Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 46
LITIÐINN f KASTALA DÖNSKU KONUN GSF J ÖLSKYLDUNN AR
Aðalstofa Rosemborg-kastalans / Danmörku. Loftið er bogalaga og alsett listaverkum og skreytingum. Fyrirmiðju sjástsilfur-
Ijónin þtjú, sem getið er ígreininni. Þau vega um 80 kíló hvert.
Margrét Danadrottning ásamt eigin-
manni sínum, Hinrik.
I
HÖLL
KÓNGS OG DROTTNINGAR
„í ævintýrunum eru kóngar,
drottningar, böm þeirra og hallir
yfírleitt í fremur stórum hlutverk-
um. Oftar en ekki koma hallimar
fyrir sjónir sem óraunvemlegir bú-
staðir, eitthvað sem er bara til í
ævintýrum." En sú er hreint ekki
raunin eins og við eigum eftir að
* * sjá eftir þessa heimsókn í Rosen-
borg-kastalann, sem tilheyrir
dönsku konungsíjölskyldunni.
Það var Kristján IV Danakon-
ungur sem lét reisa sér þennan
kastala. Sagan hermir að Kristján
hafí gengið á fund arkitekta sinna
og sagt við þá: „Ég vil svo fallegan
og giæsilegan kastala að jafnvel
helstu aðalsmenn Danmerkur
standi á öndinni." Menn brettu upp
ermamar og létu hendur standa
fram úr þeim, og fyrr en varði, eða
árið 1924, var kastalinn tilbúinn.
„Stóra húsið í garðinum", eins og
Kristján IV kaus að kalla kastal-
ann, hefur staðið óbreytt frá
upphafi, ef frá er talið venjulegt
' ' viðhald sem fylgir öllum húsum.
Geymsla fyrir konung-
lega erfðagripi
Hinar konunglegu stórveislur
sem tíðkuðust hér áður fyrr tilheyra
nú sögunni, en Rosenborgar-kastal-
inn var mikið notaður til slíkra
veislna. Margrét II Danadrottning
notar kastalann nú eingöngu sem
geymslustað og safn fyrir erfða-
gripi Qölskyldunnar.
Safn Friðriks IV af glerskurðar-
myndum er í kastalanum. Feneyja-
borg gaf dönsku konungsfjölskyld-
unni safnið árið 1709 og þykir það
eitt fegursta og dýrmætasta safn
glerskurðarmynda í Evrópu.
Kastalinn ber þess merki að þar
hafa haft aðsetur sitt sérstakar
persónur, sérvitrar og metnaðar-
gjamar. Þar er einn marmarasalur
sem Friðrik III lét gera sérstaklega
fyrir hluta hinna konunglegu dýr-
gripa, meðal annars hásæti fjöl-
BRYNJA TOMER
TÓKSAMAN
skyldunnar og annað sem tilheyrði
krýningu Danakonunga. Friðrik III
virðist þó ekki hafa getað leyft sér
að hafa salinn úr ekta marmara og
fékk því til sín fæmstu listamenn
þess tíma, sem komu frá Flórens
til að ná fram barrokk-andrúms-
lofti úr fölskum marmara. Því
verður ekki neitað að salurinn er
afar glæsilegur og sennilega ekki
á færi nema sérfræðinga að sjá að
þama er ekki ekta marmari á ferð-
inni.
Silfurþræðir á veggjum
Soffía Amalia drottning lét vegg-
fóðra tónlistarsal kastalans með
veggfóðri sem í vom ofnir silfur-
þræðir. Svefnherbergi Friðriks IV
er ekki síður fallegt en annað í
Rosenborgar-kastalanum. Á veggj-
um em gríðarstórir silfurspeglar,
þar sem parkettlagt gólfið úr olívu-
við speglast á skemmtilegan hátt.
í aðalstofu kastalans em þrjú
silfurljón hið fyrsta sem mætir aug-
anu. Ljónin em í fullri stærð og
vega um 80 kílógrömm hvert um
sig. í bronssal kastalans em mjög
fallegar bronsstyttur, meðal annars
eftir Bertel Thorvaldsen. Hann
dvaldi mikið á Ítalíu og bera sumar
styttumar þess augljós merki, en
fyrirmyndirnar sótti hann oft á
tíðum í sögu og venjur Rómveija.
Margrét Danadrottning og Hin-
rik, maður hennar, sjá til þess að
kastalanum sé haldið við og um-
hverfísins gætt. Margrét hefur látið
eftir sér hafa að ekki sé hún nú
jafnhrifín af öllum gersemunum
sem þar séu innandyra. „Þarna er
til að mynda sófí sem tilheyrði
Kristjáni IV, en hann hafði mjög
umdeildan smekk, og ég er lítt hrif-
in af sófanum," er haft eftir drottn-
ingunni. „Einnig em þar munir sem
konungsfólkinu hafa verið gefnir í
brúðargjafír, en em einskis nýtir
og brotna aldrei." Þeim sem ekki
hafa eins mikið handa á milli og
konungsfólkið kann að þykja þetta
undarlega mælt. Einhveijum gæti
jafnvel dottið í hug það sem sú
gamla sagði eitt sinn: „Sjaldan
launar kálfur ofeldi.“ Og lái það
honum hver sem vill.