Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 19
JÓLANÓTT Smásaga eftir Guy de Maupassant Ijólaboð? Nei, guð hjálpi mér. Ég ætla ekki í neitt jólaboð. Hinn feiti Henri Templier sagði þetta svo önuglega, næstum eins og maður hefði sagt eitthvað óvið- eigandi. Hinir hlógu og spurðu: En af hverju æsirðu þig svona? Af því að þessi bannsettans jólasiður fór einu sinni svo illa með mig, að ég hef aldrei getað glwmt því síðan. Hvernig þá? Eg veit ekki, hvort þið munið hvað það var kalt á aðfangadagskvöld fyrir tveim árum? Signa var lögð, fátæklingarnir frusu í hel og mann kól næstum af því að ganga smá spöl eftir götunni. Ég var önnum kafinn við stórt verkefni og hafði afþakkað öll jólaboð. Ég vildi heldur eyða kvöldinu við skrifborð mitt. Ég snæddi einn og settist svo niður við vinnu mína. En þegar klukkan var að verða tíu, komst ég, þrátt fyrir góðan ásetning minn, í jólaskap við að hugsa til allra þeirra sem nú héldu glaðir upp á jólin í París. Ég gat einnig heyrt í gegnum vegginn, að ná- grannarnir héldu jól. Ég gat alls ekki einbeitt mér að því, sem ég var að skrifa og það var heldur ekki neitt vit í því. Ég byrjaði að ganga um gólf, settist og stóð upp aftur. Eg gat ekki hætt að hugsa um gleðina, sem var allt í kringum mig, en ég tók ekki þátt í, svo að ég lét eftir löngun minni að haldajól. Ég sagði ráðskonunni minni að leggja á veizluborð, ná í tvær kampavinsflöskur, fara niður í veitingahúsið og sækja eitt- hvað gott að borða: ostrur, kaldar akur- hænur, krabba, skinku og kökur. Svo mætti hún gjarnan fara að sofa. Þegar allt var til reiðu, fór ég í frakkann og gekk út. Vandinn var bara sá að ég hafði engan til að halda jólin með. Allir vinir og vinkon- ur mínar voru upptekin. Ef ég hefði óskað að þau væru mér til samlætis, hefði ég orðið að bjóða þeim með fyrirvara. En svo fékk ég þá hugmynd að kannski gæti ég gert góðverk. Ég sagði við sjálfan mig: I París er ógrynni af fallegum heimilislaus- um stúlkum, sem ekki hafa efni á að halda hátíð. Ég ætla að verða hjálparhella einnar þeirra. Ef ég lít vel í kringum mig, get ég örugglega fundið eina, sem mér líst á. Eins og ég hafði ætlað mér, fór ég út og tók að litast um. Auðvitað mætti ég mörgum smátelpum í ævintýrafeit, en ég fann enga, sem heillaði mig, því að ég er veikur fyrir fallegum stelpum vel í holdum. Allt í einu á móts við Varieté-leikhúsið kom ég auga á kvenveru, sem mér féll í geð. Hún var yndislega þybbin og snoppu- fríð, kornung og töfrandi og augu hennar voru svört og stór. Ég spurði hana, hvort hún gæti hugsað sér að snæða girnilegan kvöldverð, og þáði hún boðið, án þess að hugsa sig um eitt andartak. Stundarkorni síðar sátum við undir borðum heima hjá mér. Það fyrsta, sem hún sagði, þegar hún kom inn, var: „Nei, en hvað það er yndislegt hérna." Hún horfði í kringum sig, bersýnilega ánægð yfir að vera komin í húsaskjól á þessari ískóldu vetrarnótt. Hún var stórkostleg og mér fannst að hún gæti eignast hjarta mitt að eilífu. Hún tók af sér hattinn og fór úr kaþunni. Við byrjuðum að snæða, en þá virtist hún ekki njóta sín og var döpur á svip. „Hefurðu áhyggjur af ein- hverju," spurði ég. „Gleymum því,“ sagði hún. Hún tæmdi kampavínsglasið sitt í einum teig, ég fyllti það á ný og hún tæmdi það á ný. Brátt kom roði fram í kinnar henni og hún fór að hlæja. Þá varð ég alveg heillaður af henni og brátt tók ég eftir því, að hún var hvorki heimsk né illa til fara, eins og margar þessara kvenna geta verið. Ég spurði hana um ævi hennar, en hún færðist þá undan og sagði að við skyldum heldur tala um eitthvað annað. Um siðir hættum við að snæða og ég fór að taka af borðinu sem stóð við opinn arineldinn. Djúp stuna kom mér til að snúa mér snöggt við. „Hvað er að?“ spurði ég. Hún svaraði ekki, heldur stundi eins og hún liði miklar þjáningar. Ég spurði aftur: „Er þér illt“? Þá rak hún allt í einu upp angistar- vein. Ég hljóp til hennar. Andlitið var afmyndað, hún engdist sundur og saman af kvölum og ég fór að halda að hún væri að deyja. Ég varð stifur af hræðslu. í uppnámi hrópaði ég: „En, hvað er að, svaraðu mér, hvað gengur að þér?“ Hún svaraði engu og grét því ákafar. Ég laut yfir hana og allt i einu skildi ég það. Hún var að því komin að eignast barn. Ég var alveg ruglaður, þaut til nágrannans og lamdi á hurðina. Hún var opnuð upp á gátt og ég hrópaði: „Hjálp, hjálp.“ Heil hersing af fólki kom þjótandi út. Það hélt bersýni- lega að það hefði orðið slys eða að einhver stórglæpur hefði verið framinn í næsta nágrenni. Loksins gat ég stamað: Það er kona inni hjá mér sem er að fara að ... að ala barn. Þau þustu inn til hennar og töluðu hvert í kapp við annað, meðan ég hljóp niður stigann til að sækja gamlan lækni sem bjó í næstu götu. Þegar ég kom til baka með lækninn var allt húsið í uppnámi. Alls staðar var kveikt og þegar allt þetta fólk kom auga á mig reyndu allir að yfirgnæfa hina, svo að ég gat varla heyrt hvað það sagði. Loksins skildi ég þó: — Það er stúlka. Læknirinn rannsakaði móðurina og sagði að ástand hennar væri varhugavert. Er hann fór, sagðist hann tafarlaust senda mér hjúkrunarkonu og fóstru. Konurnar tvær komu klukkustund síðar með mikinn tæknibúnað. Ég eyddi nóttinni sitjandi í stól og var svo ruglaður að ég gat ekki séð fyrir afleiðingarnar af því, sem hafði gerst. Snemma næsta morgun kom læknirinn. Hann sagði að sjúklingurinn væri mjög veikur og ekki væri ráðlegt að flytja hann. Konan yðar .. .byrjaði hann. Ég greip fram í fyrir honum: Hún er ekki konan mín. Jæja þá ástkona yðar, hélt hann áfram, það kemur í sama stað niður ... því næst taldi hann allt upp sem ég ætti að gera og þau lyf sem ætti að sækja. Hvað átti ég að gera? Átti ég þrátt fyrir allt að senda vesalinginn á sjúkrahús? Allir í húsinu, já allir í hverfinu myndu líta á mig sem hjartalausan þrjót. Ég leyfði henni að vera, og í sex vikur lá hún í rúminu mínu. Hvað með barnið? Það sendi ég í fóstur til fjölskyldu úti á landi. Ég borga enn 100 franka með því á mánuði. Af því að ég féllst í byrjun á að borga, þá verð ég að halda því áfram, og seinna þegar það vex úr grasi, heldur það að ég séfaðirsinn. En sjaldan er ein báran stök. Þegar stúlkunni var batnað, var hún orðin ást- fangin af mér. Hún elskaði mig ofsalega og neitaði að fara. Og hvað svo? Hvað svo? Hún er ekkert nema skinnið og beinin og ég kæri mig ekki hætishót um hana. Ég kom henni loksins út úr húsinu og nú eltir hún mig um allt, felur sig einungis til að sjá mig ganga framhjá, bíður við húsið, þegar ég kem heim á kvöldin og er að gera mig vitlausan. Þarna hafiði ástæðuna fyrir því, að ég get ekki hugsað mér að halda jól. héngu yfir drykkjurútunum og vitleysingunum, börn um og sópurum og fráskildum og efagjömum konum sem hrópuðu hallelúja! Lofið Drottinn! í sama bili og fyrstu regndroparnir féllu á Lundli, beran skalla hans. Þarna var sóknarpresturinn svartklæddur og lögregla í einkennisbúningi og hvítklætt hjúkrunarfólk sem tók Lundli að sér: Stakk sprautum í hann er hann hrópaði móti regni og vindi lofið Drottinn allir syndarar fyrir náð hans á náð ofan takið krossinn og fylgið Drottni. Þá fölnaði hann og hvarf inn í sjúkravagninn meðan Konráð og Adolf studdu krossinn í óveðrinu í bænum Molde. Sóknarpresturinn svartklæddur steig upp á smjörlíkiskassann hans Lundli á torginu: Farið þið heim! bauð hann, þetta er villa, sjúkdómur, meira að segja truflað geð. Jesús meinti bókstaflega ekkert með orðum sínum um krossa, táknræn voru þau og hafði byrðir í huga, hrópaði presturinn Mynd: Bragi Ásgeirsson. af kassanum til vitleysingsins. Þá brast himinninn yfir bænum Molde og eldingu sló niður gegnum myrkrið eins og logandi ör mót kirkjutuminum. Klukkumar tóku að hringja af alefli, já, jönn skalf og eins og Nóaflóð steyptist regnið niður. Ég öslaði heim í stórum stígvél um, fór skemmstu leið yfír kirkjugarðinn, greip kastaníumar sem flutu í grænu hýði sínu frá gröf til grafar. og eftir að ég hafði etið brauðsneiðar með smjörlíki og sírópi kom nóttin með drauma sína til okkar bamanna og vitleysinga og syndara: Við flugum vængjalaus yfir bæinn, fómm skáhallt eins og fuglasveimur með vitleysinginn Lundli og kross hans í fararbroddi, stigum mót himni, þar sem stórir fiskar bruna áfram frá botnlausu myrkradjúpi. Höfundurinn er forstöðumaður Norræna hússins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.