Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 36
mikilvægt að hafa í huga, þegar myndir hans eru skoðaðar. Sjálfur var Hammershöi í lífí sínu sláandi samkvæmur myndum sínum svo sem allir miklir meistarar. Að eðlisfari var hann ein- rænn og einangraði sig æ meir frá um- heiminum, eftir því sem tímar liðu, hann átti enga eiginlega vini og var dulur og fámæltur í framkomu við flesta. Orðræður hans voru hvorki fijóar né sjálfsprottnar. Hér þurfti sáralítið til að magna þessa eigin- leika, og tómlætið í upphafí ferils hans hefur sennilega haft sín áhrif, en það átti eftir að fylgja honum allt lífið á heimaslóðum — þannig var hann ein af afdráttarlausum vanrækslusyndum Ríkislistasafnsins í Kaup- mannahöfn, sem keypti einungis tvær mynda hans, meðan hann lifði og hafnaði lykilverki hans (Fimm mannsmyndir), sem Thieiska safnið í Stokkhólmi festi sér. Sú mynd sló einmitt eftirminnilega í gegn á sýningunni „Scandinavia today". Sá kuldi, er hann mætti, varð gagnkvæm- ur og það var með ólíkindum, hve fátt hann lét sér fínnast um mat umheimsins á mynd- um sínum. Hann nennti varla að vera með í árlegum samsýningum og lét iðulega aðra fínna út úr því, hvað ætti að vera með. Því fer þó fjarri, að einangrun hans væri af þeim toga, sem sumir vilja skilja hugtak- ið, því að hann ferðaðist allmikið og utan- landsferðir hans urðu ekki færri en ellefu og sums staðar dvaldi hann langdvölum. Þá elskaði hann tónlist og fór gjaman á hljómleika, hafði gaman af fögrum hlutum og sóttist eftir að hafa slíka í kringum sig, enda þótt hann hefði ekki ávallt efni á þeim, fágætar bækur, húsgögn og jafnvel málverk eftir þá ágætu listamenn Köbke, Lundbye og Kyhn. Hammershöi giftist 27 ára gamall hinni fögru og bláeygu Idu Ilsted, sem var systir málarans Peter Ilsted, og hann hafði þá verið trúlofaður í tvö ár. Hjónabandið var bamlaust og það er líklegt að Hammershöi hafí ekki kært sig um að eignast böm, þótt sjálfur væri hann mjög hændur að bömum. Menn hefðu í öllu falli átt erfítt með að hugsa sér hinn taugaveiklaða ofumæma og Fyrirsœta, 1909—10. Innimynd með púnsskál, 1907. fáláta mann sem miðdepil blómlegs fjöl- skyldulífs. Menn giska ekki á það, hvemig konu hans hafí liðið, en menn grunar gjald- ið, sem hún hefur greitt fyrir sambúðina, er þeir bera saman æskumyndir þær sem Hammershöi málaði af henni og hið rúnum rista andlit sem birtist í þeim í myndinni af henni með kaffibolla, er hann málaði löngu seinna. Sagan af málaranum Vilhelm Hammers- höi er þannig hvorki stormasöm og stórbrot- in, svo sem af jafnaldra hans Edvard Munch, en hér var þó hvergi nein lognmolla á ferð heldur hin hljóðlátu og djúpu verð- mæti lífsins. í upphafi ferils Hammershöi mætti honum svipaður mótbyr og Munch, og eftir að ár- leg Charlottenborgarsýning hafði í tvígang hafnað myndum hans, gerðu hann og nokkr- ir fleiri uppreisn, m.a. Willumsen og Johan Rhode, og stofnuðu sýningarsamtökin „den Frie“. Ástæðan var öðru fremur málverk Hammarshöi „Ung stúlka við sauma" sem var hafnað, en þegar myndin var svo sýnd á fyrstu sýningu „den Frie“ 1891 ásamt 6 öðrum verkum hans, gaf franski listsagn- fræðingurinn Théodore Duret sig fram sem áhugasamur kaupandi. Menn höfðu sjaldan orðið vitni að því, að danskur málari slægi jafn fljótt í gegn og einnig í útlandinu. Og líkt og gerðist með Munch slógu myndir Hammarshöi fyrst verulega í gegn í Berlín, en þó 12 árum síðar (1904). Gerð- ist það á stórri sýningu, er seinna var flutt til Hamborgar. Frá þeim tíma voru bestu myndir Hammershöi svo til á stöðugum faraldsfæti milli stórborga Evrópu og jafn- vel Ameríku og hlutu hvarvetna lofsamlega dóma. Á sýningu í Róm 1911, sem yfír 3.000 málarar tóku þátt í, var Hammarshöi meðal þeirra 5 er fengu sérstök verðlaun og var jafnframt hvattur til að senda sjálfsmynd til Uffizi-safnsins (hún var send þangað árið 1920). Hammarshöi var orðið þekkt nafn í Evrópu og þýsk blöð líkja honum við heimsþekkta, Dani svo sem Thorvaldsen, 0rsted og Niels Finsen auk þess sem hinn nafnkunni Paul Casirer fær áhuga á honum og kaupir verk eftir hann. Píanóleikarinn Leonard Borowick leitar hann uppi eftir að hafa fyrir tilviljun rekist á eftirprentun á mynd eftir hann og verður vinur hans og áróðursmaður á enska markaðinum. En fyrri heimsstyijöldin kom og rauf þessa þróun en þá var hann einmitt á leið til meiri viður- kenningar en flestir samtíðarmenn hans. Sjálfur dó hann úr krabbameini 13. febrúar 1916 sem hafði grafíð undan heilsu hans síðustu árin. Þá var hann einungis 51 árs að aldri. Frægðin í útlandinu kom Hammershöi ekki til góða, fyrr en menn urðu hennar áþreifanlega varir í formi verðlaunapeninga og klingjandi gjaldmiðils. Hún náði lengst í formi hinnar miklu minningarsýningar um hann árið 1916 svo og útgáfu hins gagn- merka verks um list hans tveim árum seinna eftir þá Bramsen og Michaélis. En fáum árum seinna var hann flestum gleymdur, og þögnin varaði allt fram til sýningar Kunstforeningen á list Hammershöi árið 1955, en í millitíðinni hafði það gefíð Haa- vard Rostrup tilefni til að hefja ritgerð sína um list hans á orðunum „Er Vilhelm Hamm- ershöi öllum gleymdur?" (Kunst og Kultur 26. árangur, Osló 1940.) En eftir sýninguna í Kunstforeningen hefur fleirum verið stærð þessa málara ljós — miklu fleirum eftir sýninguna í Ordrup- gárd 1981 og stórum fleirum eftir að alþjóðleg frægð hans var endurreist með sýningunni „Scandinavia today“. Þannig þróaðist ferill, lífshlaup og frami mannsins, sem fékk stórskáldið Rainer Marie Rilke til að segja í París árið 1904, að hann hyggðist halda til Kaupmannahafn- ar „Vor allem aber, um Wilhelm Hammers- höi zu bezuchen, wiederzusehen, sprechen un dschweigen zu hören“. Framar öllu öðru til þess að heimsækja Vilhelm Hammers- höi, sjá aftur, tala við og hlusta á hann þegja ... Helstu heimildir: Sýningarskrá yfirlitssýningar á verkum Vilhelm Hammershöi, Ordrupgárd, Kubenhavn 1981. Inn- gangsord og formálar eftir Hamre Finsen, Thorskild Hansen og Harald Olsen. HöfundurinnÆr listmálari og myndlistargagnrýn- andi Morgunblaösins. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Á DRAGHÁLSI TÓK SAMAN Þegar minnst er á séra Hallgrím koma mönnum fyrst í hug Passíusálmar hans og er það eðlilegt. Margt orti þó Hallgrímur annað, mörg trúarljóð og sögukvæði, rímur og nokkur gamankvæði. Nokkrar lausavísur eru Hallgrími eignaðar. Menn hafa undrazt, að ekki skuli vera til neitt, sem Hallgrímur hafí ort um konu sína og böm, að undanskildum eftirmælum hans um Steinunni dóttur hans, en þau eru með því merkasta, sem hann orti. Til er þó eitt kvæði, þar sem Hallgrímur minnist á böm sín þijú og konu sína, þó hann nefni ekki nafn hennar. Vitað er, að þau Hallgrímur og kona hans, Guðríður Símonardóttir, áttu þijú böm; Eyjólf, fædd- an 1637, Guðmund og Steinunni. Hallgrímur varð prestur í Hvalsnesi 1644. í Hvalsnesi hafa þau dáið Guðmundur og Steinunn ekki síðar en 1649. Hér Er Komin Grýla Á þessum tíma var það mikill siður að yrkja um Grýlu og Leppalúða og böm þeirra. Eitthvað er til af eldri kveðskap um það fólk, allt frá því á Sturlungaöld. En á tímum Hallgríms kemur þessi kveðskapur fram í nýrri mynd, í löngum kvæðum. Þessi Grýlu- kveðskapur var síðan aukinn og stundaður allt fram á okkar daga. Guðmundur Erlendsson prestur á Felli í Sléttuhlíð orti Grýlukvæði, sem vinsælt varð. Það hefst þannig: Hér er komin Grýla og gægist um hól. Hún mun vilja hvíla sig hér um öll jól. Margt var síðan ort í þessum stíl og und- ir þessu lagi um Grýlulið, af því er kunnast kvæði Stefáns Ólafssonar. Þeir hafa verið kunnugir prestamir Hall- grímur og Guðmundur. Líklega hefur Guðmundur sent Hallgrími kvæði sitt eða það hefur á einhvern hátt borist suður að Hvalsnesi. Hallgrímur hefur þá ort kvæði um Leppalúða og er þar vísað til kvæðis Guðmundar. Eins og ætla má voru þessi kvæði öll kveðin til að hræða böm og em sum heldur ljót á köflum, en þó gamansöm öðmm þræði. Kvæði Hallgríms hefur geymst illa, hann hefur líklega ekki haldið því til haga síðar meir. Líklega hefur hann sent Guðmundi á Felli kvæðið. Svo er að sjá af handritum, sem kvæðið hafi verið skrifað eftir minni, sumt gleymt og annað úr skorðum fært. Flest handrit eigna Guðmundi Bergþórssyni kvæðið, en eitt handrit eignar Hallgrími það og eftir Hallgrím hlýtur það að vera, þó ekki sé það núna eins og skáldið hefur geng- ið frá því. Leppalúðakvæði er prentað í riti Ólafs Davíðssonar: Þulur og þjóðkvæði. Útgáfan er ekki góð og þau handrit, sem ég hef séð, bæta lítið úr. Það hefst svo: Þegið þið börn mín og hafið ekki hátt, héma er hann Lcppalúði heima í nátt. Kvæðið segir frá því, að Leppalúði er kominn til að ná sér í böm, því Grýla er ekki rólfær eftir viðureign sína við „séra Gvönd“. Leppalúði heimtar nú börn hjá skáldinu, en fær þau svör, að hann geti étið kútmaga og slóg og harða hausa. Ekki vildi Grýlubóndi það. Þ& grenjaði hann Lúði og svarið gaf sitt: Sjálfur máttu sleikja í þig sjófangið þitt. Sjálfur máttu sleikja í þig hrognin þín hrá. Karlæga kerlingu heima ég á. Karlæga kerlingu kannastu við, hún heitir Grýla með gráloðinn kvið. Fýsti mig á fund þinn að fala mér barn. Mér er sagt þú sért nógu gustukagjarn. Mér er sagt þú fæðir gangandi gest. I leiðindabörnin langar mig mest. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.