Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 10
Komdu að
spila, Páll
- Þrjár þjóðsögur með athugasemd og eftirmála -
Svo sjálfsögð skemmtan sem það hefur lengst af
þótt, að grípa í spil um jólaleytið, var þá sumstað-
ar talin versta óhæfa að hafa slíkt um hönd á
sjálfa jólanóttina. Áttu menn þá á hættu að tveir
yrðu tígulkóngarnir í spilunum og væri annar
Bomar em saman þrjár
frásagnir af því sem átti
sér stað á Stórólfshvoli á
síðustu öld og þótti mikil
óhæfa: Að fólk fór á
jólanótt út í kirkju og
spilaði og hafði uppi glens
og gleði, sem skyndilega
var bundinn endi á.
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI
TÓK SAMAN
þeirra myrkrahöfðinginn sjálfur. Fylgdi
þeim spilagesti ósjaldan alvarleg misklíð
með heitingum og bölbænum, ýmist sem
undanfari eða afleiðing. Einkum mun slíkt
hafa þótt við bera ef fólk spilaði alkort, þar
sem tígulkóngur er hæstur. Sú saga er víða
á ferli og uppi höfð í viðvörunarskyni, að
fjandinn hefðu fundið upp spilin í því skyni
að auka að nýju á siðblindu mannkynsins,
þegar honum þótti straumurinn til helvítis
með dræmasta móti. Hafi einhverjir orðið
hugsi við þessi tíðindi var kannski ekki að
furða þótt samvizkan gæfi hressiiega utan-
undir þegar meðferð spilanna snerist í guð-
lastan og ögranir við helga dóma. Ólafur
Davíðsson hefur eftir Þorsteini Erlingssyni
skáldi að tveir tígulkóngar komi í spilin
einungis „þegar alkort sé spilað á altarinu,
jólanóttina sjálfa“. Sú hafi verið trú manna
á Suðurlandi.
A síðustu öld öndverðri varð atburður í
Hvolhrepp austur, sem mjög virðist hafa
minnisstæður orðið og í frásögur færður.
Hvar sem hún kann að dyljast, hin innsta
rót þeirrar reynslu sem frá er skýrt, hlaut
sagan að ýta undir ugg og hroll; þar er á
ferð ungæðisfull og bíræfin léttúð sem læt-
ur ekki staðar numið fyrr en inni við altarið
í lítilli sveitakirkju á hinni helgu nótt.
Refsitáknin láta heldur ekki á sér standa;
saga þessi er að því leyti náin ættingi sagn-
anna af dansinum í Hruna og Galdra-Lofti.
Um er að ræða þrjár frásagnir af at-
burði þessum, sem í mörgu ber saman en
greinir á um annað, allar með ósviknum
þjóðsagnablæ — ásamt hinni fjórðu, sem
dregur efnið fram í dagsbirtuna að því leyti
sem völ er á. Fara þær hér á eftir. Fyrst
er stutt saga úr safni Ólafs Davíðssonar,
skráð 1901 eftir sögn séra Magnúsar Helga-
sonar, en hann hafði eftir Sigríði Guð-
mundsdóttur (f. 1815, d. 1896), konu séra
Gísla Isleifssonar í Kálfholti: Spilamennska
á Stórhólfshvoli.
Einhverju sinni andaðist vinnumaður að
Stórólfshvoli austur ekki alls fyrir löngu,
skömmu fyrir jól, og var hann jarðsettur,
eins og lög gera ráð fyrir. Svo bar til, áð
prestur var ekki heima jólanóttina, og fór
fólkið út í kirkju til þess að spila. Vinnu-
kona var þar á bænum, ung og gáskafuil.
Um leið og hún gekk út til kirkjunnar, rak
hún fótinn í leiði vinnumannsins og sagði:
„Komdu nú og spilaðu við okkur, greyið
mitt, efþú getur. “ Pegar fólkið hafði spilað
stundarkom, kom moldargusa í kirkjuhurð-
ina, og gekk svo nokkra stund. Fólldð varð
hrætt, en ekki tók betra við, því að svipur
vinnumannsins kom inn á kirkjugólfíð, og
sáu hann allir, sem við voru staddir. Fólkið
hljóp þá út í ósköpum, og komust allir
óskemmdir út úr kirkjunni nema vinnukon-
an; hún varð vitskert og var það alla ævi
upp frá því. Sagt er, að hún hafí lifað fram
um 1880.
Næst segir af þessari spilamennsku í
Þjóðsögu Einars Guðmundssonar, og lúta
þar að henni tvær sögur. Hin fyrri bindur
atvikið ^ekki í tíma og er skráð eftir sögn
Önnu Amadóttur, ekkju frá Syðra-Lang-
holti í Hrunamannahreppi: Komdu að spila,
Páll.
Svo bar við endurfyrirlöngu um aðfanga-
dagskvöld á prestssetrinu Stórólfshvoli í
Hvolhreppi, að prestur var eigi heima, svo
að ekkert varð úr aftansöng. Á staðnum
var margt hjúa, og hét ein griðkonan Björg,
og þótti hún ærið upp á heiminn. Þegar
messufólk allt var horfíð frá, hafði hún orð
á því við hin hjúin, hvort ekki væri ráð að
fara út í kirkju og slá í einn hring af a1-
korti, fyrst engin gleidd önnuryrði á staðn-
um. Þótti hjúunum þetta snjallræði, ogfóru
út í kirkju með spil og kerti til að spila
við. En er þau gengu um sáluhliðið, staldr-
aði eitt þeirra við hjá nýjasta leiðinu í
kirkjugarðinum, spymti við því fæti og
sagði: »Komdu að spila, Páll«, en svo hét
maðurinn, sem þar var nýbúið að setja nið-
ur. Kom fólkið sér svo fyrir innan við grád-
urnar og spilaði nú um hríð af kappi og í
ofsakátínu. Þá hafði einhver spilamannanna
orð á því, að hann hefði fengið tvo tígul-
kónga á höndina. í sama bili varð öllu spila-
fólkinu litið fram eftir kirkjunni, og sá það
þá draugílínklæðum standa innan við dym-
ar, og kenndi það þar Pál, manninn nýjarð-
aða, sem boðið hafði verið í spilin. Leið
hann inn eftir kirkjunni og inn að altari,
og sáust síðar á því torkennileg fíngraför.
Varð fólkið fyrst höggdofa, en kastaði síðan
spilunum, steypti niður kertinu í fátinu og
hljóp í dauðans ofboði út úr kirkjunni og
til bæjar. Björg varð síðust út úr kirkjudyr-
unum, og varð hún svo skelfd, að hún brjál-
aðist. Var hún brjáluð alla æfí upp frá því
og mátti ekki spU sjá, svo að ekki setti að
henni óstjórnlega spUafíkn.
Síðari sagan í safni Einars Guðmundsson-
ar nefnist Vofan og tígulkóngurinn á HvoU
og er allmiklu ýtarlegri, „rituð eftir sögn
þeirra manna, sem kunna munu gjörst skii
á“:
Það mun hafa verið um 1837-8 á Stórólfs-
hvoli, er séra Sigurður G. Thorarensen var
þar prestur og ætlaði að halda aftansöng
aðfangadagskvöld jóla á annexíu sinni,
Sigluvík í Vestur-Landeyjum, að heimafólk
hans hafði orð á því, áður en hann fór, að
það mundi fam út í kirkju og spUa þar um
kvöldið. Húsfreyju hans, Guðrúnu Vigfús-
dóttur Thorarensen, hafði verið lítið gefíð
um spUaskvaldur í bænum ogjafnvel bann-
að fólkinu að spUa inni eða þar, sem heyrð-
ist tU þess. Það vissi prestur og bannaði
fólkinu að fara út í kirkjuna tíl þess, því
að ekki væri viðeigandi að spUa þar. —
Prestur leggur af stað í Ijósaskiftunum í
góðu veðri, logni og tunglsljósi og heldur
svo sem leið liggur fram á Þverá, sem var
á ís. Þegar hann var kominn út á miðja
ána, verður honum litið aftur upp að Hvoli;
sér hann þá Ijós borið úr bænum út í kirkj-
una og gmnar þá, hvað í efni sé; snýr þó
ekki aftur.
Þegar prestur er fyrir nokkm fai-inn,
kemur fólkinu saman um að fara með spU
út í kirkju og spUa þar í ró og næði fram
eftir kvöldinu. Tvær persónur eru sérstak-
lega nefndar, sem héldu þessu íram: Guð-
rún, sem var að nokkru leyti upp alin eða
lengi hafði verið hjá þeim hjónum, og vinnu-
maður, Árni Benónýsson. Fólkið fór með
glensi og hávaða tU Mrkjunnar. Þegar út í
garðinn kom, hafði Árni spyrnt fæti í ný-
legt leiði og sagt: »Það vildi eg, að þú vær-
ir kominn að spUa við okkur í kvöld, lags-
maður!« Þegar fólkið hafði spUað dálitla
stund, fór að bera á ýmsu óvanalegu. Fyrst
komu fram tveir tígulkóngar í spUunum,
og svört vofa, stór, sást við hurðina; leið
hún hægt og hægt inn eftir kirkjunni, norð-
anmegin stólanna, o'g óvanaleg fíngraför
sáust á altarinu, þar sem fólkið var með
spilin. Þetta kom flatt upp á, svo að fólkið
varð frávita afhræðslu og vissi ekki, hvem-
ig það komst út úr kirkjunni. Guðrúnu varð
svo mikið um sýn þessa, að hún lagðist í
rekkju og lá 2-3 vikur og var þó taUn aldr-
ei fyllUega jafngóð. SpUalöngun hennar
þvarr þó ekki, því að þegar hún tók að
hressast í rúminu, vUdi hún fá spU sér til
skemmtunar, en fékk ekki. Hún fíuttist með
prestshjónunum út að Hraungerði 1839 og
giftist þaðan Andrési nokkrum. Þau bjuggu
að Holti fyrir ofan Stokkseyri.
Ámi bjó síðar í Dufþekju. Hann var frá-
bitinn spUum eftir þetta kvöld og hafði
helzt farið af bæ, ef hreyfð vom spU, að
því er haft var eftir fóstursyni hans. Árni
mun hafa verið sonur Benónýs, sem bar
strokkinn heim úr fjósinu í Odda 1798 og
greinUega er frá sagt í »ÞorraþræIsbylurinn
í Odda«. (Fyrirlestrar Þoivalds Guðmunds-
sonar, bls. 356-378).
II
Sú sagnanna, sem mest þykist hafa til
síns máls og það fremur er sannara reyn-
ist, rekur hér lestina. Hún er skráð af Guð-
rúnu Hermannsdóttur (f. 1866), prófastsfrú
frá Breiðabólstað, beinlínis til íeiðréttingar
sögunni sem Ólafur Davíðsson skráði, og
prentuð í Rauðskinnu séra Jóns Thorarens-
ens 1945. Guðrún Hermannsdóttir skrifar:
Eg er fædd og uppaUn í sveitinni, þar
sem þetta gerðist, og í æsku minni heyrði
eg oft á það minnzt; en greinUegast var
það, sem móðir mín, Ingunn Halldórsdótt-
ir, sagði mér þessu viðvUgandi. Hún var
ættuð úr Landeyjum, og um fermingaraldur
átti hún heima í Sigluvíkursókn, sem þá lá
undir Stórólfshvol. Þá var síra Jón Eiríks-
son þar prestur. Hann fermdi móður mína,
og fór hún til hans í spurningar veturinn
áður. Þetta mun hafa verið 1856 eða 7.
Næsti prestur á undan síra Jóni var síra
Sigurður Thorarensen, en í hans tíð gerðist
saga þessi. Mun fólki í Hvolhreppnum hafa
verið hún í fersku minni í tíð móður minnar
og móðir mín þá heyrt hana oft sagða.
Þá vík eg að sögunni. Það var á aðfanga-
dagskvöldi, ekki er tUgreint, hvaða ár. Síra
Sigurður var niðri í Landeyjum að halda
kvöldsöng í Siglu víkurkirkju; var hans ekki
von heim um kvöldið. Það hefír ekki þótt
viðeigandi tU sveita að spUa á jólanóttina
eða vera með glens eða gáska, en það var
margt ungt og glaðlynt fólk á prestssetr-
inu. Segir sagan, að það hafí notað sér það,
að prestur var fjarverandi, svo að fóstur-
dóttir prestshjónanna, Björg Eggertsdóttir,
stakk upp á því að fara að spila alkort, sem
þá var títt, en taldiréttast að fara út íkirkju,
svo að prestskonan kæmist ekki að því.
Þrír ungir menn fóru út með stúlkunni:
Árni Benónísson, er síðar varð bóndi á
Dufþekju í Hvolhreppi (eg man vel eftir
honum, hann var duglegur maður og stór-
orður; hann lifði fram yfír 1880), FUippus,
er varð bóndi í Varmadal eftir íoður sinn
(hann var dáinn fyrir mitt minni, en Stef-
án, son hans, þekkti eg, hann bjó í Varmad-
al eftir föður sinn). Fjórða spUamanninn
hef eg ekki heyrt nafngreindan. — Um
haustið hafði ungUngspUtur, er Páll hét,
dáið á prestssetiinu. Er þetta fólk gengur
út í kirkjuna fram hjá leiði Páls, er sagt,
að Björg hafí drepið fæti við því og sagt:
„Komdu að spUa, Páll, ef þú getur".
Síðan fer fólkið að spUa í kirkjunni með
glensi miklu. Bóndi á næsta bæ, er Snorri
hét, þá miðaldra maðui; kom inn í kirkjuna
og átaldi fólkið fyrir þetta athæfí að vera
að spUa í kirkjunni. Það hló að honum,
hélt áfram að spila og lét öllu verr en áður.
Eftir nokkra stund kom Snorri aftur og
skipaði því að hætta, annars mundi Ult af
hljótast. Er í mæli, að Snorri hafí verið
skyggn og hafí séð eitthvað við kirkjudyrn-
ar. Að því búnu stendur spilafólkið upp og
gengur út. En í kirkjudyrunum fellur Björg
niður með voðalegum krampa. Var hún í
því ástandi borin inn í bæ og var sjúk allan
veturinn eftir þetta og vitskert, en komst
loks tíl heUsu aftui; en var mjög breytt,
alvörugefín ognokkuð þunglynd. Hún fíutt-
ist með fósturforeldrum sínum að Hraun-
gerði í Flóa, er síra Sigurður fékk það
prestakall. Þaðan giftist hún bónda í sveit-
inni og bjó þar við góðan orðstír. Þetta síð-
asta hafði móðir mín eftir stúlku, er Sigríð-
ur hét, ættuð úr Hvolhreppnum. Fór hún
með fjölskyldunni út að Hraungerði og var
þar um tíma. Síðan fór hún austur aftur
og var nokkur ár hjá foreldrum mínum á
Velli. Síðan giftist hún bónda þar í sveit.
Sagt er, að pUtunum, sem spUuðu íkirkj--
unni þetta kvöld, hafí einnig brugðið mjög,
er þeir komu í kirkjudyrnar, og talið víst,
að fyrir þá hafí borið eitthvað mikUfeng-
legt, enda þrættu þeir ekki fyrir það, en
voru ófáanlegir tU að segja frá því. En öllu
var þessu fólki það sameiginlegt, að það
hafði megnustu óbeit á spUum eftir þetta.
Síra Jón Eiríksson var síðasti prestur,
10