Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 22
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Aurasálinni: Bessi Bjarnason í hlutverki Harpagon, Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Meistara Jakobs og Pálmi Gestsson í hlutverki
Cléante. r
Þ J O Ð
Moliére og
Aurasálin
Af fáum nöfnum veraldarsögunnar leggur ann-
an eins ljóma, eins og af nafni Moliéres. Þegar
Frakkar tíunda sína andans menn er það oft-
ar en ekki, að nafn Moliéres verður þeim fyrst
á vörum og er þar þó mikið mannval, hugsuð-
EFTIR SVEIN
EINARSSON
Þetta fræga gamanleikrit
Moliéres barst hingað
fyrst fyrir rúmri öld og í
tvígang hafa
menntaskólanemar flutt
það. Það er nú í fyrsta
sinn flutt hér af
atvinnuleikurum og
verðurjólaleikrit
Þjóðleikhússins,
frumflutt á annan dag
jóla.
ir eins og Montaigne, Pascal, Montesquieu,
Rousseau, Voltaire, skáldin Racine, Cor-
neille, Hugo, Baudelaire, Verlaine, lengi
mætti telja. Eða tónskáld, byggingarlistar-
menn, kvikmyndagerðarmenn, dansasmiðir,
að ógleymdum öllum myndlistarmönnunum.
Sennilega eru Frökkum þó fáir eða engir
kærari en Moliére og þjóðleikhús þeirra,
Comedie Francaise, elsta þjóðleikhús verald-
ar, heitir líka öðru nafni Hús Moliéres.
En hver var hann? Hann hét reyndar
réttu nafni Jean-Baptiste Poquelin, og Moli-
ére var það nafn sem hann tók sér, þegar
hann lét eftir löngunum sínum og fór að
troða upp á leiksviði, í stað þess að sinna
lögfræðistörfum eins og menntun hans sagði
til um; Moliére varð líka skáldanafn hans,
því að brátt fór hann einnig að setja saman
leiki fyrir sig og félaga sína.
En byrjum á byijuninni. Hann var fædd-
ur í París ánð 1622, og af efnuðum
borgurum kominn, faðir hans var konung-
legur hirðveggfóðrari og vildi koma synin-
um, sem fljótt sýndi að hann hafði líflegar
gáfur, til mennta. Hann gekk í mennta-
skóla, sem hét Clermont (þessi skóli er enn
til og heitir í dag Louis-le-Grand og munu
Parísar-íslendingar kannast við hann);
þarna nam hann hjá jesúítum. Þess er getið
að skólapilturinn Moliére hafi hneigst að
fornaldarhöfundum og ekki síst hafi hann
ástundað latnesku gamanleikjahöfundanna
Terentíus og Plautus. Þetta var kannski
ekki svo óvenjulegt námsefni á þessum
árum, og til gamans má geta, að um líkt
leyti lásu einmitt skólapiltar í Skálholts-
skóla Terentíus. En af verkum Moliéres
síðar, má reyndar sjá, að hann hefur lesið
þessa höfunda óvenju grannt, því að til
þeirra sækir hann beinlínis efnisþræði og
atvik, meira að segja í Aurasálinni okkar.
Moliére lagði líka stund á heimspeki, sem
löngum hefur þótt gott veganesti á lífsleið-
inni og síðan lauk hann lagaprófi við
háskólann í Orléans 1642, aðeins tvítugur
að aldri.
Leikhúsmaðurinn
En nú tók líf hans allt aðra stefnu. Þess
er getið, að allt frá bamæsku hafí tilburðir
og uppátæki trúðanna og fíflanna á markað-
inum á Saint-Germain heillað hann; ein
sögn, ósönnuð að vísu, gengur út á það,
að hann hafí ungur gerst nemandi hins
fræga ítalska leikara Scaramouche, sem
auðvitað var ættaður úr spunaleiknum
ítalska, commedia dell’ arte, en sú alþýðu-
leiklist hefur löngum verið talin einn af
hápunktum leiklistarsögunnar, þó að ekki
væri mikið á blað fest í þeim leikjum og
um bókmenntalegt gildi mætti deila; en það
er nú einu sinni svo, að á leiklist dugir ekki
að leggja bókmenntalegt mat eingöngu og
hefur mörgum orðið hált á því. Hins vegar
leituðu skáldin mjög til commedia dell’ arte
(sem trúlega átti sér, fyrir sinn part, rætur
í trúðleikjum og markaðsleikjum allar götur
til Rómveija og Griklqa); þar er Moliére
fremstur í flokki, en einnig Goldoni, Gozzi,
Holdberg, Marivaux, svo að nefnd séu að-
eins fáein þekktustu nöfnin.
En það mun hafa verið árið 1643, að
Moliére kynntist leikkonu, sem Madeleine
Béjart hét, og hafa menn löngum haft fyrir
satt, að vingott hafí verið með þeim. En
hvað sem veldur, tekur hinn ungi Jean-
Baptiste okkar sig til ásamt Madeleine og
fjölskyldu hennar, og stofnar leikhús, sem
valið var heitið l’íllustre Théátre, hið stór-
fræga leikhús. Samtímis tók hann sér heitið
Moliére. Æskan hugsar stundum hátt og
sýnir ekki hógværð í samræmi við þroska,
en svo fór, að áður en tvö ár voru liðin, var
hið stórfræga leikhús komið á hausinn.
Þegar þetta gerðist voru fyrir tvö rótgróin
leikhús í París, Hðtel de Bourgogne, sem
einkum fékkst við harmleiki, og Théátre du
Marais (kennt við Marais-hverfíð, sem enn
stendur og ýmsir þekkja), og samkeppnin
varð of mikil, enda reyndi Moliére fyrir sér
með harmleikjum, sem þá voru í tísku og
það var ekki hans sterkasta hlið, eins og
síðar kom í ljós.