Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 7
Kristur séra Hjalta Altaristaflan í Dómkirkjunni Altaristafla Þórarins B. Þorlákssonar Altaristafla Nínu Tryggvadóttur í Skálholti og hraða á suðrænum öngstrætum um nótt. Kona á ferð með barn í fangi. Hugurinn reik- ar til Maríu með barnið á flóttanum til Egypa- lands með barnið, — eða þrýstir hún því að hjarta sér eftir að hafa hlýtt á dularfullar framtíðarsýnir öldunga og spákvenna í must- erinu í Jerúsalem? Hver er þessi drengur, sem hún hefur borið undir belti og fætt í þennan heim? Hvaða stórmerki varða framtíð hans? Til hinnar hliðarinnar óþekktir menn á hijóðskrafi. Hugurinn reikar til Emmaus-far- anna, áður en augu þeirra lukust upp. (Lk 24:13-35.) Hugurinn hvarflar enn lengra, til þeirrar óvissu og vonbrigða í kjölfar krossfest- ingarinnar, sem sagan af lærisveinum Jóns í Brauðhúsum endurspeglar í samnefndu verki eftir Halldór Laxness. Pau vonbrigði eru þó framandi fyrir þeim, sem játa trú og von uppri- sunnar. Með nokkrum hætti kalla myndfletir vængj- anna fram andstæður við boðskap og hughrif miðflatarins. I altaristöflunni er teflt fram spennu og óvissu andspænis þeim friði, sem nálægð Krists veitir. Altaristafla Nínu Tryggvadóttur Þóra: Nína Tryggvadóttir vann ekki mikið fyrir kirkjur, en verk hennar, sem hún gerði fyrir Skálholtsdómkirkju, skipar henni í röð helstu listamanna þjóðarinnar í trúarlegum efnum. Þessi stóra Kristsmynd, sem gerð er úr mörgþúsund steinfellubrotum í öllum regn- bogans litum, mest þó í bláum, birtist kirkju- gestum á kórvegg, eins og draumsýn eða opin- berun. Mynd Nínu, sem hún gerði á sjöunda ára- tugnum, er einstæð í sinni röð í fleiri en einu tilliti, því myndlistarmenn hér á landi á þess- um tíma unnu lítið sem ekkert fyrir kirkjurn- ar. Skýringu á því má efalaust finna, þó ekki verði farið út í þá sálma hér. Athyglisvert er þó, að Nína, og Gerður Helgadóttir, samtíma- listakona hennar, sem mikið fékkst við að skreyta kirkjur hér, einkum með steindum glei-myndum, — báðar þessar listakonur lifðu og störfuðu lengst af erlendis, og hrærðust í öðrum menningarheimi á'tímum kalda stríðs- ins en við hér heima. Og Baltasar, sem tals- vert hefur málað fyrir kirkjur hér síðustu áratugina, er fæddur og uppalinn í útlöndum. Hjalti: Hver er sá Kristur, sem rýfur harð- an vegg dómkirkjunnar í Skálholti? Ef til vill er þetta hinn upprisni Kristur. Sá Kristur, sem kom til fundar við lærisveina sína bak við læstar dyr og byrgða glugga, er þeir komu saman og syrgðu meistara sinn krossfestan, dáinn og grafinn. Ef til vill er þetta þó allt annar Kristur, Kristur dulhyggjunnar. Hinn andlegi og eilífi. Sá' sem efni, líkami, hugur og hugmynd fá ekki rúmað. Sá Kristur, sem er óháður stað og stundu. Sá, sem er alltaf og alls staðar, hinn guðlegi Kristur. Hann rýfur vegginn með opnum faðmi. Ljós, loft, andvari, vatnaniður, fuglasöngur, angan íslenski’ar moldar fylgir í fótspor hans gegnum múrinn. Þetta er sá Kristur, sem lifir í öllu lífi, andar í öllu, sem anda dregur, býr innst í náttúrunni, náttúru landsins og náttúru okkar, sá Kristur, sem gefið hefur okkur hlut- deild í sonardómi sínum og rétti Guðs barna. Þetta er sá Kristur, sem gefúr okkur nýjan anda og nýtt hjarta, biður í bænum okkar, leggur okkur jútningu og lofsöng á tungu. Sá Kristur, sem gerir okkur mennsk frammi fyr- ir Guði og í samfélagi við aðra menn. Altaristafla Kjarvals Þóra: Jóhannes Kjarval málaði nokkrar altaristöflur, en þær hlutu ekki allar náð fyr- ir augum kirkjunnar manna, og höfnuðu því sumar í einkasöfnum vina hans. Þekkt hefur þó orðið altaristaflan sem hann málaði fyrir kirkjuna í Borgarfirði eystra, á æskuslóðum hans. Onnur tafla eftir Kjarval er ekki eins þekkt, það er tafla sem hann málaði fyrir kirkj- una á Innra-Hólmi. Hér er krossinn á Golgata auður. Kannske er þessi Golgata hér á landi, fjöllin í baksýn og hraunhæðin gefa það til kynna. Því verður ekki haldið fram hér að þessi mynd Kjarvals hafi haft þau áhrif, að Krists- myndir hurfu úr íslenskum kirkjum í marga áratugi. Svo þekkt varð þessi altaristafla aldr- ei. Það hafa vísast fremur verið áhrif frá arki- tektum, og einhvem óskilgreindri tísku. Þeir myndlistarmenn sem einkum hafa unnið fyrir kirkjurnar á síðastu árum hafa kosið tákn- myndir fremur en eiginlegar Kristsmyndii’. Þar ber að nefna Benedikt Gunnarsson, og þó einkum Leif Breiðfjörð. En skyldi þetta vera að breytast? Hjalti: Hver ert þú, Jesús frá Nazaret? Hvemig ert þú? Hveijir eru andlitsdrættir þínir, persónulegt útlit og einstaklingsein- kenni? Hvemig er hægt að túlka ólík og um margt andstæð hlutverk þín í mynd? Hvernig getur hið tímanlega rúmað hið eilífa? Hvernig getur það einstaka rúmað hið algilda? Hvem- ig getur hið holdlega opinberað það, sem er andlegt? Fær engin snilld tjáð leyndardóm þinn? Ert þú hulinn, óþekktur og óþekkjanlegur, dulinn í mikilleik þínum handan reynslu og tjáningar? Er það þess vegna, sem kross þinn birtist hér auður, grár og líflaus, máður af veðri og vindum á hraunbungu gróinni lamba- grasi og fjalldrapa við grastó og fjall, sem rís í fjarska? Yfir öllu grúfir grár himinn, sem dylur marga leyndardóma en afhjúpar engin svör. En þó við sjáum þig ekki í raunsannri mynd, þá finnum við, að þú ert nálægur, ert á Islandi — í náttúra landsins og lífi okkar, sem játumst þér. Altaristafla Steinunnar Þóra: I nýlegri samkeppni um altaristöflu fyrir Kópavogskirkju hlaut tillaga Steinunnar Þórarinsdóttur náð fyiir augum dómnefndar. Steinunn er reykvískur myndhöggvari, 38 ára gömul. Fótaþvottur Krists í lok heilagrar kvöldmáltíðar skyldi myndefnið vera. Tekið úr 13. kafla Jóhannesarguðspjalls. Steinunn hefur unnið þétta verk úr grjóti utan af holtinu, og gleri. Steinunn segir sjálf: „Það sem fyrst og fremst einkennir 13. kafla Jóhannesarguðspjalls í mínum huga er sú ást og sú auðmýkt sem Kristur sýnir lærisveinum sínum og þar með öllum mönnum. Hann kenn- ir okkur að guðdómurinn felist í auðmýkt- inni, að þjóna og elska. Á myndrænan hátt birtist hann okkur í hlutverki þjónsins og sýnir okkur þannig á skýran hátt að allir em jafnfr frammi fyrir Guði. Hann kennir okkur að þannig eigum við að breyta: „Því ég hef gefið yður eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður.“ Hjalti: Það er gott að ljúka hugleiðingum um Krist og Krists-myndir frammi fyrir mynd úr eigin samtíð. Hér glímir listamaður við eina sérstæðustu frásögu allra guðspjallanna. Frásöguna af fótaþvottinum í 13. kapítula Jóhannesarguð- spjalls. Hann, sem sérhver tunga mun tign og lof- syngja, lagði af sér yfirhöfn sína, girti sig líndúk og hellti vatni í mundlaug. Hann, sem var meistari og Herra gerðist þjónn og þræll. Hann, sem var hafinn upp í mætti og dýrð, gekk sjálfur inn í kjör þess, sem lægstur var. Ef til vill er fótaþvotturinn eðlilegt fram- hald af fæðingu í fjái'húsi og óhjákvæmileg upphaf að kvalarfúllum dauða á krossi. Fóta- þvotturinn rúmar að minnsta kosti allt líf Ki-ists, alla þá fórnandi elsku og þjónandi kærleika, sem þar brýst fram. Efniviður myndarinnar býr með vissum hætti yfir sömu andstæðum og myndefnið sjálft. I myndinni er steini og gleri teflt hvom gegn öðra. Glerið er tært, það streymir eins og vatn. Það er brothætt en jafnframt skarpt og beitt. Á myndinni ber það sigurorð af stein- inum og tekur á sig mynd Krists: Orðs, sem varð hold — Guðs, sem varð maður og fædd- ist af konu. Ef til vill fær ekkert efni tjáð þessan veraleik betur en glerið: Það er áþreif- anlegt og fast en jafnframt gagnsætt og hug- lægt, eins og Orð, sem varð hold. Þóra Kristjánsdóttir er listfræðingur og starfar í Þjóð- minjasafni, Hjalti Hugason er dósent í kirkjusögu í guðfræðideild Háskóla íslands. G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.