur) svo að ekki er ástæða til að „leiðrétta" vísuna hennar vegna. Og „ofnan" er auðvitað bara afbrigðileg beyging fyrir „ofmn". S\ / ./,>/ 'll/f \f m m!i iiiií Mynd: Bragi Asgeirsson. Serkurinn er „saumaður hvergi", alveg eins og kirtill Krists var samkvæmt Jóhann- esarguðspjalli „ekki saumaður, heldur frá ofanverðu og niður úr pijónaður" og því ekki hægt að skipta honum án þess að eyði- leggja hann. Er þetta skilið sem tákn um það að kristin trú og kirkja sé ein og óskipti- leg. Hér hygg ég að höfundur vísunnar sé að leggja Áslaugu á tungu hugmynd guð- spjallsins: hin samskeytalausa flík sé tákn fyrir þann heila hug sem Áslaug segist bera til Ragnars. (Hún ann honum serksins „við heilan hug“.) Þá er það eftir sem óljósast er: úr hveiju serkurinn er ofínn. „Úr hársíma gránu“, segir í vísunni. „Síma“ (beygist eins og „auga") merkir þráð. „Úr gránu síma“ þýð- ir úr gráum þræði. En af hveiju „hársíma", hárþræði? Hér er tvennt til. Kannski var þráðurinn hárfínn, grannur eins og hár. Reyndar hef ég séð þá skýringu að þetta sé silkiþráður. Hinn möguleikinn er sá, að efni þráðarins, símans, sé ekki ull, ekki lín, heldur hár. Nú á tímum þekkjum við kanínuhár, úlfaldahár og ég veit ekki hvað fleira. En fommenn hafa varla notað „hár“ til vefnaðar nema tvenns konar: hrosshár og manns- hár. i 'j . í vísunni er ég sann- ,/ , _ færður um að átt sé við ’’ mannshár. Það er grátt, af roskinni per- sónu; auðvitað Ás- laugu sjálfri. Þar með fær ástar- saga þeirra Ragnars hnitmiðaða umgjörð. Við fyrstu kynni þeirra hafði hann boðið henni serk að gjöf, með vísu. Við hinstu samfundi gerir hún hið sama. Og hárið, haddurinn mikli og fagri sem svo miklu máli skipti við fyrsta fund; nú er honum fóm- að sem skilnaðargjöf, hann er ofínn í bryn- skyrtu herkonungsins feiga. Nú skilst líka af hveiju skyrtan er „hei- lög hjúpa“, vopnheld af því að hún var „þeim goðum signuð". Hinn kristni höfund- ur vísunnar vissi sjálf- sagt ekki, að Sigurður Fáfnisbani og hans fólk hafa, að því leyti sem fótur er fyrir tilvist þeirra, verið kristin líka. En hitt mátti hann í vita, að heiðnir menn höfðu ausið börn sín vatni, rétt eins og gert er við kristna skím. Hár Áslaugar var helgað með vatninu. Og það hefur verið helgun meira en í meðallagi, svo nálægt sem foreldr- ar hennar stóðu goðun- um sjálfum; móðir hennar valkyija, ná- komin Óðni — uns hann reiddist henni og rak úr þjónustu sinni — og fróð um þá kunnáttu sem frá Óðni sjálfum var runnin; rúnalistina. Vísumar í Ragnarssögu munu yfírleitt ekki vera fomar, heldur hafa menn smátt og smátt ort þær inn í söguna, jafnframt því sem hún tók öðrum breytinum. Á vissu stigi hafa sögumenn, eftir því sem Bjami Guðnason hefur fært rök að, aukið mjög hlut Áslaugar og gert úr henni eina aðalper- sónu sögunnar. Um leið hafa vísur hennar verið búnar til, þar á meðal sú sem hér hefur verið gerð að umræðuefni. Og hag- lega er hann spunninn söguþráðurinn: frá Kráku hinni gullinhödduðu á fyrsta fundi við víkingakonunginn, til drottningarinnar gömlu sem svo óspör er á lokkana gráu ef konungi mætti að gagni verða. En bak við feril Áslaugar allan bjarmar fyrir göfugum uppmna hennar í heimi hetja og hálfguða. Hárið er tákn þess að drottning er meira en mannleg: „Var hún þeim goðum signuð." Höfundurinn er sagnfrædingur i Reykjavik. Drykkjurútar og vitleysingar EFTIRKNUT ÖDEGÁRD Drykkjurútar, sem heita fallegum nöfnum eins og Konráð eða Adolf, þeir héldu sig í útjaðri Molde. Stundum barst söngur þeirra með vindinum til okkar: Gömul dægurlög eða ömurlegir bænahúsasöngvarar um kross og blæðandi síðusár. í útjaðrinum voru líka vitleysingarnir á reiki, t.d. Lundli sem einu sinni hafði verið í miðskólanum: Á nóttinni hjó hann og sagaði stór tré, hljóðið barst inn í svefn okkar bamanna, blandaðist draumum að fljúga yfír húsþök eða draga væna físka upp úr tjöm sem varð myrkari pg myrkari eftir því sem hún varð dýpri. Dag einn var krossinn hans tilbúinn. Lundli gekk hægum skrefum í hvítu lökunum sínum eftir Stórgötunni með stóra krossinn á bakinu. Á eftir honum drykkjurútamir, Konráð, Adolf og hinir, og þá hópur bama: Eg hélt fast um kastaníuna af kirlqugarðstrénu í vasanum. Lundli hrópaði í björtum tenór og mjóróma Þú skalt taka kross þinn og fylgja mér segir Drottinn! Orð hans fuku sem eldur mót Konráði og Adolf, úttútnaðar drykkjumannsvarir þeirra svöruðu: Fylg mér, segir Drottinn! Og hallelúja! Og hellelúja! Hvítar hendur þeirra hreyfðust eins og vængir í Iofti. Kvalahersingin fór fram hjá Hótel Alexandríu. í vínstofunni gaf að líta rauð andljt sóparanna og gamla fráskilda í vindauganu: í ölvímu veltist Jens sópari í köflóttum sölumannsbúningi og með hálsbindi niður tröppumar á hótelinu og slóst í för með göngunni. Gamli Hansen blikksmiður, fráskilinn í þijátíu ár, með hjartað fullt af fyrirlitningu sinna eigina bama, kom hægum skrefum á eftir í þröngu brúðkaupsfötunum sínum, sem voru allt of kryppluð, og slapandi maga. Gekk í humátt á eftir vitleysingnum Lundli sem söng Fylg mér Fylg mér segir Drottinn því heilbrigðir þurfa ekki læknis við heldur þeim sem sjúkir eru allir eru getnir í synd komið þér sem hafið syndgað og neðan frá bryggjunni kom kerlingartetrið Karen skinhoruð, hún sem var seld fyrir fötu af öli og þekkti buxnahnappana í bænum og rennilásana betur en fjörugar saumakonumar: Hún kom út úr skúmum og bryggjusaleminu flaksandi inn í gönguna. Vitleysingurinn Lundli var að því kominn að hníga undir stóra krossinum sem hann hafði tálgað til og rekið saman á löngum dimmum nóttum, neglt fast með ryðguðum nöglum sem þýskir skildu eftir. Langt að bárust djúpar drunur og elding fór um himininn: Nú leið gangan inn á torgið og bólgin skýin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.