Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 4
„...þeir fundu bæði Guð og mann4 6 að er alkunna, að trúarleg minni eru hin algeng- ustu í allri list og fyrr á tímum sóttu listamenn einkum yrkisefni í biblíuna eða aðrar trúarleg- ar frásagnir. Margir þekktustu málarar og myndhöggvarar listasögunnar hafa verið þar Ljósmynd Þjóðminjasafnið. Listfræðingur og guðfræðingur líta á nokkrar altaristöflur úr íslenzkum kirkjum og frá ýmsum tímum. Eftir ÞÓRU KRISTJÁNS- DÓTTUR og HJALTA HUGASON að verki, en ekki er fámennari sá skari óþekktra listamanna, sem mundað hafa skurð- arhníf eða blandað litum á spjald Guði sínum til dýrðar. Ugglaust ætla margir, að þetta eigi einkum við um listina erlendis. Svo er þó ekld. Til er mikið af trúarlegum listaverk- um frá fyrri öldum hér á landi eftir íslenska og erlenda listamenn og mætti rekja trúarsög- una og listasöguna með því að virða fyrir sér Krist eins oglistamenn ólíkra alda lýsa honum í kirkjum okkar. Reyndar hefur dregið úr því í seinni tíð og er það einnig umhugsunarefni. íslenskir myndlistarmenn tuttugustu aldar hafa sumir hveijir unnið verk fyrir kirkjur, einkum þó frumherjamir Pórarinn B. Þorláks- son, Ásgrímur Jónsson og Jóhannes Kjarval. Athyglisvert er, að þeir leitast allir við að koma Kristsmyndinni og frásögn Biblíunnar inn í íslenskt landslag. Fleiri af eldri kynslóð- inni unnu fyrir Mrkjur, en enginn helgaði sig kirkjulist, og er því í flestum tilvikum um stök verk að ræða, oft máluð fyrir kirkjur á æskustöðvum listamannanna. Sú afstaða kemur víða fram í trúarbrögðum, að menn megi ekki gera sér myndir af guði. Því máli gegnir til að mynda bæði um gyðing- dóm og íslam, þau trúarbrögð, sem næst standa kristninni. Múslimir mega heldur ekki gera myndir, er sýna andlit Múhameðs, helsta spámanns Allah og höfundar trúarinnar. Um Krist gegnir öðru máli. í jólaguðspjalli Jóhannesar er rætt um Krist, sem hina full- komnu opinberun á huldum leyndardómi Guðs. Af þeim sökum er hann kallaður Orðið. Þar segir meðal annars: „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn einn á frá föðumum.“ (Jóh. 1:14.) Boðskapur jólanna gengur því út á það, að dýrð Guðs hafði Udæðst holdi manns í Kristi, sem er „... Guð af Guði, Ijós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum...“, eins og segir í trúarjátningunni frá Níkeu. En hann er einnig sannur maður, fæddur af konu, hold og blóð. Af þeim sökum er mögulegt að gera af honum myndir, enda hafa listamenn glímt við það verkefni frá fornu fari. Mynd af Kristi verður þó aldrei einvörð- ungu hugleiðing um ytra útlit hans. í sér- hverri Krists-mynd felst einnig glíma við áleitnari spumingar: Hver var Jesús frá Nas- Ufsakristur. aret og hvað felst í Krists-hlutverki hans? Sérhver mynd Krists felur því í sér mikla guðfræðilega sköpun. Hér á eftir verður brugðið upp nokkrum mismunandi myndum Krists og leitast við að drepa á helstu listfræðilegu og guðfræðilegu áherslur þeirra. Ufsakristur Þóra: Ufsakristur er talinn elsta krists- myndin sem varðveitt er hér á landi, þó alltaf sé hæpið að fullyrða um það hvað sé elst eða fyrst í þessum efnum sem öðrum. Þessi kristsmynd kom til Þjóðminjasafnsins um aldamótin síðustu. Hún kom þangað úr Ufsakirkju í Svarfaðardal, en sú kirkja fauk í aftakaveðri aldamótaárið. Þegar ný kirkja var byggð, var sætt færi að endumýja nokkra gripi hennar, sem úreltir þóttu, og með bisk- upsráði voru því nokkrir munir hennar seldir Fomgripasafninu, þar á meðal þetta foma krossmark. Þessir gripir þóttu þá fremur eiga heima á safni heldur en í lifandi kirkju. Nú teljast þessir gripir úr Ufsakirkju meðal helstu gersema safnsins. Við sjáum hér kristsmynd af krossi. Hún er öll skorin úr birki, rúmur metri á hæð. Hinn krossfesti er sýndur lifandi og méð upp- réttu höfði, krýndur sem konungur, og hann stendur á stalli. Fæturnir eru negldir hvor með sínum nagla. Þetta er rómanskt verk, og því varla yngra en frá 11. öld. Það má því ætla, að þetta sé sá Rristur sem Islendingar horfðu til og treystu á hér á landi þegar krist- in trú var tekin fram fyrir heiðna fyrir þús- und ámm. Rómanski stfllinn, eða hringbogastíllinn, sem hann hefur verið kallaður, var ríkjandi listastfll á áhrifasvæði rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá því um 900-1200. Byggingarst- fll þessa tíma var einskonar framhald af hinum klassíska rómverska byggingarstfl, og ein- kenndist af notkun hringboga, bæði sem undirstöðu, í gerð hvelfinga og til skreytinga. Byggingamar em samanreknar og þungar ásýndum. List þessa tíma hefur einkum varð- veist í höggmyndum sem verið hafa á fram- hliðum kirkna, súlnahöfðum, skímarfontum og fágætum kirkjugripum. Yfirbragð þeirra einkennist af strangleika og stflfærðri einföld- un. Allt yfirbragð verksins lýsir upphafinni tign, sem gjaman einkennir rómanska list. Mynd- byggingin er einföld, hárlokkarnir falla niður um herðamar, langt yfirvararskegg snúið upp í vangana, stílhreint, velkembt hökuskegg, meira að segja em klæðafellingamar skornar í fast ákveðið mynstur. Likneskið hefur verið málað og má enn greina litarefni á stöku stað. Yfir öllu verkinu hvílir ró, andstætt gotnesku listaverkunum sem á eftir komu. Hjalti: Konungur á krossi! Líkaminn endurspeglar hreysti og lífsþrótt, andlitsdrættirnir stolt og stórmennsku. Á höfði ber hann konungskórónu. Hár og skegg Altaristafla Muggs. Það er hluti myndarinnar sem hér er sýndur. Ljósmynd Jón Ögmundur Þormóðsson. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.