Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 23
Aflakk En Moliére var ekki á því að láta deigan síga. Það hefur trúlega runnið upp fyrir honum, að hann átti sitthvað ólært, og næstu fímm árin ferðast hann um á lands- byggðinni með flokk sinn og lærir frá grunni sitt dont. Og þama byijar hann líka að skrifa lítillega fyrir flokkinn, stutta farsa í ítölskum stíl. Upp úr 1650 er flokkurinn farinn að vekja talsverða athygli og njóta áiits og er til marks um það, að flokkurinn, sem þá lýtur orðið stjóm Moliéres, er kom- inn undir vemdarvæng Contis prins og heldur sig mest í Lyon og síðan í Rúðu- borg, allt fram til 1658, og er þá Moliére farinn að hugsa til Parísar aftur. í Lyon komst hann í kynni við Commedia dell’ arte- leikflokkinn í Gelosi, einn hinn besta og virtasta frá öllu skeiði hins ítalska spunaleik- húss; þar lærði hann mikið um handbragð, um mátt líkamlegrar tjáningar, um leikgleði og listræna gjafmildi. Á þessum áram held- ur hann einnig áfram að þreifa fyrir sér með skriftimar og era nokkur verk til frá þessum tíma, þeirra á meðal l’Etourdi, sem venja er að telja hans fyrsta verk, þegar efnt er til heildarútgáfu á leikritum Moliér- es. En meistarastykkin koma síðar. Leikskáldið Moliére leggur til atlögu við Parísarborg árið 1658. Hinn 24. október flytur flokkur hans í Louvre leikritið Nicoméde eftir Cor- neille, sem þá var orðinn virtur harmleikja- höfundur, og lítinn farsa eftir Moliére, Ástfangni læknirinn (le Docteur amoureux). Var gerður góður rómur að, og ekki síður skopleiknum, en meðal áhorfenda var sjálfur sólkonungurinn og hirð hans, og gamlir og nýir keppinautar, leikaramir í Hötel de Bourgogne. Ári síðar býður hann upp á nýja leikskrá, í Petit Bourbon, þá er leikinn Cinna Comeilles og nýr einþáttungur, Les Precieues Ridicules, og skipti nú engum togum, að menn þóttúst nýtt skáld hafa eignast. í þessu verki hæðist Moliére að tilgerð og uppskafningshætti sumra samtímakvenna sinna. Og þama koma strax fram einkenni, sem prýða síðari verk skálds- ins, penninn er hvass, ímyndunaraflið fjöragt og skopið safaríkt. Svo einkennilega vill til, að einmitt þetta verk var í hópi þeirra, sem varð til að kynna Moliére fyrir íslenskum áhorfendum. Jón Ólafsson tók sig til og þýddi hvorki meira né minna en fjög- ur verka Moliéres fyrir rúmri öld og þá náttúrlega með leiki latínuskólans i Reykjavík í huga. Þetta verk kallaði hann Broddlóurnar, en annars þýddi hann einnig m.a. Læknir á móti vilja sínum (Le médicin malgré lui) og Neyddur til að kvongast (Le mariage forcé) og voru þessir leikir fluttir í skólanum. En nú hafði skipt sköpum fyrir Moliére. Hann komst nú undir verndarvæng kon- ungs, sem leit satt að segja til með leik- fiokknum og skáldinu, hvað sem á dundi, unz yfír lauk. Og reyndi þó oft á, því að undan Moliére sveið oft. Og eins og ævin- lega vill verða um þá, sem af bera, eignaðist hann fljótt öfundarmenn, sem gerðu jafnt að gera lítið úr andlegum afrekum hans og finna að einkalífi hans. En þar um síðar. Menn vora til dæmis fljótir að koma auga á, að Moliére, eins og til dæmis Shake- speare og ýmsir aðrir góðir höfundar, var ófeiminn við að fá „að láni“ frá eldri höfund- um, eða „sjóða upp“ úr eldri verkum. Einn fyrsti gagnrýnandi Moliéres kvað upp úr um það í upphafí skáldferils hans, að hann væri ófær um að setja saman „alvarlega leiki". Svar Moliéres við slíkum árásum var það sem listamenn beita einatt eins: með því að skapa meira og sýna betur og betur hvað í þeim býr. Og áhorfendur, jafnt háir sem lágir, skildu, hvað hann var að fara. Næst kom farsi í bundnu máli, Scanarelle, sem lýsir afbrýði, en árið 1661 fékk Moliére í hendur fyrir sig og sitt fólk heilt leikhús, Palais Royal og vígslusýningin, sem var hetjuleikur um höfðingja frá Navarra, fór í vaskinn. Moliére sló þá fljótt á léttari strengi og skömmu síðar var hann tilbúinn með annað verk, gamanleik í bundnu máli, þrem- ur þáttum, Eiginmannaskólann, sem gerði aftur á móti mikla lukku; efnið var sótt að nokkra í Adelphi eftir Terentius. Ári síðar kom annað verk í líkum dúr, og heitir Eigin- kvennaskólinn (Ecole des Femmes), en þó stóram meira og fínmlegra skáldverk og í rauninni hið fyrsta af stórverkum meistar- ans, og varð það mikil sigurganga, sem meðal annars tryggði Moliére lífeyri frá konungi. En þau era súr, sagði refurinn, og nú upphófst mikil atlaga: þar lögðust á eitt leikaramir í Hötel de Bourgogne, sem sáu ofsjónum yfír sigram Moliéres, þar vora broddlóumar, sem ekki undu því að vera hafðar að háði og spé, þar vora uppskafning- ar, sem Moliére hafði lýst í enn einu leikriti, sem við höfum ekki nefnt. Les Facheux, • þar vora þeir, sem sáu stöðugt óguðlegt í orðum Moliéres (og átti sú rimma eftir að harðna) og þar vora ekki síður önnur skáld. Þessi atlaga stóð í raun það sem Moliére átti ólifað, með nokkram hæðum og dölum þó, en mest varð fjaðrafok út af Tartuffe og hjónabandi Moliéres. í Tartuffe, sem Moliére samdi 1664, ræðst hann gegn því sem hann áleit yfírskin guðhræðslunnar, og ýmsir vora ekki lengi að taka það til sín og beittu sér óspart, þannig að bannað var að flytja verkið og það var ekki fyrr en fimm áram síðar, að það fékkst flutt í sinni endan- legu mynd, í fímm þáttum rituðum í bundnu máli. Síðan hefur þetta leikrit verið flutt oftar en flest önnur verka skáldsins og ver- ið í meiri metum, enda getur fá verk í heimsbókmenntunum, sem lýsa mætti hræsninnar með jafn eftirminnilegum hætti. Ekki var grimmdin minni, þegar Moliére varð ástfanginn af ungri leikkonu, Armande Bejart, og giftist henni. Opinberlega var Amiande talin ygri systir Madeleine (og þeirra bræðra Louis og Josephs, sem líka vora í leikflokknum), en skvaldrið vildi hafa það sem svo, að hún væri dóttir Madeleine. En nú var gengið svo langt, að gefið var í skyn, að hún væri dóttir Moliéres, hann hefði með öðram orðum kvænst dóttur sinni. Af þessu hafði Moliére auðvitað mikið ang- ur, og þar við bættist, svo sem sjá má í ýmsum verkanna, að hann hefur talsvert fundið til þess, hver aldursmunur var á honum og hans ungu konu og að það hefur ekki alltaf verið átakalaust. En gagnrýnin, sem hann varð fyrir vegna Eiginkvennaskól- ans, varð til þess að hann setti saman tvö rit, sem era einstök í leiklistarsögunni og ómetanlegar heimildir um einn mesta leik- húsmann allra tíma. Hið fyrra heitir Gagnrýnin á Eiginkvennaskólann og er í leikformi. Þar snýst skáldið til varnar og er nokkuð sárt, hæðir óvini sína, en umfram allt ver hann list sína; markmið hennar, sem að mála mynd af veraleikanum. Þegar þessi litli leikur fæddi aftur af sér nýjar árásir, svaraði Moliére með litlum þætti í óbundnu máli: l’Impromptu de Versailles: Uppákoma í Versölum, sem leikið var fyrir konung 1663. Hér eram við beinlínis komin á leikæf- ingu hjá Moliére og hinn mikii leikhúsmaður birtist í allri sinni snilli við húsverkin sjálf. Meistaraverkin Á hæla Tartuffe kom hvert snilldarverkið á eftir öðra, Don Juan 1665, Le Misan- thrope (Mannhatarinn) 1666, Amhitryon 1668 og L’Avare eða Aurasálin sama ár. Sagan segir, að hann hafí samið þennan síðasttalda leik á einum mánuði, en varla er þá allur meðgöngutíminn talinn. Hinu er auðvelt að trúa, að leikurinn hafí orðið til á einni útöndun, því að í honum er kraft- ur, sem er í ætt við innblástur andartaksins. Aurasálin er skrifuð í óbundnu máli og sækir efni sitt til Plautusar í leikrit, sem nefnist Aulularia. En satt að segja leitar Moliére víðar fanga. Atriði, þar sem meist- ari Jakob ber sakir á Valére er ættað úr leikriti, sem heitir Lelio og Arlequin, sama máli gegnir um samskipti þeirra Valéres og Elise; atriðið þar sem Frosine telur Harpagon trú um, að hann eigi eftir að verða hundrað ára, er orð fyrir orð, sótt í gamanleik eftir Aristo, Gli Supposti; og enn fleiri atriði mætti telja, þar á meðal leik- lausnir sem era ættaðar beint úr gamanleik eftir Bibbiena kardinála, La Calendria. Allt þetta tíndi franski leikstjórinn Jean Vilar fram, þegar hann var sjálfur að veijast ásök- unum um að sýna Moliére ekki næga virðingu. Hvaða virðingu sýndi Moliére sjálf- ur? spyr Vilar, sem neitar því, að verkið eigi að uppfæra sem kómisk-raunsæilegt drama, líkt og 19. aldarmönnum þótti við hæfa. Ég vil fá safa skopleiksins heimspeki- lausan segir Vilar og vitnar í annan frægan franskan leikstjóra, Louis Jouvet, sem sagði að það væri ekki langt frá því maður vildi kalla leikinn „vaudeville", skemmtileik. En á Comédie Francaise leika þeir Aurasálina hins vegar sem stílfærðan gamanleik. Þann- ig greinir menn á um leiðir, því að verkið er auðugt, og þannig eiga menn trúlega eftir að túlka Aurasálina á ýmsan og ólíkan hátt, meðan leikhúsið stendur. Því að allir era sammála um það, að í verkinu býr lífskraftur og um leið dýpt, sem hefur það yfír allan fjöldann annarra verka. SÍÐUSTU ÁRIN Meðal síðustu verka Moliéres era Le Bourgeois Gentilhomme eða Uppskafning- urinn (1670), Les Fourberies de Scapin eða Hrekkjabrögð Scapins 1671, Les femmes savantes eða Lærdómskonumar 1672 og loks síðasta verkið, Le Malade imaginaire eða ímyndunarveikin 1673. Moliére lék g jama aðalhlutverk í leikjum sínum, Amolphe í Eiginkvennaskólanum, Tartuffe, Harpagon í Aurasálinni, M. Jourdain í Uppskafningn- um, og nú var hann að leika Árgan, hinn ímyndunarveika, þegar hann lést, aðeins 51 árs að aldri. En það hefur ekki þótt alltaf guði jafn þóknanlegt að leika kómidíu, og svo sterkur var andróðurinn gegn þessum höfuðsnillingi, að hann var eftir lát sitt heygður utangarðs og í dag veit enginn hvar hann liggur. En legsteinn hans lifir öðra lífi og hefur reynst óbrotgjamari en flestar vörður. Til íslands barst Moliére eins og fyrr segir fyrir rúmri öld. Skólapiltar eiga þar mestan heiðurinn, og þannig er um það leik- rit, sem nú verður jólaleikrit Þjóðleikhússins, að það hafa menntaskólanemendur í tvígang flutt, en hins vegar hefur það aldrei komist fyrr upp á svið atvinnuleikara, og var því tími til kominn. Annars hafa leikhúsin leik- ið Moliére talsvert og þó ímyndunarveikina oftast, sem hefur orðið með vinsælustu leik- ritum hérlendis. Hins vegar er þó enn langt í land, að við höfum eignast Moliére allan, til dæmis er eitt höfuðverk hans og um leið allra heimsbókmenntanna, Mannhatarinn, ósýnt hér enn. Þar hafa nefnilega átt lengri leið upp á hið íslenska leiksvið þau leikrit hans, sem samin era í bundnu máli, þau era nefnilega ort undir alexandrínskum hætti, sem er okkur erfíður í skauti vegna þess m.a. hversu áhersla í íslensku er óiík þeirri frönsku. í fyrra kom þó ágæt þýðing á Tartuffe og er að vona, að Karl Guðmunds- son láti þar ekki staðar numið. En á jólum kemur sem sagt Aurasálin, kannski hans mesta verk í óbundnu máli, tragískur skopleikur, sem lýsir manni sem skeytir hvorki um skömm né heiður né til- fínningar sinna nánustu, ef hann fær fullnægt fégræðgi sinni. Hann er eins og Mutter Courage: í lokin hefur hann ekkert lært. Hann er aurasál. Höfundurinn er starfandi leikstjóri og fyrrum þjóð- leikhússtjóri. Ingimar Erlendur Sigurðsson Aðventa / klukkunni nýr er kliður sem kólfurinn hljómburð treysti; í bijóstinu hjartað biður um bamið sem endurleysti Nú felst í þeim hljómi friður sem fórnin á krossi reisti. Hríðarjól Kyrrt vakti Ijós á kerti, komið að þeirri stundu: fjárhirðar guðslamb fundu. Snjóklukku himinn snerti, snæstjörnur niður hrundu: mjallhvítar drottin mundu. Hríðina stöðugt herti, hjörtun í kófi stundu: drottins á krossi dundu. Jólasnjór Himins opnar hólfin guðs heilagi blær; Kristur snertir kólfinn og klukkan djúpt slær: í jötunni jólasnær. Fönn og djúpur friður, hann fyrir mig dó; kyrrð og dulinn kliður, hann klukkunni sló: nú hann stígur niður í nýfallinn snjó. Höfundurinn er skáld og býr í Kópavogi. AURASÁLIN EFTIR MOLÉRE Fnimsýning í Þjóðleikhúsinu 26. des. 1986. Leikstjórn ogþýðing: Sveinn Einarsson Leikmynd: Paul Suominen Búningar: Helga Björnsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Persónur og leikendur: Harpagon: Bessi Bjarnason Cleante: Pálmi Gestsson Elise: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir Valere: Jóhann Sigurðarson Mariane: Guðlaug María Bjarnadóttir Anselme: Gísli Alfreðsson Frosine: Sigríður Þorvaldsdóttir Meistari Simon: Hákon Waage Meistari Jakob: Sigurður Sigurjónsson La Fleche: Randver Þorláksson Dame Claude: Þórunn Magnea Magnúsdóttir Brindavoine: Jón Símon Gunnarsson La Merluche: Emil Gunnar Guðmundsson Lögreglufulltrúinn: Flosi Ólafsson Skrifari: Júlíus Hjörleifsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.