Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 4
UR GLATK I STUNN I Móðirguðs og lækning þjóða UM UUU EYSTEINS ÁSGRÍMSSONAR Það hefur flestum nútíma íslendingum verið kennt í skóla, að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Fæstir munu þó þekkja kvæðið, sem rúmar heila heimsmynd með táknrænu myndmáli, með átökum á milli hins guðdómlega annarsvegar og Lúsífers hinsvegar, persónugervings ofbeldishneigðar og skammsýni. Ohófsmaður í ástríðu sinni eftir heilagleika — að verða heill hið innra — og lenti því þráfald- lega í útistöðum við menn og stofnanir á spilltri tíð; þannig var Eysteinn Asgrímsson sem sjá má af kvæði hans Lilju. Kvæðið er kristin heimsmyndarlýsing: sköpunar- saga, lýsing á tilvistarkjörum manna al- mennt, sem eru samkvæmt kvæðinu slæm. Skáldið lýsir úrræðum við aðstæðum sem eru heilbrigðri skynsemi þrálát ögrun, leit- ar jafnframt ástríðufullt að bestu möguleg- um kjörum fyrir sjálft sig á þeim vett- vangi sem það lýsir. Kvæðið er langt, hundrað erindi, átta vísuorð hvert. Kveð- skaparhátturinn er tilbrigði við dróttkvæð- an hátt, svonefnt Liljulag. Agústhítis keis* ari er sagður hafa ort baráttuljóð undir þessum hætti; svo ritar Finnur Magnússon, og telur Finnur háttinn vera í grundvallar- atriðum forngrískan. En vísar þó til fræða um skáldskap Asíuþjóða, segir að með líkum hætti hafi Persar órt. Kvæðið er talið ort einhverntíma á árun- um milli 1350 og 1360, annaðhvort áð Heigafellsklaustri á norðanverðu Snæfells- nesi eða í klaustririu Helgisetri í nágrenni Þrándheims í Noregi. Ef svo var sem líklegt er að Eysteinn Ásgrímsson hafi ort fleira en kvæðið Lilju þá er glataður allur annar skáldskapur hans en þetta kvæði — og vísubotn einn. Eiginhandarrit höfundar að kvæðinu er ekki til. Elsta uppskrift er frá 15. öld, svo- nefnd Bergsbókargerð og er hún talin áreiðanlegust þeirra uppskrifta sem til eru; talin standa næst frumgerð höfundar. Bergsbók er varðveitt á safni í Stokk- hólmi, en til er meðal minnisblaða Jóns Sigurðssonar, á handritadeild Landsbóka- safns íslands, eftirrit hans af Bergsbókar- upþskriftinni, og er eftirrit þetta notað við samningu þessarar greinar. Eiríkur Magn- ússon notaði sömu uppskrift og önnur gögn frá Jóni Sigurðssyni — sem lét sér mjög annt um kaþólsk helgikvæði — er Eiríkur þýddi Lilju á ensku; hafði til hliðsjónar aðra uppskrift sem varðveitt er í British Museum, þangað komin frá Ólafi Stephen- sen stiptamtmanni sem gaf sir Josep Banks er gaf þá uppskrift safninu. Þýðing Eiríks þykir til fyrirmyndar sem og skrif hans um kvasðið og höfund þess sem fyígja hinni ensku útgáfu hans á kvæðinu. Hann og Guðbrandur Jónsson hafa skrifað ítarlegast um kvæðið og eru önnur skrif um það í minna mæli liðtæk þeim sem öðlast vill fræðilega þekkingu á ljóði þessu. Meðal uppskrifta Jóns Sigurðssonar á kaþólskum helgikvæðum er umfjöllun Finns Magnús- sonar um Lilju, birt í bókinni Dana 1820. Finnur segir kvæðið enn vel þekkt á ís- landi en eingöngu í endurskoðaðri gerð. Mótmælendur hafi fundið sér not fyrir helgikvæðið Lilju en ekki fyrr en gerðar höfðu verið á því breytingar til samræmis við breyttar áherslur í trúarlífi kristinna íslendinga, það hafí verið fært til Mthersks iorfs. . Arngrimur Jónsson, kallaður „hinn lærði", breytti kvæðinu í þessu skyni og var sú gerð gefin út 1612, hin fyrsta út- gáfa þess. í annað sinn kom ljóðið út 1748 og þá aftur hin endursicoðaða gerð Arngríms lærða sem í anda siðskiptanna hafði snúið Maríubænum ljóðsins yfir á Krists. Til eru a.m.k. 25 uppskriftir þess frá fyrri tímum, flestar frá því eftir siða- skipti og ritstýrðar með sama fyrir augum. Algengt var um mótmælendur að þeir teldu sér skylt að þylja kvæðið allt vikulega, sumir daglega, en einmitt vegna þess að kvæðið hélt aðdráttarafli sínu þrátt fyrir siðaskiptin orðuðu menn sig sjálfa og ortu inn í kvæðið eftir hentugleikum, allir vildu Lilju kveðið hafa. Að sama skapi hefur reynst örðugt að finna „hina einu sönnu Liíju" eftir að áhugi fyrir kvæðinu tók að vakna á annað borð. * Ljóðið hefur verið gefið út a'm.k. þrjátíu sinnum. Á íslensku og latínu, dönsku, norsku, sænsku, þýsku, ensku, frönsku, hollensku og tékknesku og e.t.v. fleiri málum. Það kom út í þriðja sinn á íslensku 1913, Finnur Jónsson sá um útgáfuna. Guðbrandur Jónsson gaf kvæðið út 1944 og aftur síðar. Við útgáfu sína bar Guð- brandur saman flestar eða allar uppskriftir að ljóðinu og fann út einhverskonar meðal- tal sem virðist ekki hafa verið vænlegra til árangurs en ef hann hefði notast við Bergsbókargerðina eina, — enda ljóðið víða lítt skiljanlegt í frágangi hans. 1947 gaf Páll Eggert, Ólason Lilju út í safnritinu íslands þúsund ár. Þrívegis síðan hefur kvæðið komið út og í öilum tilvikum í við- hafnarútgáfum án þess að rannsókn á sögu kvæðisins, efni eða gerð hafi legið til grundvallar, að því er séð verði. Um þá umfjöllun, sem kvæðið hefur fengið á íslensku, gildir að einlægnin, sem einkenn- ir það, er lögð að jöfhu við barnaskap og fávísi fyrri tíðar manns með hliðsjón af heimsmennsku hins upplýsta nútíma- manns; skáldið virðist þá einhverskonar loftsýn, því miður án nokkurrar áreiðan- legrar staðfestu. Því miður vegna þess að heimsmynd kvæðisins, siðfræði, mannleg tilvistarkjör samkvæmt því og úrræði við þeim eru raunar skynsamlegri en af hefur verið látið. Og sjálfur er hann þama, uppi- vöðsluseggurinn, mannasættirinn, tvíbend- ur allt til róta, brennandi af þrá eftir þeim heilagleika sem upphefji fallinn mann, en þar með upptendraður af ástriðu sem hin helgu fræði kenna að komi í veg fyrir slíka upphafningu. Baráttan, sem kenna má að er kveikja þessa ljóðs, er barátta mennsk- unnar við eðli sitt fremur en einstaklings við samvisku sína vegna atburða í lífí hans sjálfs. Guðsmyndin er nútímaleg, tilverusnið þess guðs, er skáldið ákallar í upphafi kvæðis, er „tímarúmssamfella" eðlisfræði okkar aldar: Almáttigur guð, allra stétta, yfirbjóðandi engla og þjóða, ei þurfandi staði né stundir, staði haldandi í kyrrleiks valdi, senn verandi úti og inni, uppi og niðrí, og þar í miðju--------- Skáldið biður þetta almætti síðan um andríki, kveður sig hafa jafnvel ríkari ástæðu fornskáldum til að yrkja lofgjörð til þess guðs, hyggst segja af „fögrum stór- merkjum drottins verka". Og hefur sköpun- arsögu: Fyrstu verkin skaparans urðu him- inn og jörð og þá níu stéttir engla, — þar má sjá að englar eru hvatar sumra atburða jarðneskrar tilvistar, þeir eru milliliðir. 1 miðaldaskrifum, ljóðurri og lausu máli, er fleirtala orðsins tími notuð oftar en við höfum efni til; af síðustu vísuorðum upp- hafserindisins, sem áðan var vísað til, verð- ur ráðið að Eysteinn telur líðandina með tvennskonar móti: Gerði hann heim og teygði tíma tvo jafhaldra í sínú valdi. Englar eru tenglar tvennskonar tíma (al- gers og afstæðs eða hvað?). En í þessari nýju vídd, vegna þeirra kringumstæðna, varð frívilji til, þar með sjálfræðishneigð, „hið illa". Lúsifer tók að umbreytast: MektarfuHur er af bar öllum í náttúruskærleik sínum, skapaður góður, og skein í prýði, skapara næstur í vegsemd hæstri, eigi lét sér alla nægjast engill mekt þá er hafði fengið, með ofbeldi öðlast vildi æðri sess og virðing bæði. LjÓsberi þessi, Lúsifer, er í veigamiklum atriðum ólíkur þeim djöfli sem miðalda- kirkjan kostaði að ófrægja í fræðum sírium. Þeim sem Jón þumlungur óttaðist mest og Milton orti um í Paradísarmissi sínum: Þótt mikið fari fyrir óvininum í kvæði Eysteins er hann ekki alillur. Fjandi Ey- steins er ' einfaldlega persónugervingur ástríðna. Hann var óvæginn og ætlar sér þá dul að deila við drottin „hversu sem vegnar". Hann sökk því „sem blývarða í djúpleik jarðar". Lúsifer gat við svo búið af sér ofbeldið, hið illa — sem er góðleikinn afskræmdur. Fjandann og „feiknt" ofbeldið kallar Eysteinn feðgin. Fjandanum daprað- ist sjón, með líkingunni er átt við innsæis- gáfuna, konungshugsunina, hið sjötta skilningarvit; og fylgir þessi dapra sjón stundum útlistingum miðaldafræða á Lúsi- fér föllnum. í upphafi kvæðis gerir Eysteinn ráð fyr- ir tímabili á jörðirini áður en hún hlaut þá útlitsprýði sem síðar varð hennar, og því næst skeiði slíks fríðleiks án lífríkis, þá tímabili óvitsmunalegs lífs sem orðið var til af „vatni og moldu". Síðan „breytti guð hætti" og sendi lífinu anda „með léttum blæstri af lofti hæsta"; andann leiðir af „heitleika af sólarreitum". Kemur þetta allt heim við nútímavísindi hvernig sem það má vera, — að frátöldum guði sjálfum sem „rétt" vísindi láta liggja milli hluta eins og kunnugt er. Drottinn kveikti vits- muni með lífverum og þar með getu til skilnings. Og er þá maðurinn nefndur til kvæðisins, Adam, frjáls og í náðum og á allskostar við heiminn. Líka Eva, talhlýðin kona. Og eiga þau vísa vist í Páradís með niðja sína sem getur varla talist góð ka- þólska; „með æru, vald og ástir", segir þar. En jafnframt glæsilegri framtíðarsýn lýsir drottinn fyrir Adam og Evu að þau verði dauðleg ef þau snæði af ávexti epla- trésins; lýkur ræðu sinni með orðunum: „Þið munuð ráða". Valið er frjálst. Þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.