Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 31
á Sá horaði lengst til hægrí — og öll hin goðin með gítarana sína. vart mennskt á köflum. Og einn eftirmiðdaginn vorum við svo sestir framan við grammófóninn og biðum andaktugir eftir fyrstu tónum „Hljóma 1965—68“, samansafnshljómplötum sem SG hafði verið svo vænn að gefa út skömmu áður. Þau komu, hvert af öðru, meistara- stykkin sem svo vel höfðu verið rædd á umliðnum vikum; „Hey, heyrðu mig góða“, „Ástarsæla", „Sandgerður" o.fl., o.fl. Hæst risu þó tilfinningamar þegar „Lífsgleði" hljómaði í öllu sínu veldi og þandi tauga- kerfí Stenna útí ystu æsar. Hann vildi ábyrgjast að ég missti ekki af einum ein- asta tóni, ekki einum minnsta gítarhljómi, úr þessu magnaða listaverki sjöunda áratug- arins. „Núna fer Berti uppá háa séð,“ hrópaði vinur minn, um leið og Engilbert hóf þaninn englasönginn hátt ofar mannleg- um raddböndum. Eg sat stjarfur undir hamförunum. Nei, Stenni hafði engu ofauk- ið í sínum dramatísku lýsingum. Svona söngvari kom ekki fram nema einu sinni, tvisvar á öld. Þegar svo „drengurinn með englaröddina" hafði loksins lokið sér af og Rúnar öskrað úr sér spennuna, barst hin „Lífsglaða tíska" úr titrandi ungmeyjar- barka Shadyar. „Sagði ég ekki,“ æpti Stenni upp og horfði á mig sigrihrósandi augum. Hin lífsglaða tíska var semsé ein af hinum þraut- diskúteruðu laglínum okkar félaganna. Núna fékk ég að heyra hana sjálfur. Þetta var „bítlegra" en orð fái lýst. Eftir þessa reynslu sátum við magnvana í stólum okkar langa hríð uns við komumst í dagsdaglegt hugarástand á ný. Stór stund: Hfjómar leika í Cavern-klúbbnum í Liverpool. sviði tók hann skýra þjóðlega afstöðu, valdi skilyrðislaust íslenskt, sem verður að teljast athyglisvert miðað við hve alþjóðlegt, eður engilsaxneskt, fyrirbrigði bítið í rauninni er. Ég ætlaði einu sinni í bamslegri ein- lægni minni að fá fram mat hans á þeim Bítlum, bjóst svo sannarlega við lofsamleg- um ummælum um þessa frumkvöðla bítsins. Ég fékk hin harkalegustu viðbrögð. Stenni svarði kuldalega, næstum þóttafullur í bragði: „Neiiii,... það er ekkert varið í þá . .. Saxi bróðir á piötu með þeim og ég er búinn að hlusta á þetta allt... Það er bara „Sí lofsjú" og búið, hitt er rusl. Ringó er sá eini sem ber af...“ Já, fátt hefði honum þótt ómerkilegra en Cavem, klúbburinn í Liverpool, altént við hliðina á Glaumbæ, Silfurtunglinu nýja, Lídó eða Krossinum í Keflavtk. Það var einmitt sá síðastnefndi, Krossinn, sem gekk helgi,- stað næst í huga hans þetta umbrotasama vor. Það var þar sem bít-sveitin Hljómar hafði háði sína fmmráun á síðkveldi einu árið 1963, gmndvallarþekking að mati Stenna. Það vom nefnilega Hljómar sem skipuðu fyrsta sætið hjá vini mínum og sjálfsagt hið annað og þriðja líka. Sannfæringar- þróttur og dáleiðsluafl Stenna var gífurlegt. Ég hlaut að hrífast með kjölsogi hrifningar- innar. Þegar líða tók á sumarið fannst mér ég farinn að þekkja þau Gunnar, Rúnar, Erling, Engilbert, Östlund og Shady per- sónulega, allt fyrir milligöngu þessa hrif- næma vinar míns. Og það var rætt um fleiri hljómsveitir; Dátar, Tónar, Flowers, Óðmenn, Hljómsveit Ingimars Eydal og Sextett Ólafs Gauks vom einnig í hávegum hafðar þó „íslensku Bítlamir" vermdu ætíð tindinn í dagdraum- unum. En Beatles, Stones, og Kinks komust vart á blað. „Þetta er erient," sagði Stenni, þá oft með sérstakri lítilsvirðingaráherslu. Með Ímyndaðan Gítar Stenni virtist hafa einhveija óútskýran- lega nasasjón af hinum gömlu Hljómaperl- um og gat flutt gullin brot úr verkum Gunnars Þórðarsonar heilu dagana, þó þau heyrðust ekki nema með höppum og glöpp- um í ríkisútvarpinu þegar þama var komið sögu. Þannig var mér kunnugt um að Engil- bert tók skæra sólóa í „Þú og ég“ og „Lífsgleði" löngu áður en ég heyrði sjálf verkin í frumuppfærslunni og ekki vissi ég hvenær Gunni handlék gítarinn af meló- dískri innlifun eða Shady kom inní með sinn rafmagnaða hreim. Og til að fylgja þessu eftir tók Stenni upp ímyndaðan gítar, færði hökuna fram og sló strengina sem óður væri, rétt eins og Gunni Þórðar væri þama íióslifandi kominn í Krossinum í Keflavík. Annars fannst mér Stenni bestur í Mini Moog-leik, sem hann framkallaði í munn- holinu að mætti Mills-bræðra og sírenuvæl hans var þekkt um allan Kópavog, þótti Maður sem nyög var litið upp til: Engil- bert Jensen. Og bítið magnaðist með hveijum degi. Stenni hafði nú allar klær úti og með elju, natni og þefvísi safnarans tókst honum að verða sér úti um sjaldgæfustu muni úr bít- minjasafninu. Þar á meðal má nefna „Sögu Hljóma", hina myndauðugu og litskrúðugu úttekt Ó.V. blaðamanns í þrautagöngu Keflvíkinganna ungu til frægðar og frama. Svo mikið er víst að það ágæta sagnfræði- rit var Stenna uppspretta mikils lærdóms sem ég fór ekki varhluta af. Samt yfírsást honum það sem mér þótti einna markverð- ast upplýsinga í bókinni, aldur Engilberts. Hann var fáheyrður miðað við „energíið" og bítið í manninum og alveg sömu skoðun- ar var Stenni eftir að ég hafði lagt dæmið upp fyrir hann: „Haaa,... er Berti orðinn svona gam- all?? ... þijátíu og fímm ára??? Haa. Piltur- inn ... Óg alltaf sami bítistinn ...“ „Horaður Strákpiltur FRÁHÓLMAVÍK" Stærsta stundin í þessu safnmunagrúski átti þó eftir að renna upp. Það var daginn sem Stenni kom valhoppandi niður hlaðið hjá mér með tvo dýrgripi undir handleggn- um, báðar Hljómabreiðskífumar frá ’67 og ’68 og þær „orginal", eins og margítrekað var. Það var hætt við að samansafnshljóm- platan frá SG þætti heldur ómerkilegri eftir þennan fund jafnvel þó „orginal" plötumar væru eilítið rispaðar á köflum, kannski gull- tryggði það bara orginalítetið. Og það vom ekki aðeins upptökumar sem þóttu gera þessar tvær breiðskífur gulls ígildi. Stenni var ekki síður heillaður af umslögunum, bít-legum í betra lagi. Munaði þar mest um langa hugleiðingu útgefandans á bakhlið seinni skífunnar, persónulega úttekt á iista- mönnunum og list þeirra, nokkuð sem Stenni vildi láta fylgja hverri útgefínni hljómplötu: „Sko það er eitt gott við hann Svav- ar... hvað hann skrifar alltaf öðlingslega mikið aftan á plötualbúmin. Þetta á alltaf að gera...“ Ein af svipmyndum Svavars úr þessari umslagaskriffinnsku átti eftir að lifa iengi með okkur félögunum. Það var lýsing hans á „horaða strákpiltinum á Hólmavík", sem endur fyrir löngu hafði hímt við hljómsveit- arpall út heilan dansleik hjá Svavari og félögum. Þessi óhemjulegi tónlistaráhugi hins „horaða" gat ekki farið framhjá hljóm- sveitarstjóranum sem tók sveininn tali eftir að allt var um garð gengið. Sá kvaðst heita Gunnar og vera Þórðarson og aðspurður, staðráðinn í því að vera „spilari" þegar hann yrði stór. Hvað sem augljósum eftidum þessa fyrirheits leið þá varð hitt líka víst að upp frá þessu vildum við félagamir helst ekki nefna Gunna annað en „horaða strák- piltinn frá Hólmavík" í daglegri umræðu. (Reyndar sá ég við grandskoðun umslags- ins, nokkrum árum síðar að við höfðum alltaf misskilið Svavar dálítið. Það var semsé „strákpjakkur" en ekki strákpiltur sem hann hitti á Hólmavík um árið. En hvað um það, sá síðamefndi var fyrir löngu búinn að tryggja sig í sessi og enginn til að fást um það, enda ekkert verra að vera piltur en pjakkur.) Þegar líða tók á þetta makalausa sumar hljóp viss óeirð í okkur vinina. Sérstaklega var þetta áberandi með Stenna. Hann var sem á glóðum, eins og hann væri í þann veginn að missa af einhveiju, ^em aldrei kæmi til baka. Ég held að hanp hafí aldrei sætt sig við að hafa í rauninni misst af bít- árunum, upplifuninni sjálfri. Einn daginn þegar við höfðum sökkt okkur niður í myndaalbúm, reis hann skyndilega við dogg og horfði angurvær út um gluggann og sagði stundarhátt eins og hann væri að fullvissa sjálfan sig: „Það er ennþá dálítið bít eftir í götunni, það em ennþá bít-ár að sumu leyti í Kópavogi... Komdu og sjáðu bara götuna ... Sérðu ekki bítið??“ Ég leit út og þóttist skynja það sem Stenni var að tala um. En „bítið" var á undanhaldi, amk. skv. Stenna skilgreiningu. Lokaátakið í fullnaðarmalbikun Kópavogs var nú í fullum gangi og fátt kvaldi vin minn jafn átakanlega. Hann vildi standa vörð um hina fomu ímynd Kópavogs, alla- vega vesturbæjarins, malarvegina, holtin og lausagijótið og öll hálfkömðu stillansa- prýddu húsin. Þannig var hin helga umgjörð bæjarins í Stenna augum, „ .. .eins og það var á bítámnum“. Hann gat þó alltaf hugg að sig við að „bít-legum arkitektúr" varð ekki svo auðveldlega fyrirkomjð. Það var honum t.d. nautn að fara um Öskjuhlíðar- svæðið, ráfa um herbækistöðvamar og dást að Slökkvistöð Reykjavíkur og Loftleiðahót- elinu, hvort tveggja byggingum mikilla geðhrifa enda báðar frá tímabilinu syrgða. „Asni, veistu ekki hvenær Loftleiðahótel- ið var vígt? Þú þarft ekki annað en að virða fyrir þér yfírbragðið og stílinn . . . nú, 1966, maður." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 I' i í 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.