Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 26
um. í bók eftir rússneska málarann Vassily Kandinsky heldur hann uppi vömum fyrir „hinum andlega þætti í myndlistinni". Það var árið 1912. E1 Greco hins vegar málaði þann anda. Blæsterkur Gulur LlTUR - UMMYNDAÐ TÁKN HlNSJARÐNESKA Litakerfið, sem E1 Greco hafði tileinkað sér hjá sínum ítölsku lærifeðmm í Feneyjum og Róm, hafði allt riðlast. Þó er augljóst að blái liturinn og hið rauða í klæðnaði heilagra manna í myndum E1 Grecos á ræt- ur sínar að rekja til Italíu. Hins vegar dregur hann skerpu slíkra lita stöðugt inn í lit- brigði annarra hluta myndarinnar, á himninum, í hinu kröftuga landslagi eða í _ svart, sem þá einnig slær blæ á klæðnað- inn, svo úr verður sérstætt jafnvægi litanna. Franski skáldsagnahöfundurinn Eugéne Dabit, höfundur yfirlitsverks um E1 Greco, bendir réttilega á þann reginmun, sem er á litameðferð Grikkjans, miðað við litameðferð hinna miklu meistara í Feneyjum á þeim tíma: Litimir í málverki E1 Grecos séu síað- ir, stýfðir, breyttir í tónstyrk. Það má ganga enn lengra og raunar segja, að enda þótt klæðnaður sýndur í ríku- legum fellingum í málverki E1 Grecos, sé hárauður, þá kemur þessi staðbundni litur skyndilega fram í öðrum hlutum myndarinn- ar, þar sem maður á sízt von á. í málverkum Cézannes er að finna svipaða endurtekningu á litum á víð og dreif um myndflötinn. Mjög svo einkennandi fyrir list E1 Grecos er blæ- t sterkur, kraftmikill gulur litur sem er honum tákn fyrir gull eða ef til vill öðru fremur fyrir hið jarðneska. TvíeggjuðMynd Myndin af útför Orgaz greifa, sem máluð er í kringum 1586 og enn þann dag í dag hangir í kirkju Santo Tomé í Toledo á sama stað og með sömu ummverkjum og E1 Greco hengdi hana sjálfur upp, býr yfír heilu myndrænu kerfi. Neðri hluti myndarinnar, þar sem hinn heilagi Stefán og hinn hvítskeggjaði dýrðlingur Ágústínus halda á líki greifans, er styrktur af hópi manna, sem standa þétt saman í einni röð, og málaðir eru á mjög raunsæjan hátt. Þar vekur ekki einungis athygli, að hvert andlit út af fyrii sig ber sinn sérstæða svip og yfirbragð, heldur sézt í hveiju andliti, svipað eins og á hinni frægu mynd í Pradosafninu af ridd- aranum með höndina á bijóstinu, likamlegt atgervi hvers og eins. I neðri hluta myndarinar er hið efnislega veigamikill þáttur; það má marka af flúri og knipplingum á hálsmáli, á brókaðskikkj- um hinna helgu mann, en framar öllu á hinum gagnsæja kórkyrtli prestsins, sem stendur hægra megin. Dabit skýrir frá því í bók sinni, að um langt skeið hafi aðeins verið leyft að gera eftirprentanir eða mála eftirmyndir af þessum neðri hluta málverks- *• ins, en efri hlutinn hafí verið bannsvæði. Staðreyndin er, að í efri hluta myndarinn- ar skiptir algjörlega um merkingu í myndmálinu, þótt ekki sé um stílbrot að ræða. Uppsalir hinna sælu himnafursta eru í fjarvídd og fletir allir bjagaðir og úr réttu lagi færðir: í forgrunni sjást englavængir og ský, María mey og Jóhannes skírari og að lokum Kristur — sem líkist meir undir- skrift en mannveru — svo öll þessi sam- steypa myndar einkennilega þveitu á myndfletinum, mildar greinilega þann áber- andi stirðleika, sem einkennir neðri hluta myndarinnar. Sál hins látna greifa sést sem gagnsær drenghnokki, borinn af engli; heil- agur Pétur hallast þama upp að skýi með lauslega rissuðum mannverum á, og er hann ( sýndur í mikilli yfirstærð með lyklana dingl- andi í hendi sér. Frá Hreyfingu Til Hreyf- INGAR í MYNDUM EL GRECOS Þessi mynd er uppstilling eins og svo margar af myndum E1 Grecos. Stærðarhlut- föllum er breytt eftir hentugleika málarans sem og samvirkandi punktum fjarvíddarinn- ar. Myndin tapar nær allri spennu í eftir- myndum, þar sem hin gagnvirkandi svið í myndfletinum, mörk himins og jarðar, öðl- ast þá fyrst rétt gildi, ef maður getur ekki séð allan myndflötinn í einni sjónhendingu eins og á hinni fimm sinnum fímm metra stóru frummynd í Toledo. Augnaráð skoð- andans verður öllu heldur að reika frá einu smáatriði myndarinnar til annars, í raun frá hreyfingu til hreyfingar. Útrétt hönd getur þá alveg eins talað sínu merkjamáli eins og óeðlilega stytt engilshöfuð eða hvítbrydduð dómsdegi" gnæfir heilagur Jóhannes, hulinn skikkjufellingum, og í algjörri andstæðu við öll rétt hlutföll líkamans, yfir myndflötinn endilangan, allt upp í óendanleikann. Sveifl- ur handleggja hans smækka hinar tíu mannverumar á myndinni og gera þær að aukapersónum. Myndkerfi hans Er Alls Staðar Fyrir Hendi Eftirminnilegasta atriði myndarinnar og ennþá áhrifameira en hið skáhalla andlit postulans, em hendumar. E1 Greco er hinn mikli sérfræðingur í að mála hendur, og löngu síðar var það Picasso, sem tók sama form upp eftir honum á bláa tímabilinu á málaraferli sínum. Hendumar í málverki E1 Grecos gegna að minnsta kosti raunsæju, leiðbeinandi hlutverki, þótt myndir hans hafí að öðm leyti yfirleitt á sér blæ hreinna hugsýna. Hendumar á myndum hans mega vel kall- ast andæfandi atriði í myndbyggingunni og tala sínu máli. Hvort fíngumir teygjast út eða hvort þeir fléttast saman, er allt komið undir því atviki á myndinni, sem málarinn vill að at- hyglinni sé sérstaklega beint að. Stundum gerir höndin, með tvo fingur beygða inn í lófa, tepralega hreyfingu, sem er í fullu misræmi við alvöruþrungna atburðarásina á myndinni. Slík örfin smáatriði í list E1 Grecos minna um margt á kvæði spænska ljóðskáldsins og vinar listmálarans, Luis de Góngora y Argote, sem frægur er fyrir hnittilega notkun sína á spænskum spak- mælum og orðatiltækjum. Sagt er, að E1 Greco hafi aðallega notað hendur kvenna sem fyrirmyndir í málverk- um sínum, vegna þess hve fíngerðar og beinasmáar þær oft em. Annars geta slíkar sögusagnir verið álíka trúverðugar og þær, sem segja, að hann hafí Iátið geðsjúkling sitja fyrir hjá sér, þegar hann málaði postul- ana fyrir dómkirkju Toledoborgar. Það er vissulega alls engin nauðsyn að fá geðsjúkt fólk sem fyrirmyndir til þess að mála algleymi í svip andlitanna: Berg- numið augnaráð byggist eingöngu á tæknilegum atriðum en ekki á geðrænum traflunum í svip fyrirmyndarinnar. Sá sem leggur það á sig að horfa — t.d. í myndum eins og „Kristur á Olíufjallinu" eða „Iðrun Magdalenu" — með ýtrastu at- hygli eftir því hvemig málarinn nær fram slíku augnaráði, sá hinn sami uppgötvar aðrar hliðar á hinum öguðu vinnubrögðum E1 Grecos og hinu sérstaka kerfi, sem bygg- ist á ljóstækni hns og breyttum fjarvídd- arlínum. Allt er gert að vel yfirlögðu ráði. Leyndardómur Hins StingandiAugnaráðs í tæknilegum atriðum er það tvennt, sem gerzt hefur með hin iðranarfulu augu Magdalenu, sem horfa út í óendanleikann. Sjáöldrin era látin dragast upp á við, en í þeirri stöðu bera þau höfuðið, sem er örlítið stytt og sést neðan frá, algjörlega ofurliði. Auk þess era svo augasteinamir hafðir að- eins of litlir, en það gefur augnaráðinu dálítið stingandi svip. Til þess að árétta þessi áhrif enn frekar, setur málarinn órök- rétt ljósblik á augun, sem gerir það að verkum, að þau virðast barmafull af táram og bera vott um fráhvarf frá þessa heims lystisemdum. Hið nútímalega við málverk E1 Grecos á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að hann yfirstígur þar vissar markalín- ur. Áð mála mynd er mjög svo hlutbundin iðja og úr henni verður áþreifanleg verzlun- arvara. Hvemig á þá að vera unnt að sýna hið yfirskilvitlega í málverki. Það sem afstrakt málarar reyndu nær alveg árangurslaust mörgum öldum síðar, tókst Grikkjanum með óþreytandi einbeitni og seiglu. Að vísu tókst honum það heldur ekki við fyrstu tilraun, en hann gafst ekki upp og lét einskis ófreistað í tilraunum sínum. í þessu sambandi ber að skilja starf list- málarans á þann veg, að honum beri ekki einvörðungu að samræma og skipuleggja form og liti heldur verar manna og dýra, hluti og alla hina listrænu þætti málverksins á svipaðan hátt og E1 Greco tókst að svið- setja efnið. Hann ræður yfir ríki, sem ekki er af þess- um heimi og sýnir það með mjög svo jarðneskum hjálpargögnum. Þótt myndir hans byggist á hugsýnum þá era þær þó málaðar með olíulitum og með tækni, sem hann varð fyrst að læra og þróa til þeirrar fullkomnunar, sem einkennir list hans. „Iðrun Magdalenu“ lo4x85cm, er máluð 158o. ljós í skýjunum. 0g hinn teygði líkamsvöxtur? Talandi hendur, sem draga að sér athyglina? Al- gleymið í augunum? Það er í engu hallað á jafn mikilfenglegan listamann og E1 Greco, þótt athyglinni sé beint að slíkum tækni- brögðum í málverkum hans. Hann setur slík tæknileg atriði myndbyggingarinnar fram á kaldan, yfirvegaðan hátt. Með list- rænum brögðum af þessu tagi afsannar málarinn rækilega sögusögn um bijálæðing- inn í Toledo, sem þjáðist af sjóngalla og málaði algleymi í einhveiju vímuástandi. Nokkrar höggmyndir eftir þennan sama listamann, sem nýlega hafa verið uppgötv- aðar, era allar í líkamlega réttum hlutföllum, svo undarlegt sem virðast má. En þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta fyrirbrigði í list E1 Grecos alls ekki svo undarlegt: Mannsmyndirnar er teygðar, til þess að málarinn geti flutt þær út úr myndfletinum, sem gefinn er, yfir á ímynd- uð svið síns eigin hugarheims. Viðfangsefni hans eru ekki eingöngu sög- ur úr biblíunni: Hin lóðrétta lína er það engu síður. í myndinni „Fimmta innsiglið á Portret af skáldi og predikara. 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.