Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Page 4
Kristur á leið til Emmaus. Tréskurðarmynd eftir þýzka listamanninn Karl Smidt-Rottluff. HUGLEIÐING UM KRIST OG MENNINGUNA í Kristi þrá menn kunnáttu í listinni að lifa, kunnáttu í listinni að deyja þegar þar að kemur, kunnáttu í listinni að lifa með honum, öðrum og sjálfum sér þannig að gefandi sé og með hófi á því sem hófs þarf. Til að öðlast þá kunnáttu, þarf frelsi í Kristi sem má ekki aðeins vera hugsýn heldur raunverulegt frelsi sem menn finna fyrir þegar þeir öðlast það. Eftir ÞÓRIJÖKUL ÞORSTEINSSON „Meðan hann var í Jerúsalem á páska- hátíðinni fóru margir að trúa á nafn hans því þeir sáu þau tákn sem hann gjörði. En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn því hann þekkti alla. Hann þurfti þess ekki að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur hvað i manni býr.” Með nokkrum sanni má segja að í hvert skipti sem maður opnar munninn til að tala, lokar honum til að þegja eða hefur í frammi eitt- hvert atferli sem berst til vitundar annarra, taki hann til brúks skerf af menningu sinni og leggi henni nýtt til. Menningin er lifandi og breytist, tekur mið af þeim mönnum sem hana skapa vitandi vits eða ekki. Hver at- höfn, hvert orð er að einhverju marki nýr menningarskerfur þó í litlu sé. Hér gildir einu hvert siðgæðismat er lagt á orð og gerðir; manndráp, morð, hórdómur og hvað- eina eru fylgifískar þeirrar menningar sem þau eiga sér stað í eða rekja má til henn- ar. Menning er ekki ólík manni; í henni eiga sér stað ýmis átök eins og í manni, í menn- ingu er sumt uppbyggilegt og annað eyði- leggjandi, þannig er það líka með mann. Margir líta á menningu sem hjálpræðismeð- al, — hjálpræðisveg einstaklinga í samfé- lagi, hún er sögð binda samfélagið saman með meginstraumum sínum og þeir einstakl- ingar sem hún mótar meira og minna, verða í stórum dráttum sammála um þarfir, nauð- synjar og hugðarefni. Menning er ávöxtur þessa og hún lýsir fólkinu sem hana skapar enda er hún á marga vegu lík manni eins og að framan var sagt. Menningin leitast við að afneita hlutum og fyrirbærum sem hugnast ekki hugsýnum hennar, það gerir maður líka. Hún vill helst aðeins sýna betri hliðamar þegar fletir hennar eru til um- ræðu. Er þessu ekki líkt farið með mann? í munni margra er „menning” jákvætt hugtak og er þá jafnan talið vísa til alls hins besta sem mannsandinn hafí lagt til uppbyggingar og ræktunar fólks í samfélag- inu. Þeir sem þannig nota hugtakið menn- ingu tala gjarnan um ómenningu eða gervi- menningu þegar grárri hliðar samfélagsins sýna sig eða mistök verða á sviði menningar- legrar viðleitni. Eftír mínu viti er menning allt sem menn gera eða láta ógert í tilteknu eða ótilteknu samfélagi, Sé til gervimenning eða ómenning, eru vísast einnig til gervi- menn og ómenn. Með því að nota hugtakið „menningu” aðeins í jákvæðri merkingu, eru þeir sem það gera ef til vill fyrst og fremst að reyna að staðsetja sjálfa sig innan þess sem í menningunni er viðtekið en einhveija aðra fyrir utan. Menning vísar því hvorki til jákvæðs eða neikvæðs veruleika eftir því sem ég best fæ séð nema hvort tveggja væri, því hún er mannlegur ávöxtur, fálm eftir hjálpræði og öryggi í allri tvöfeldn- inni. Menn reyna með menningunni að finna hjálpinni farveg: menningin er þeirra hjálp- ræðisbrölt og þar leitast þeir við að frelsa maga frá hungri, huga frá tómleika, hendur frá iðjuleysi og svo framvegis. Blekking Menningarinnar Menningin byggist ávallt að meira eða minna leyti á hugsýnum um einhvers konar fullkomnun (ideals), hugmyndum um fyrir- myndarástand. Þessar hugsýnir geta verið af hvaða tagi sem er, en sennilega eru þær ávallt tengdar ýmsum siðgæðisviðhorfum og gera það að verkum, að mannlífíð er sagt eiga að vera með einum hætti fremur en öðrum. Náist ekki að viðhalda Jiættinum eina er talað um mistök, ólán, ógæfu eða eitthvað þaðan af verra, eftir ástæðum. Hugsýn menningarinnar er eins og „filter” á linsu ljósmyndarans sem dregur úr misfell-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.