Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 43
Verzlunarhús Einars, reist 19o7. í verzlunardyrunum á homi hússins, standa þeir Þorbjöm Eyjólfsson verkstjóri og Ámi M. Matthiesen og heldur hann & núverandi utanríkisráðherra. varningi og vildi tolla hann hátt. Hann sagði í þingræðu, að meðalfjölskyldu ætti að nægja eins og eitt og hálft kíló af kaffí á ári, þar sem það væri óþarfa vara, sem fólk ætti ekki að neyta í óhófi og gæti sparað sér að kaupa, og vildi háan toll á kaffí. Það var svo um báða jarlana, Einar og Ágúst Flygenring, að þeir voru menn greið- viknir, þótt þeir héldu utan að sínu. Þeir lánuðu viðskiptamönnum sínum efni til húsbygginga, viðinn, jámið og sauminn, og létu menn gjalda sér með vinnu eða físki eftir því sem menn höfðu getuna, gengu aldrei hart að fátæklingum. Með þessum hætti, segir í Sögu Hafnarfjarðar, eignaðist stór hluti Hafnfirðinga sín eigin timburhús. Þá er næst að geta þess, sem sögufræg- ast er um framkvæmdir Einars, þótt ekki sé stærst hans verka, hins vegar máski það djarfasta, því að þar var riðið á óþekkt vað. Einar slóst í kaupin á Coot haustið 1904 með Qórum öðrum áræðnum mönnum, en Coot er fyrsti togari okkar íslendinga, kom til landsins 6. marz 1905, ef undan er skil- inn segltogari Breiðfjörðs, sem ekki Framkvæmdastjórarnir, verzlunarstjórinn, bókhaldarinn og verkstjórinn. Frá vinstri: Ólafur Tryggvi Einarsson, Þorgils Guð- mundur Einarsson, Árni M. Mathiesen, Sigurður Magnússon, Þorbjöm Eyjólfsson. Kútter Surprise. Dæmigerð þurrabúð frá fyrrihluta 19. aldar. markaður hafði verið og ætluðu að verða fullríkir næsta ár og væri þá mikill afli kepptust menn við að kaupa sem mest. En markaðurinn þoldi sjaldan tvö aflaár í röð og það varð verðfall að hausti og þeir sem mest höfðu keypt sátu uppi með stórar salt- físksstæður verðlitlar en bankareikning sinn öfugan. Það voru ekki nema þeir Einar Þorgilsson og Einar í Garðhúsum í Grindavík, sem alltaf reiknuðu fískkaupa- dæmi sitt rétt. Einar Þorgilsson hafði þann háttinn á, að hann lét sér hægt í miklum aflaárum, bæði af því að honum fannst hann þá ekki fá nógu góðan físk, það var hvorki til sjós né lands hægt að vanda eins vel meðferðina á honum og Einar vildi, og þegar Einar svo sá, hvemig stærstu fisk- kaupendumir hömuðust við fískkaupin, svo sem Milljónafélagið eða Copeland og Berry, þá dró hann úr sínum og átti til að selja þeim um sumarið mest af sínum físki uppúr salti, fullverkaði þá ekki sjálfur nema úr- vals fisk. Hann fór snemma að merkja sinn fisk ETH (Einar Thorgilsson) til útflutnings og kom sér í föst og góð sambönd. Einar var feikilega glöggur á físk. Eitt sinn kom til hans færeyskur skipstjóri, sem vildi selja Einari fisk, en Einar skipti mikið við Færeyinga. Einar sagðist ekki vilja físk, hann ætti nógan. „Eg er með Meðallands- bugtarfisk," sagði Færeyingurinn og það var ekki sama fyrir Einari, hvort fískurinn var úr Meðallandsbugtinni eða Selvogs- banka, og hann fór til og skoðaði fiskinn og keyjiti hann allan. Sem útgerðarmaður hafði Einar þann háttinn á, að hann lét aldrei neitt dankast, heldur laga allt sem þurfti jafnharðan og bilaði. Hann sagði það spara viðhaldskostn- að á skipunum að gera við jafnóðum, láta ekki það safnast upp sem laga þyrfti. I verzlun sinni var hann hygginn á þann hátt, að hann keypti aldrei nema nauðsynja- vaming, hann vissi nákvæmlega hvað viðskiptavinir hans þurftu að kaupa, hann var uppalinn með sínum viðskiptavinum í Garðahverfí, Hafnarfírði og Ströndinni og keypti ekki annað en hann vissi þá þurfa til sín. Einar var mikið á móti öllum óþarfa gagnaðist. íslendingar höfðu að vísu átt hlut að togarafélögum með útlendum mönn- um sem aðalmönnum, en allar þær tilraunir mislánazt. Það var í höndum Einar Þorgils- sonar sem fyrsta tilraun til togaraútgerðar hérlendis tókst. Ásamt því að vera einn af kaupendum skipsins, gerði Einar skipið út og verkaði af því fískinn. Það olli síðan miklu um áfram- hald togaraútgerðar hérlendis strax upp úr þessu, hversu vel tókst til hjá Einari og hans völdu verkstjórum að verka fiskinn af Coot. Menn höfðu haft það mest á móti togaraútgerðinni að ekki myndi hægt að fá góðan fisk af togurum til saltfiskverkunar. Það er alkunna að Coot-útgerðin ýtti við bæði Alliance- og íslandsfélagsmönnum til sinna skipakaupa. Einar Þorgilsson var hreppstjóri í Garða- hreppi í 12 ár, eða þar til Hafnarfjörður varð sérstakt bæjarfélag, en áður voru Hafnfírðingar í Garðahreppi og Einar skil- aði þvi Hafnarfírði í hendur fyrstu bæjar- stjórnarinnar. Hann var þó ekki í þeirri bæjarstjóm sem fyrst sat, hálft árið 1908 og 1909, en var hins vegar strax kosinn í nefndir bæjarins. Hann var til dæmis kosinn í niðuijöfnunamefnd og sýnir það traust manna á heiðarleika hans, að hann skyldi kosinn í þá nefnd, einn stærsti skattgreið- andinn. Einar hafði mikið fyrir stafni um þessar mundir. Hann reisti 1907 hið stóra verzlunar- og fískverkunarhús sem enn stendur við Hamarskotslækinn og 1910 keypti hann hús Þorsteins Egilssonar, nú Vélskipið Edda. Strandgötu 25, og flutti af Óseyri út í bæinn. Og í ársbyijun 1910 settist hann í bæjar- stjóm og var þar óslitið til 1916, og síðan aftur frá 1918 til 1924. Einar var með í hverri einustu mikilsverðri nefnd bæjar- stjómarinnar meðan hann sat í bæjarstjóm. Sama var að segja um hinn jarlinn, Ágúst Flygenring, en þeir vom saman í bæjar- stjórn jarlamir, þegar lagður var grundvöll- ur að Hafnarfjarðarkaupstað og vom báðir saman í fyrstu mikilsverðu nefndunum, svo sem landakaupanefnd, sem keypti land und- ir bæinn og skipulagði hann, eftir því sem tökin vom til á þessum ámm, þegar húsin stóðu tvist og bast við sjóinn og upp um brekkurnar og hraunin. Á bæjarstjórnarámm sínum var Einar Þorgilsson í landakaupanefnd, kirkjunefnd, heilbrigðis- og skólanefnd, byggingamefnd, vatnsveitunefnd, hafnamefnd, rafljósa- nefnd, fátækranefnd og fjárhagsnefnd. Árið 1919 var Einar kosinn á þing sem 1. þing- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu, en bolað frá_ þingmennsku 1923. I kosningaundirbúningnum það ár hafði Einar verið utanlands, þegar hinn nýstofn- aði Borgaraflokkur, síðar íhaldsflokkurinn, valdi sér frambjóðendur. Einar mun ekki hafa komið skapi við ráðamenn í þeim flokki, sem hann þó hafði strax gengið í, og þegar hann kom heim frá Danmörku var flokkur- inn búinn að ákveða frambjóðendur sína i haustkosningunum 1923 og varð af þessu hitamál. Ekki er hér neitt rúm til að rekja áfram framkvæmdasögu Einars Þorgilssonar, að- eins nefna, að hann keypti 1924 með sonum sínum togarann Surprise og þeir létu smíða stærsta togara íslendinga 1930, togarann Garðar, og þeir stofnuðu og áttu þriðjung í því mikla fyrirtæki Hf. Djúpavík. Eftir lát Einars 15. júlí 1934 var fyrirtæk- ið gert að sameignarfélagi ekkjunnar Geirlaugar og bama hennar og tengdasona. Utgerðin og það sem henni tilheyrði, svo sem fískverkun, var þá rekið _af sonum Ein- ars, Þorgilsi Guðmundi og Ólafí Tryggva, sem báðir höfðu komið til starfa við fyrir- tæki föður síns að loknu námi 1924. Ámi Mathiesen, tengdasonur Einars, var verzlun- arstjóri og annar tengdasonur Einars, Sigurður Magnússon, bókhaldari fyrirtækis- ins. Synir Einars reyndust hyggnir útgerðar- menn líkt og faðir þeirra. Einar Þorgilsson og Co., eins og fyrirtækið var skrifað, eftir að það varð sameignarfélag, kom velstætt út úr Kreppunni, þegar segja mátti að hvert einasta togarafélag í landinu væri undir hamrinum árlega, þótt nefna megi tvö önn- ur en Einars, sem björguðust bærilega. Þegar gerð em upp í heild kreppuárin 1933—39 þá kemur Einar Þorgilsson & Co. með 130 þúsund króna gróða og skuldir um helming af eignum og þó þær öil árin af- skrifaðar að fullu. Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar safnaði sömu ár 700 þúsund króna skuld og eignir 44% af skuldum. Það var aðeins 1936 sem var peningalegt tap hjá Einari Þorgilssyni, þá var bókfært tap kr. 57.061, en þar af vom afskriftir kr. 46.701. Vant- aði semsé 10 þúsund í kassann. Áföllin hjá þessu fyrirtæki byijuðu með missi togarans Garðars 1943. Þá lét fyrir- tækið smíða stærsta tréskip, sem þá hafði verið smíðað hér, 184 tonn, en það fórst 1953; síldarleysið upp úr 1945 bitnaði hart á Hf. Djúpavík; og fyrirtækið keypti nýsköp- unartogara sem gekk vel, en hann strandaði og ónýttist 1968. Eftir það áfallið fór gang- urinn að hægjast. Fyrirtækið hefur síðan rekið síldar- og loðnubáta og á nú einn, Fífíl, 336 tonna bát, og auk þess fiskverkunarstöðina og verzlunina. I stjóm fyrirtækisins nú em Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, formaður og meðstjómendur, Magnús Sigurðsson, lögfræðingur, og Dagný Þorgilsdóttir, hús- móðir. Framkvæmdastjóri er Einar Þorgils- son, viðskiptafræðingur. Matthías og Magnús em dætrasynir Einars Þorgilsson- ar, en Dagný og Einar Þorgilsson, yngri, sonarböm. ___ Faxi, GK 44 FífiU sigtir inn tti Hafnarfjarðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 43

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.