Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 38
U R GLATK I STUNN I
SÆKONUÞATTUR
EFTIR EIRIK LAXDAL
Klængur hét bóndi sá, er bjó í Ketu og var
hann ríkur maður. Kona hans hét Vilborg
og þótti hún skörungur mikill, en þó ærið
ráðastór við bónda sinn. Klængur tekur vel
á móti biskupi, og hvíldist hann þar í tjaldi
sínu um nóttina. Að morgni var gott veður
og þægilegt; var biskup em og snemma á
fótum, og sáu menn á honum gleðibragð
fremur venju. Hann kemur að máli við
Klæng bónda, segjandi: „Víða höfum vér
þegið góða veislu í þessari ferð, en þó
hvergi betri en að Hvammi; olli því hinn
góði og feiti lax, sem vér höfðum þar til
veislu. Nú svo sem vér gimumst hvem dag
nýrrar breytingar, þætti oss sæmilegt að
þú veittir oss þá veislu með nokkmm fersk-
um rétti, að oss þætti ekki á skorta, þar
sem þú ert ríkastur maður hér á Skaga.“
Klængur mælti: „Ófær þykist ég til þess,
herra, að gjöra yður þá veislu, er nálægt
komi að jafnaði veislu Sveinbjamar prests;
miklu síður aðra, sem af beri, allra helst á
meðan ég ekki veit, hveija hluti þér mest
gimist."
Biskup mælti: „Ferskur fiskur og kút-
magar stöðva best gimd vora og heilag-
fiski."
Bóndi mælti: „Þessa hluti skortir mig nú,
er langt er sfðan er hér hefir verið róið.“
Biskup mælti: „Svo er margt af ungum
mönnum hér saman komið völdum, að hægt
mun vera að gera eitt skip til róðurs; en
þar er ég sé, að þessir ungu menn hænast
að Ólafi tjaldmanni vorum vegna ungdóms
kunnugleika (skal hann formaður vera), því
að bæði er í honum framkvæmd og hinir
aðrir viljugir að fylgja honum.“
Klængi þótti vænt um orð biskups og
valdi þá ena frískustu, er þar voru saman
komnir; urðu þeir allir viljugir þar til, bæði
til að stilla forvitni biskups og þá ekki síður
sína eigin, ef þeir gætu fengið nokkuð að
vita af Ólafí, því að almannarómur var á,
að hann mundi vita fleira en hann segði.
Þá þegar þeir voru tilbúnir, setti Klængur
bóndi fram skip sjálfur og reru þeir fram á
Húnsnesbrúnir; staðnæmdust þeir ekki fyrri
en þeir komu á Djúpu-Kletta; drógu þeir
þar marga þorska og hina mestu gnægð
af heilagfíski um daginn.
En Ólafur gat ekki orðið var, og þótti
honum það furða mikil, því að hingað til
hafði hann verið hinn fískisælasti maður.
Nú svo sem kæti var mikil meðal skipveija,
því að það voru gjörvallt ungir menn á skip-
inu, utan Klængur bóndi, — er var miðaldra
maður eður heldur hniginn á efra aldur, en
bar sig þó mjög vel, því að maðurinn var
ríkur og lifði svo að segja í mesta sælgæti
— gerðu þeir svo sem smágys að Ólafí og
spurðu, hvar nú kæmi fram kvensemi hans,
er hann drægi ekki eina smálúðu. Gamans-
harðneskja kom að Ólafí, þegar hann heyrði
þetta, og reif færið upp úr botni með flýti
og kastaði því ásamt önglinum. Litaðist
hann þá um og sá, að hákarlasóknir lágu
í skipinu, og höfðu þær verið af hendingu
eftir skildar, og fylgdi þar með sterkur ólar-
vaður. Þettar þrífur hann og rekur út
sóknina beitulaust og segir: „Ekki þykist
ég kvennamaður vera, ef ég dreg hér ekki
upp mey væna.“
„Svo mun fara,“ sagði Klængur, bros-
andi, „en það kýs ég þó ekki fyrir dóttur
mína, því að ekki mun hún verða hreinni
eftir en áður.“
„Hana kjöri ég þó helst," segir Ólafur,
„því að gaman mundi vera að sjá, hvemig
henni kynni við að bregða, ef ég þreifaði
til hennar að þér aðsjáandi."
„Ég ætla þá,“ sagði einn af skipveijum,
„að hún mundi þá verða nógu ijóð.“
„Skírlífsteikn er roði á meyjum," segir
Ólafur, „því að þegar blóðið leikur í kinnun-
um, gefa sig í Ijós draglínur allar, meyjaræð-
ar hreyfa sér við með nokkurskonar spilandi
dansi og svo sem tvær elskandi systur sam-
lima, líka sem smáleikandi og hvor aðra
með sérlegu yndi umfaðmandi, smáfela sig
stundum og út gægjast aftur um nokkur
augnablik, allt eins og tvö siðsöm, en þó
leikfull ungmenni."
Til þessa voru lögð fleiri gamanyrði, og
varð þar af mikil skemmtan.
En á meðan þeir voru þetta að tala, fór
vaðurinn með sókninni að botni, og þegar
hann hafði grunnmál tekið, sagði hann:
„Hér skal ég við una, þar til er ég verð var.“
Varð af þessu hlátur mikill og hló Ólafur
einna mest, því að þetta þótti ekki rétt að-
ferð.
Þegar Ólafíir hafði þannig dúð nokkra
dúninga, tekur hann viðbragð og fer að
draga. Flesta furðaði, þegar þeir sáu þetta,
því að sóknin var svört og ryðbrunnin, og
þar með beitulaus. En þegar þeir sáu, að
herti mjög í vaðnum, fengu þeir aðra hugs-
un og tóku ífærur, hnalla og keppi, og héldu
það væri hafmey, því að drátturinn hafði
mjög líka aðferð, og flagaði sjórinn allmjög.
Eftir nokkur umbrot sáu þeir koma nokk-
uð lítinn veg frá skipinu kykvendi nokkurt,
að vexti og skapnaði sem mey, sextán eður
sautján vetra að aldri. Þessi skepna gaf frá
sér raust skiljanlega, en þó svo dimma, eins
og tveimur þungum steinum væri saman
barið, svo hljóðandi: „Sleppið mér, því að
faðir minn er þyrstur."
Nú dró gaman af mönnum, er þeir sáu
sjón þessa, og tók flesta til að felmta, því
að klæði hennar voru til að sjá sem samlímd-
ar skeljar yfrið fagrar sjónum. Belti hafði
hún um sig með nokkurskonar algljáandi
tölum. Á báðum síðum voru stórir hringar
af einhverri, þeim ókenndri skeltegund, og
þar í hafði sóknin fest sig á síðunni annarri.
Ólafur sagði þá: „Nær muntu nú verða
að koma, heillin," og dregur hana að sér;
tekur undir heiidur henni og færir hana inn
í skipið, segjandi: „Heil sértu, hjartað mitt,
og hefí ég ekki oft séð þig; munum við nú
fylgjast að að fínna biskup vom.“
„Hvað hefi ég með biskupið yðar?“ sagði
hún, „og látið mig niður aftur, því að ég
þarf að flýta mér.“
Flestir menn tóku undir og sögðu, að
best væri að sleppa ódrætti þessum, því að
hann liti út fyrir að vera hinn versti óvættur.
„Óvættur hefí ég aldrei verið haldin af
mínu fólki," segir hún, „því að ég er al-
þekkt sem hin ríkasta mær og fegursta í
öllum Demantafjöllum."
„Ekki munu þá allar fríðar í þínum byggð-
um,“ sagði Klængur.
„Svo mun þér þykja,“ svaraði hún, „en
vita máttu það, að hver hefír sitt eðli, og
það, sem er fagurt í þínum augum, er ófrítt
í mínum og hefír hver tegund sinn eigin-
leika.“
Var nú farið að tala um, hvað við hana
skyldi gera, en flestir vildu að hún væri
drepin, og henni út fleygt.
Olafur sagði: „Þungur dómur þætti mér
það vera, ef ég skyldi hann bíða, er ég
kæmi til annarra þjóða. En það, sem hver
vill láta sér gera, skyldi hann öðrum sýna,
og færum hana í land fyrst að sinni.“
Klængur bað hann því ráða — „og skal
það á þínu valdi.“
Sáu menn þá að hryggð sveif að sækon-
unni af þessum orðum og tók hún biturlega
að gráta og biður að hún fara megi til föður-
byggða.
„Að þessu sinni fær þú það ekki,“ segir
Ólafur, „en því skal ég lofa þér, að þú skalt
á morgun heim komast, ef svo er, að þu
ert fróð á fréttum þeim, er ég mun þig að
spyija."
„Freista má þess,“ segir hún, „og mun
ég úr flestu leysa, er þig forvitnar, því að
allt mun ég til vinna, að ég komist til
byggða minna og fái lífi að halda, því að'
vita máttu það, að frekur er hver til fjörs-
ins.“
Settust þeir nú til róðurs og héldu til
lands, því að langan tíma hafði ekki fískur
hjá þeim tekið.
Nú með því að logn var og hægviðri,
tekur Ólafur að spyija hana og segir: „Heyrt
hefí ég af forfeðrum mínum, að fólk byggi
á mararbotni, en því hefí ég ekki trúað, þar
sem mér þótti sú sögn ólíkindaleg; en nú
fæ ég með sanni að sjá, að það hefír ekki
eintómur hégómi verið, en fullur sannleik-
ur. Seg mér því nokkra undirrót þar til, svo
að ég skilja kunni, að menn með líkama og
sál lifí í vatninu eins og vér á þurrlendi, eða
eru þeir menn?“
„Undarlega spyr þú,“ sagði hún, „þvert
á móti sjón þinni og heym. Þú kallar þig
sjálfan mann og það af þvi tilefni, að fyrst
hefír þú þá þekkingu, að þú veist að gjöra
mismun á því, sem fram við þig kemur,
hvort það sé þér til þægðar eða óþægðar;
því gleðst þú, þegar þér gengur vel, en
hryggist þar á móti, þegar þig hendir eitt-
hvert óhapp. Slíkt er tilefni hugsana þinna,
að þú veltir fyrir þér í huga þínum, hvem
veg þú kunnir þann veg gjörðum þínum að
stýra, að þú fyrirbyggir skaða þinn, en auk-
ir miklu fremur lán þitt. Þenna þinn
hugsunarhátt verkar andi nokkur, er í þér
byggir og þú sál kallar, þessi stýrir þínu
ráði, til þess að þú gjörir mismun þess hins
góða og hins vonda. Þenna mismun köllum
við skilning. Þar til bætist málrómurinn, er
verkar það að aðrir skilja og aðgreina hugs-
Inngangsorð
* *
Ur sögu Olafs Þórhallasonar
eftir Þorstein Antonsson
Einhvern tíma á árunum 1780—90 var skrifuð skáldsaga íslensk
um álfa og tröll, sæmenn og þá menn aðra, sem eru algengara
skáldsagnaefni, og um örlög manns sem ofín voru af vættum. í
bókinni eru nokkrir laustengdirþættir sem spilla ekki sögumynstr-
inu og tvímælalaust verður að telja Sögu Ólafs Þórhallasonar
fyrstu íslensku skáldsöguna eftir þjóðveldisöld, — sem þó hefur
ekki verið gert.
Bók þessi hefur ekki birst á prenti; hún er til í frumgerð sem er slitur og af-
skrift tveggja manna sem skrifuð er með hálfrar aldar miIlibUi hvor sinn hluta
sögunnar, tæpar 360 síður. Nálega ekkert hefur heldur verið fjallað um þessa bók,
tveir menn aðeins; Einar Ólafur Sveinsson gerði skrá yfir þjóðsagnaminni hennar
og birti 1940 í bók sinni Um íslenskar þjóðsögur en lætur bókmenntalega umfjöll-
un sitja á hakanum; Steingrímur Þorsteinsson ritar í bók sinni um Jón Thoroddsen
og skáldsögur hans um fyrstu tilraunir íslendinga til skáldsagnagerðar og þ.á m.
Olafssögu og höfund hennar Eirík Laxdal, enga heildarúttekt á bókinni er heldur
þar að finna og ekki fremur en hjá Einari neitt annað nytsamiegt en það sem þjón-
aðgat undir skynsemitrú þeirra, svo óréttmætt sem það þó er að láta slíkt sjónarmið
vera alrátt um mat á bókinni.
Nær lægi að álíta Ólafssögu móderískt skáldverk sem hún er: furðulegt völundar-
hús eins og mannlífíð er sjálft. Boðskaparrit um umburðarlyndi gagnvart framand-
leika, f fari manna einkum, og yfirleitt alls þess sem snertir mannlegt líf. Hafi
nokkurn tíma veríð til vegvillt sál á hjarnbreiðum sögunnar hefur það verið höfund-
urínn Eiríkur Laxdal. Og líklega hálft um hálft verið með Olafssögu að ríta
varnarskjaI fyrír sig og sína líka.
Eg mun engar frekari skýringartilraunir hafa í frammi í þessum aðfararorðum
heldur láta þann frásöguþátt sem ég hef valið og nefni Sækonuþátt tala sínu máli
sjálfan. En fyrst nokkur orð um höfundinn.
Eiríkur Laxdal var prestsonur frá Hofi á Skagaströnd, fæddist 1743. Hann nam
í Hólaskóla, varð snemma djákni, það er aðstoðarprestur, en lenti í því að geta
bam með dóttur biskups, Halldórs Brynjólfssonar, og hefur vist ekki veríð vært í
prestsembætti eftir það. Hann fór utan, til Hafnar, og nam við Hafnarháskóla uns
hann missti garðstyrk sinn og garðvist fyrir Ijótt orðbragð við garðprófast, umsjón-
armann; gekk þá í danska sjóherinn og var í honum á annað ár uns prinsessa ein
fékk hann lausan, segja heimildir. Varð kotbóndi eftir að til íslands kom, á Skaga,
lenti enn í bamsfaðernismáli, flosnaði upp og fór fjölskylda hans á hreppinn, hann
sjálfur á flakk. Dó 1816 án frekari staðfestu. —
Nokkrir rímnaflokkar eru til eftir Eirík Laxdal, einnig sálmar og eitt Ijóðabréf
a.m.k. Hluti annarrar skáldsögu, Ólandssögu, ertil, lakari, sundurlausari, mærðar-
fyllri, og af þessum ástæðum líklega eldri. Ólafssögu einkennir aftur á móti
samkvæmni í staðháttalýsingum, órofinn söguþráður gegnum alla bókina, líflegar
persónur sem mótaðar eru af sálfarslegu raunsæi. Kvenlýsingar eru meginefhi bókar-
innar og hlýtur hún að teljast meiriháttar framlag til slíkra sagna, íslenskra.
Eftirfarandi frásögn er ein margra slíkra sem sagan geymir; jafnframt má af
henni sjá hvernig Eiríkur grundvallar jafnan frásagnir sínar af hinum furðulegustu
uppákomum á fræðilegum niðurstöðum upplýsingaskeiðsins, ritunartíð sögunnar.
Ólafssaga greinir frá lífshlaupi Ólafs, allt frá barnæsku; þegar hér er gripið niður
í bókina hefur hann hálfnað þriðja tug ævi sinnar eða svo, hann er orðinn jnikils
metinn aðstoðarmaður Hólabiskups sem Guðandus nefnist, og er á vísitasíuferð
með biskupi um Skagafjörð. Þennan hluta skáldsögunnar sem aðra umlykur andrúms-
' loft þjóðsagna og ævintýra; hugarheimur hins óbreytta alþýðumanns er vettvangur
hennar og efniviður. En gefum Eiríki orðið:
anir þínar, og þannig getur þú sambundið
þig í félag með öðmm. Af þessu muntu
álykta, að þú sért maður, er þú hefír líkama
og sál. Líkamann sér þú og þekkir, en sál-
ina kanntu ekki að sjá, en þekkir hana þó
af þeim verkandi skilningi, sem í þér liggur
og hefír sinn stað í þínu bijósti, hér af
veistu, að hver sú skepna sem hefír þér
samlíkt eðli, er maður, jafnvel þó að ein-
hver umbreyting kunni þar á að vera eins
og á mér og þér, því að hvort tveggja emm
við menn, jafnvel þó að eðli okkar sé sundur-
leitt að mörgum hlutum."
„Fróð þykir mér þú vera,“ segir Ólafur.
„Ekki er mér það að þakka,“ segir hún,
„því að iðnin eykur alla mennt, og hefír
mér verið haldið til lærdóms frá ungdómi,
þar er náttúran hefír ekki neitað mér nein-
um námsgáfum."
„Hví hefír þú lagt þig eftir lærdómi sem
kona,“ sagði Klængur, „því að engi von
stendur til þess að þú fáir nokkum tíma
embætti?“
„Hver kona,“ sagði hún, „skyldi helst
læra, að hún kynni að koma inn hjá bömum
sínum dyggð og skynsemi með móðurmjólk-
inni, því að böm taka nákvæmara eftir því,
sem mæður þeirra segja þeim, allra helst á
meðan þau eru á þeim veika aldri. En þeg-
ar þau eru tekin til að stálpast og feðumir
38