Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 11
Tréskurðarmynd eftir Gfsla Sigurðsson.
Þegar spilað var í kirkju á jólum gat sú ískyggilega staða komið upp, að tveir yrðu tígulkóngarnir og að annar þeirra væri
myrkvahöfðinginn sjálfur.
er bjó á Stórólfshvoli, en þaðan fluttist
hann að Stóra-Núpi í Eystrihrepp. Mun það
hafa verið nálægt 1860. Þá breyttist sókna-
skipun þar eystra. Stórólfshvolskirkja lagð-
ist til Keldnaþinga. Síra Sveinbjörn Guð-
mundsson þjónaði því kalli í nokkur ár og
bjó í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Filippus,
sem áður er getið, bjó þá í Varmadal, sem
er næsti bær við Kirkjubæ. Eitthvert sinn,
erfundum þeirra barsaman, minntist prest-
ur á spilamennskuna á Stórólfshvoli og
spurði Filippus, hvort hann vildi segja sér
í trúnaði eitthvað um það, sem fyrír hann
og félaga hans bar í kirkjunni á jólanótt-
ina. Filippus var ófiís á það. En er prestur
lagði fast að honum og lofaði honum þag-
mælsku, sagði Filippus honum alla söguna,
og prestur efndi vel heit sitt. Síra Svein-
björn var síðast prestur í Holti undir Eyja-
fjöllum. Jón, sonurhans, sem hafði búið sem
bóndi þar í sveit, en var síðast sýsluskrif-
ai-i á Efra-Hvoli, var gáfaður maður og vel
að sér. Hann var góðkunningi minn og
míns fólks. Kom hann öðru hverju til okkar
að Breiðabólstað. Einhverju sinni barst þá
í tal eitthvað um dulræna hluti, þar á með-
aI umjólanóttina á Stórólfshvoli. Sagði hann
þá þessa sögu um föður sinn, sem þá var
fyrir löngu dáinn. Hann sagðist einhvern
tíma hafa minnzt á þetta við hann og spurt
hann, hvort hann vildi ekki segja sér eitt-
hvað um það, sem Filippus sagði honum,
en hann neitaði því. Þá sagðist Jón hafa
sagt: „Það hefír veríð eitthvað Ijótt, sem
fólkið sá, fyrst því varð svona mikið um
það“. „Nei, það var öðru nær, það var dýr-
leg sjón, því máttu trúa, drengur minn“.
Meira fékk hann ekki.
III
Margt smálegt sem á mUli ber í sögum
þessum liggur í augum uppi, og um síðir
gerir Guðrún Hermannsdóttir þá grein fyr-
ir efninu, sem höfuðmáli skiptir og hún tel-
ur sönnu næst. Hér verður þó lítilræði við
aukið.
Séra Sigurður Thorarensen var sonur
gísla prófasts Þórarinssonar í Odda og sa,t
á Stórólfshvoli 1817-1839. Á þeim árum var
hann kvæntur fyrri konu sinni, Guðrúnu,
dóttur Vigfúsar sýslumanns á Hlíðarenda
Þórarinssonar; þau hjón voru bræðrabörn.
Kona Vigfúsar sýslumanns, móðir Guðrún-
ar, var Steinunn Bjamadóttir landlæknis
Pálssonar.
Um þessar mundir, eða á árunum 1817-
1837, sat móðurbróðir Guðrúnar Vigfúsdótt-
ur, séra Eggert Bjarnason, á Stóruvöllum
á Landi við mikla ómegð.
Frændsemi hefur með öðrum ástæðum
leitt til þess að þau séra Sigurður og Guð-
rún tóku í fóstur dóttur séra Eggerts,
Björgu, fædda í september 1822, og er hún
með vissu komin að Stórólfshvoli tveggja
ára gömul. Móðir hennar var þriðja og síð-
asta kona séra Eggerts, Þórunn Gísladóttir
frá Hlíðarendakoti. Séra Eggert fékk síðar
Saurbæjarþing og loks Stafholt 1843, en lét
af prestskap 1847 og andaðist í Efranesi í
Stafholtstungum 1856. „Hann var hraustur
að afli, snar og hinn mesti fjörmaður, hesta-
maður mikill og drykkjumaður, og þá held-
ur vanstilltur, en hversdagslega gæflyndur,
söngmaður góður, en daufur ræðumaður,
hirðulítill um embætti sitt, enda lítt hneigð-
ur til prestskapar, skeytingarlítil í klæða-
burði, ófríður sýnum, móleitur í andliti,
meðalmaður að vexti, stundaði talsvert
lækningar og bar gott skyn á þau efni.“
Líf séra Eggerts var á marga lund mæðu-
samt, og talið er að allar konur hans þrjái*
hafi þjáðzt af geðveilu. Átti hann með þeim
þrettán böm, er upp komust.
Spilamennskan á Stórólfshvoli hefur átt
sér stað 1837 eða 1838, eins og raunar er
talið sennilegt í einni gerð sögunnar hér
að framan. Fyrra árið er Björg Eggerts-
dóttir 15 ára samkvæmt sóknarmannatalinu
og Árni Benónísson 16 ára. Dvöl Árna Ben-
óníssonar á Stórólfshvoli afmarkar söguna
í tíma, því að hann dvelur þar einungis
þessi tvö ár, skráður tökudrengur. Á einum
stað hér að framan er fast látið að því liggja
að faðir Árna hafi verið kempan Benóní
Jónsson, sem bar strokkinn heim úr Odda-
fjósi í þorraþrælsbylnum nafntogaða, í tíð
séra Gísla Þórarinssonar; en á daginn kem-
ur að þetta er getgáta ein. Ami var sonur
hjóna á Efrahvoli í Stórólfshvolssókn, Ben-
ónís Steinssonar og Guðrúnar Guðlaugs-
dóttur. Þau eignuðust fjölda bama auk
Árna; vart líður svo ár 1819-30 að þeim
fæðist ekki barn, og oft deyr þá annað jafn-
harðan í þess stað. Árni var fermdur á Stó-
rólfshvoli um leið og Björg litla Eggerts-
dóttir, 29. maí 1836, sagður fæddur 1821.
Ekkert skortir á að Filippus sá, er Guð-
rún Hermannsdóttir getur um, komist til
skila í fræðunum. Filippus Stefánsson bjó,
ægar saga þessi gerðist, í Króktúni, gam-
alli hjáleigu frá Stórólfshvoli og stutta bæj-
arleið þaðan. Ekkert_er því til fyrirstöðu
að Filippus bóndi hafi einmitt verið gest-
komandi á prestssetrinu og snarað sér í
gleðskapinn með fólkinu þetta afdrifaríka
jólakvöld. Filippus var fæddur 1801, sonur
Stefáns bónda í Varmadal, Sveinssonar, og
sjálfur bjó hann í Varmadal frá 1844 til
dauðadags 1856. Þess má geta að árið 1845
er Árni Benónísson vinnumaður hjá honum
í Varmadal.
Annar Filippus, vinnumaður á prestssetr-
inu, kann að hafa komið við þessa jólasögu.
Hann var Þorvaldsson. Okkur leyfist auðvit-
að að álíta mjög sennilegt að hann hafi
ekki endilega lúrt inni í bæ þegar til kast-
anna kom. Guðrán Hermannsdóttir fullyrð-
ir að fjórða persónan hafi verið með í spil-
inu, og þegar tveir mannanna vom nafnar,
var sízt að undra þótt annar þeirra gleymd-
ist þegar sagan fékk á fæturna. Þannig
má lengi leika sér í huganum. Annars var
margt um manninn á Stórólfshvoli; auk
prestshjónanna, tveggja sona þeirra og
tökubama, vora þar allmörg vinnuhjú af
báðum kynjum.
Páll, hinn nýgrafni „vinnumaður“ eða
„unglingspiltur", sem þau Árni og Björg
buðu í spilin, hefur verið Páll Gunnlaugsson
vinnumaður á Stórólfshvoli, er lézt 1. júlí
1834 „af kveflandfarssótt“, 26 ára gamall;
en að vísu hefur nokkuð lengra verið liðið
frá dauða hans en sagnirnar vilja vera láta.
Snorri „bóndi á næsta bæ“, sá er ávítaði
fólkið fyrir helgispjöllin, hlýtur að hafa ver-
ið Snorri Bjamason bóndi í Miðhúsum, 64
ára 1837.
Björg Eggertsdóttir (raunar nefnd Guð-
rún á einum stað í sögunum) fylgdi prests-
hjónunum að Hraungerði 1839 og giftist
þaðan Andrési Þórarinssyni frá Laugum í
Ytrihrepp, Ögmundssonar á Hrafnkelsstöð-
um. Við manntal 1845 era þau enn ógift í
Hraungerði, Björg „24 ára fósturdóttir
prestsins" og Andrés „35 ára vinnumaður
(smiður)“. Þau bjuggu í Brattsholti 1856-
1863, komu þangað frá Hróarsholti sam-
kvæmt prestsþjónustubók Stokkseyrar, en
síðan bjuggu þau í Holti 1863-1884. Andrés
var formaður í Selvogi um skeið. Honum
er svo lýst að „hann var lágur maður, hnell-
inn, með kragaskegg, fjörmaður. Hann var
smiður á tré og jám, söngmaður ágætur,
víðlesinn og margt vel gefið, en skapsmun-
ir svo erfiðir sakir bráðlyndis, að það stóð
honum til baga“.
Hin eina mannlýsing sem völ er á af
Björgu Eggertsdóttur á fullorðinsáram er
fólgin í ummælum Guðránar Hermanns-
dóttur: „alvöragefin og nokkuð þunglynd“.
Ástæða er hinsvegar til að ætla að þjóðsög-
umar taki heldur djúpt í árinni um þessa
gáskafullu unglingsstúlku að hún hafi orðið
„vitskert", „brjáluð alla ævi“ eftir tiltækið
í kirkjunni. Ein sagnanna lætur raunar
duga að hún hafi aldrei orðið „fyllilega jafn-
góð“, og er það í skikkanlegra samræmi
við vitnisburð Guðránar Hermannsdóttur.
Þeim Björgu og Andrési varð tveggja
dætra auðið; þær vora Guðrún, kona Ingi-
mundar Gunnarssonar í Oddagörðum, og
Steinunn, kona Guðmundar Guðmundsson-
ar í Efraseli, síðar í Sandfelli á Stokks-
eyri. Þau Ingimundur og Guðrán bjuggu í
Holti samtímis Björgu og Andrési frá 1877,
en flytja þaðan að Oddagörðum 1888. Þá
er Björg í fór með þeim, en Andrés ekki.
Árið eftir er hann „gamalmenni“ að flytjast
frá Miðmeðalholtum til Stokkseyrar, og
ljóst er að þau hafa lítt verið samvistum á
efri árum.
Andrés lézt í Efraseli hjá Steinunni dótt-
ur sinni og Guðmundi manni hennar 30.
marz 1894. Björg dó í Oddagörðum úr „elli-
lasleika" 26. febráar 1897, svo að hún hefur
lifað allmiklu lengur en þjóðsagan, sú fyrsta
í röðinni, geiir ráð fyrir. Vert er að veita
því athygli að þegar séra Magnús Helgason
segir Olafi Davíðssyni söguna 1901, hefur
hún þegar tekið á sig magnaðan forneskju-
brag. Hún var þó ekki eldri en þetta; að-
eins fjögur ár vora liðin frá láti Bjargar
Eggertsdóttur, sem forðum var „ung og
gáskafuir og sögð „ærið upp á heiminn".
(Ólafur Daviðsson: íslenzkar skemmtanir; íslenzkir
þjóðhættir; Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar; Þjóðsögur
Einars Guðmundssonar; Rauðskinna; Bólstaðir og
búendur í Stokkseyrarhreppi; Islenzkar æviskrár;
Valgeir Sigurðsson: Ragnvellingabók; prestsþjón-
ustubækur Stórólfshvols, Stokkseyrar, Stóruvalla,
Gaulverjabæjar og Laugardæla; sóknarmanntöl Stór-
ólfshvols og Gaulverjabæjar; manntal á íslandi 1816,
1846, 1870, 1880, 1890.)
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 11