Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 20
Frú T er meðalmanneskja á hæð og gengur með stór, svört sólgleraugu, sem hylja mestallt andlitið. Hár hennar er óhreint. Hún þvær það sjaldan og litar það sjálf. Þegar hún brosir, sést að í hana vantar framtennurnar. Einræður hennar fjalla alltaf um sama efni: Mafían og KGB njósna um hana. eru allt öðruvísi en íslenzku stúlkurnar, sem eru bæði óspilltar og saklausar." Ég hlusta á hana með öðru eyranu, ég kann þessa gömlu plötu utanað. Hún lætur móðann mása alla leið að kaffihúsinu. Hún er þar hagvön. Þar hefur hún „sitt“ borð og „sitt" sæti. Eftir að hún hefur pantað bolla af kaffi, verða konumar, sem eru að drekka kaffi við skenkinn, fyrir barðinu á henni. Hún talar, en ég hlusta og jánka. Stöku sinnum áræði ég að hrista höfuðið. Einræð- ur hennar fjalla alltaf um sama efni. Mafían og KGB njósna um hana með aðstoð einnar fylgdarmeyjar hennar, sem er pólsk. Hún hefur hana engu að síður áfram í þjónustu sinni vegna þess, að hún hefur aldrei fyrr haft tækifæri til að fylgjast með njósnara svo náið. Mynd: Flóki Iþrjú ár hef ég eytt helgunum í einu af glæsileg- ustu gistihúsum Parísarborgar. Ég átti íslenzka vinkonu, sem hafði þar mjög sérstakt starf. Þegar hún hélt heim til íslands, tók ég við af henni. í 25 ár hefur þetta fjögurra stjörnu stórhýsi verið at- hvarf sextugrar konu, sem líkt og flug- þreyttur farfugl hreiðrar hér um sig á efstu hæðinni. Hún er milljónamæringur, sem kýs heldur að eyða ævikvöldinu hér en í fínu einbýlis- húsi í auðkýfingahverfinu í Neuilly. Þrjár ungar fylgdarmeyjar skiptast á um að ann- ast hana dag og nótt og ég er ein þeirra. Á hvetjum laugardegi, þegar ég geng inn á „heimavígstöðvar“ frú T. spyr dyravörð- urinn mig frétta og óskar mér illkvittnislega góðrar skemmtunar. Eftir að hafa komizt með erfíðismunum í gegnum hringdymar, fer ég upp í lyftunni. Þegar ég er komin upp, geng ég eftir ganginum og nem síðan staðar fýrir framan ákveðnar dyr og banka. Ung og aðlaðandi kona, klædd í morgun- slopp, kemur til dyra. Gluggatjöldin eru dregin fyrir og loftið í herberginu er þrung- ið svefni. Hún hverfur inn í baðherbergið og skömmu síðar fer hún burt með litla tösku í hendinni um leið og hún óskar mér góðrar helgar. Ég verð í þessu herbergi í tvo sólarhringa. Síminn hringir. Ég á að hitta frú T. fyrir framan lyftuna, hún er tilbúin að fara út. Við hittumst á ganginum. Mafían Ogkgb NjósnaUmHana Hún er meðalmanneskja á hæð og geng- ur með stór, svört sólgleraugu, sem hylja mestallt andlitið. Hár hennar er óhreint. Hún þvær það sjaldan og litar það sjálf. Þegar hún brosir, sést að í hana vantar framtennurnar. Hún er hroðvirknislega máluð í framan og varaliturinn nær út fyr- ir varimar. Þótt hún verzli eingöngu við fínustu og dýrustu tízkuverzlanir Parísar, tekst henni aldrei að vera verulega snyrti- lega klædd. Hún byijar þegar í stað að mögla. Þetta á eftir að veða löng helgi. Það hefur verið rótað í dótinu hennar, einhver hefur notað snyrtivörumar hennar og stolið einum sólgleraugum. I lyftunni lætur hún dæluna ganga og rægir hinar fylgdarmeyj- amar sínar tvær. Hún þolir þær ekki lengur, þetta eru ekkert annað en símavændis- gálur, sem hún ætlar að reka á mánudaginn (en hún lætur aldrei verða af því). „Þær Hún talar á ensku, en kryddar mál sitt með frönskum orðum eins og t.d. „salopc", þ.e. „dækja“, eða „l’ordure", þ.e. „óþverri, skítur“. Fólk, sem er haldið kvalalosta, sjálfskvalalosta eða samkynhneigð, fær það jafnan óþvegið hjá henni; Cary Grant var t.d. alræmdur kynvillingur í Hollywood, vesalings Romy Schneider var lesba, þótt hún hafi haldið við Alain Delon, sem Visc- onti var svo í vafasömu vinfengi við, o.s.frv. Hún nýtur þess að velta sér upp úr afbrigði- legum nautnum náungans. Og ekki iætur hún hjá líða að tíunda hina ýmsu kvilla sína: ofnæmi, ristilkrampa, ógleði og þennan óstöðvandi niðurgang. Stöku sinnum læði ég að henni spumingum um fortíð hennar, tilkomu auðæfa hennar, en ég fæ aldrei svar. Nú verðum við að koma okkur af stað. Við höfum margt að gera: kaupa dagblöð, fara í stórverzlanir, þar sem hún fer niðrandi orðum um allt sem þar er á boðstólum og skapraunar búðar- stúlkunUm með skipunum á ensku. Svo verðum við að kaupa eitthvað handa dýrun- um hennar og fuglum, sem eru í garðinum „hennar“. Fyrst korn handa dúfunum, svo smákökur úr bakaríum handa spörfuglun- um, sem eru á alveg sérstöku fæði, „They are so cute these little birds" — „þeir eru svo sætir þessir smáfuglar". Ekki má gleyma vínbetjunum handa svartþröstunum. Loks eru það hnetur handa krákunum, skræksköðunum og dúfunum og fiskur handa mávunum. Nú vantar bara 250 g af nautahakki (sem við eldum í herberg- inu hennar) handa kettinum og dós af rússneskum laxi handa henni sjálfri. Við erum búnar að birgja okkur upp fyrir helg- ina. Allt er í stakasta lagi. Við getum nú farið að borða á veitinga- staðnum okkar, þar sem við eigum alltaf frátekið borð. Henni á eftir að verða illt af matnum. Ef hún talar ekki um eiturbyrlun, þá er það gert í varúðarskyni: „Ég held, að þeir setji eitthvað út í matinn. En ég á það á hættu að vera sökuð um ofsókna- ræði, ef ég læt grunsemdir mínar í ljós, samt hef ég fulla ástæðu til að halda þetta." Stundum segir hún, að þetta stafi af sam- verkandi áhrifum veiks líkama og sjúkrar sálar og styðst þá við málfar mitt og segir „psychosomatique", en hvað getur hún gert að því. Hvemig á maður að ná sér aftur, þegar maður getur ekkert borðað án þess að verða veikur og maður finnur, að bæði menn og örlögin eru andsnúin manni? Er maturinn ekki hollari á íslandi? Hún nartar í matinn á diskinum, tekur steikina og læt- ur hana inn í pappírsservíettu, framreiðslu- stúlkunni greinilega til mikillar gremju: kötturinn hennar kynni ef til vill að vera svangur. Þar Sem Tómið Ríkir Við snúum aftur heim til herbergis henn- ar. Þar ríkir tómið sjálft. Fyrir utan átjándu aldar málverk, sem er stærra en ferða- taska, til þess að því verði ekki stolið, þá er þar ekkert til að lífga þennan óyndislega stað. Engir persónulegir munir, aðeins það allra minnsta, sem komizt verður af með. Frú T. hefur verið á förum í 25 ár og her- bergi hennar lítur því út nákvæmlega eins og herbergi venjulegs skammdvalargests. Hún er ekki aðeins ofsótt heldur finnst henni líka, að sér sé ógnað. Á þessum tíma dags tönglast hún jafnan á því, að fötin, sem hanga í klæðaskápnum, séu ekki í rauninni fötin hennar heldur ómerkilegar eftirlíking- ar, hin raunverulegu föt hennar hafi verið seld á svörtum markaði. En hvers vegna í ósköpunum getur starfsfólk hótelsins ekki látið hana í friði? Þessi staður er sannkallað bófabæli! Bráðum verður hún að skipta um herbergi vegna endurbóta, tekur það ekki út yfir allan þjófabálk? (Öll herbergin í gisti- húsinu hafa verið lagfærð nema hennar.) Og maðurinn í næsta herbergi, sem fyllir herbergið sitt reykjarstybbu, hvers vegna leggur hann ekki þennan ósið niður? Ég hörfa undan, en það er um seinan, hún er búin að úða með ilmvatni allt herbergið, húsgögnin og mig, sem er í hennar augum aðeins hluti af þeim. 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.