Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 24
BOÐBERI NÚTÍMALISTAR EFTIR HANS PLATSCHEK /þrjá og hálfan áratug eða frá árinu 1580 til ársins 1614 málaði E1 Greco suður í Toledo á Spáni myndir af riddurum, helgum mönnum ogatriði úrgoðsögnum. En það varsvo ekki fyrr en ílok síðustu aldar að hann var uppgötvaður á nýjan leik — sem dulhyggjumaður, ermálaði ofsafengnar sýnir í vímu; eða þá menn álitu hann guðhræddan draumhuga með heldur lélegt handbragð í málaralistinni. En ístærstu sýningu, sem nokkurn tíma hefur veriðhaldin á verkum E1 Grecos, kemur málarinn fram ínýju ljósi sem snilldarmálari, eryfirvegar afýtrustu nákvæmni áhrifamátt litameðferðar og myndbyggingar. Hann ermálari, semyfirvann hömlur ríkjandi málarahefðar síns tíma og varð brautryðjandi nútíma málaralistar. Eittaf stórverkum E1 Grecos: „Jarðarförde Orgazargreifa“, 480x360cm. hérer atburðurinn látinn gerastjafnt á himni ogjörðu. Hann var gleymdur og grafínn í 3oo ár en er nútímalegri en nokkur af málurum fyrri alda. Listamenn eins og Cézanne, Picasso og Kokoschka fóru í smiðju til hans um aldamótin síðustu og sumt úr nýbylgju síðasta áratugs á rætur sínar að rekja til þessa spænska 16. aldar meistara. Greco, sem sá kirkjunni fyrir hinu hentug- asta myndefni, sem þjónaði þessum tilgangi. EinangraðOg Stríðshrjáð LAND Ástandið á Spáni var á þessum árum ekki sem allra bezt. Hið volduga ríki, þar sem sólin gekk aldrei til viðar, eins og Karl V Spánarkonungur, faðir Filippusar, hafði komizt að orði, var þegar tekið að sundr- ast. Að vísu sigraði Filippus Spánarkonung- ur Frakka og háði sigursæla orrustu við Tyrki hjá Lepanto, en skömmu síðar tóku málin að snúast Spánveijum í óhag; Niður- lönd sögðu skilið við Spán og hinn mikilfeng- legi spænski floti, armadan, beið hinn herfilegasta ósigur gegn Englendingum árið 1588. Allur þessi kostnaðarsami styijaldar- rekstur hafði gert landið blásnautt og Jafnvel nafn hans — eða öllu heldur uppnefni hans — hljómar ekki rétt: „El“ er ákveðni greinirinn á spænsku, en „Greco“ er ítalskt nafnorð. Sennilega talaði Domenikos Theotokopoulis, eins og hann hét réttu nafni, eingöngu ítölsku þegar hann kom til Spánar frá Feneyjum í kringum 1576 og átti að svara þeirri spumingu, hvers lenzkur hann væri: „Greco", Grikki. Það er þó nokkuð fleira vitað um æviferil hans, enda þótt nokkur óvissa ríki um dagsetning- ar og ártöl. Skólaður Hjá Ítölum Málarinn fæddist árið 1541 á Krít. Fjöl- skylda hans, sem bar ættamafnið „Theo- toki“ — þ.e. „af Guði getinn“ — var frá Býsanz (Miklagarði) og bjó við mjög góðan efnahag. í fyrstu málaði hann sennilega eingöngu íkon eða grísk-kaþólskar helgi- myndir af Jesú, Maríu mey eða einhveijum dýrlingi; allar þær myndir em nú löngu glat- aðar. Árið 1565 hélt hann til Feneyja, en eyjan Krít var á þeim tímum feneysk ný- lenda. Ætlun hans var að læra málaralist þeirra tíma hjá meistumnum Tizian og Tintoretto. Myndir hans frá því tímabili bera vitni um iðni hans og auðsveipni við kennara sína; hefðbundnar í myndbyggingu og litameðferð. Hann dvaldi nokkur ár við listnám sitt í Feneyjum og Rómaborg. Þessi gríski listmálari hélt til Spánar af því að hann hafði heyrt, að Filippus II, Spánarkonungur, væri að leita uppi lista- menn til þess að skreyta höll sína Escorial, rétt við Madrid, sem þá var verið að byggja. Mynd hans „Píslarvætti heilags Máritíusar og hinnar þebversku hersveitar," sem máluð var árið 1580 og ber þegar öll einkenni E1 Grecos sem sérstæðs listamanns, fann af trúarlegum ástæðum alls enga náð fyrir augum konungsins: Honum fannst staða hermannanna á þessari altaristöflu allt of áberandi í myndfletinum, en líflát hins helga manns hljóta of veigalítinn sess. Þar sem listamaðurinn hafði þar með reynzt ónothæfur sem hirðmálari, dró hann sig í hlé til borgarinnar Toledo, en þar ávann sér fljótlega aðdáendur, vini og stuðnings- menn. Heimili hans var ríkmannlegt og fjölmennt, enda kostaði heimilishaldið hann dijúgan skilding. Hann fylgdist vel með í bókmenntum og tók mikinn þátt í tónlist- arlífi Toledoborgar; þegar svo bar við, að hann lenti í málaferlum við þá aðila, sem pantað höfðu myndir hjá honum, þá snerist málið nær aldrei um sjálfar myndimar, held- ur fremur um þá upphæð, sem málarinn vildi fá í þóknun fyrir listaverkið. í Skugga Rannsóknarréttarins Þessi innflytjandi átti aldrei í neinum útistöðum við hina voldugu spænsku kirkju; þvert á móti naut málarinn sérstakrar hylli prestastéttarinnar í Toledo. Hinn sögulegi bakgrunnur þeirra tíma verður að teljast haldgóð skýring á því, hvers vegna hinum sérkennilegu, litríku og glæsilegu myndum E1 Grecos var svo vel tekið af kirkjunnar mönnum á Spáni. Á þessu tímabili var kaþ- ólsk trú á Spáni mun strangari en í sjálfri Róm. Spánveijar gengu að því með oddi og egg að koma á hjá sér kaþólskri siðbót. Þannig hóf Filippus Spánarkonungur, í nán- ustu samvinnu við kirkjuna, allt að því ofstækisfulla herferð um gjörvallt ríki sitt; hann lét ofsækja trúvillinga, lét með valdi skíra gyðinga og araba til kristinnar trúar. Rannsóknarréttur spænsku kirkjunnar tók þá þegar að ávinna sér það skelfilega orð- spor að vera hinn miskunnarlausi og ósveigj- anlegi hæstiréttur í öllum trúarlegum efnum. Hann var ekki lagður endanlega niður fyrr en árið 1834. Hin fræga mynd E1 Grecos af Niíio de Guevara, kardinála, sýnir ekki einungis kirkjuhöfðingja með homspangargleraugu, heldur einnig rán- fuglssvipinn á forseta Rannsóknarréttarins, sem vakir með miskunnarlausri hörku yfir trú sinni. Andstæður þessa skuggalega trúarofsa birtast svo aftur í hugmyndum manna um hið yfímáttúrulega svið tilverunnar, sem ekki einungis kemur svo glögglega fram í list E1 Grecos, heldur og á trúverðugan hátt fram í spænskum helgisögum á borð við sögu Theresu frá Avila og mörgum fleiri áþekkum. Siðbót kaþólsku kirkjunnar á Spáni vildi því enn minna hina trúuðu á þá skyldu sína að heyja baráttu og stríð, Guði og kristinni trú til dýrðar og framgangs. Það var E1 „Kristur á 01íufjallinuu (lo2xll4cm) ermáluð einhvern tíma á árunum milli 1597 og 1603 og var ein afþeim fjölmörgu myndum, sem máluð var eftirpöntun spænskra klerka. Neðan við engilinn virðist svo sem postularnir sofi ígagnsæum klettaskúta. Með borgina Toledo sem baksvið lætur E1 Greco hinn trojanska prest Laokoon og syni hans kljást við eiturslöngurnar. Þetta er hluti myndarinnar, sem er 142xl93cm ogmáluð á árunum 1608 -1614. „E1 Expolio" 185xl73cm, máluð 1578, sýnir Krist á því andartaki, þegar rómversku hermennirnir eru að afklæða hann purpurakápu háðungarinnar. Öll birtan í myndinni virðist geisla frá ásjónu frelsarans. aðstæður, sem á þeim tíma ríktu á Spáni, koma þær einkennilegu mótsagnir hvað gleggst fram, sem valdið hafa félagsfræð- ingum seinni tíma, með boskapinn sinn um tengslin milli listsköpunar og þjóðfélags- gerðar, svo og innblásnum marxískum alþýðuloddurum sárasta hugarangri; því hvernig er unnt að útskýra það, að E1 Greco málar sínar einstæðu, tjáningarfullu og fijálslegu myndir einmitt handa þegnunum í þessu vanþróaðasta og afturhaldssamasta þjóðfélagi álfunnar — og þetta þjóðfélag veitti málaralistinni að sínu leyti betri tæki- færi og mun meira tjáningarfrelsi en fram að því hafði yfirleitt þekkst nokkurs staðar í Evrópu. Eftir dauða E1 Grecos var nafn hans lengi vel hulið gleymsku. Á öndverðri 19. öld tóku myndir hans að vísu um tíma að birtast við og við á sýningum í París, enda hafði allt sem spænskt var þá komizt mjög í tízku. Annars sást lítið til mynda þessa sérkenni- lega meistara. Hina eiginlegu frægð öðlaðist listamaðurinn E1 Greco fyrst fyrir rúmlega 30 árum. Menn tóku þá skyndilega að gera sér að fullu ljóst, að hann var einmitt sá málari sem með spámannlegum innblæstri hafði vísað leiðina beint inn á svið nútíma málaralistar. Það var tekið að nefna E1 Greco fyrsta 20. aldar málarann — um- mæli, sem alls ekki eru út í bláinn. Ein af aðalástæðunum fyrir þessum dómi um list E1 Grecos er hvernig hann notfærir Þetta gæti veriðnútíma listaverk ef ekkisæust áþvíaugljós höf undareinkenni E1 Grecos, þar á meðal höndin efst til vinstri, sem margiráttu eftirað taka til fyrirmyndar. í þýzka listatímaritinu, Art — Das Kunstmagazin, þar sem greinin birtist upphaflega, er talið að sumir formbyltingarmenn fyrir og eftir aldamótin síðustu hafi mikið lært af þessari mynd, þar á meðal Cézanne, Picasso (á bláa tímabilinu) og Oscar Kokoschka. styijaldimar einangruðu Spán auk þess að mestu frá öðrum ríkjum Evrópu. Þannig reyndist Filippusi Spánarkonungi það all- sendis ómögulegt að koma í veg fyrir, að hinn framfarasinnaði Hinrik IV settist í hásætið í Frakklandi. Áhrifavald Spánveija fór alls staðar dvínandi. Filippus konungur var sagður með öllu óbifanlegur í sinni einstrengingslegu trúar- sannfæringu, svo mjög að það jaðraði við kenjar. Hann þótti í senn mikill fagurkeri og meinlætamaður í lifnaðarháttum. Sagt var, að hann notaði hina dýrðlegu glæsihöll sína, Escorial, fremur sem felustað gegn umheiminum en sem raunverulegan kon- unglegan bústað. Þegar hann var kominn á gamals aldur er sagt, að hann hafi jafnan sofið í líkkistu til þess að venja sig við og búa sig undir dauðann. FRELSI í Listsköpun í Aft- URHALDSSÖMU ÞJÓÐFÉLAGI En einmitt við hinar þrúgandi þjóðfélags- sér ljósið i málverkum sínum. í mörgum beztu myndunum hans er ljósið algjörlega óraunverulegt það fellur ekki á myndina á léreftinu, heldur virðist fremur geisla frá léreftinu — hvort sem það þjónar þeim list- ræna tilgangi að framhefja einhveija mannveru eða jafnvel beina athyglinni frá henni. Baksvið mynda hans, fyrst og fremst himinn og klettalandslag, eru þrungin svo miklum krafti, að þau öðlast eins og eigið líf á myndfletinum við hlið hinna upp á við leitandi mannvera í forgrunninum. í ein- staka myndum virðist baksviðið jafnvel hafa smeygt sér hljóðlega í lykilhlutverk mynd- byggingarinnar. Aðeins útlínur, svartir drættir dulbúnir sem skuggar, endurkast ljóssins, sem maður veit ekki hvaðan kemur eða þá skarpar andstæður í litum gera lík- amana augljósa á hinum órökrétt lýsta myndfleti. Þetta brot á reglunum um notkun ljóss í málverki veitir myndum E1 Grecos sérstæð- an blæ hins yfnjarðneska, þar sem líkamar, fjöll og ský birtast í flóði af ljósi og skugg- 24 _ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.