Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 12
+ Táknmynd friðar ogjafnvægis: Hreindýr eta af blöðum Asks- ins. Oðinn ríðandi á Sleipni, ' en hrafnarnir Hug- inn og Muninn fijúga yfir. Ljósmyndir: Lesbók/Tom Sandberg. Sleipnir tungla treður krapa U H eimsmynd forfeðra okkar, þeirra sem trúðu á Oðin og Þór og aðra æsi, birtist í hnotskurn í hugmyndinni um lífstréð: Askinn Yggdras- il. Tréð táknaði margslunginn lífskraft ver- aldarinnar; það teygði greinar sínar upp í gegnum himininn, en meginrætur þess þrjár stóðu djúpt. Ein náði niður í goðheim og þar var Urðarþrunnur, lind örlaganom- Yggdrasil-myndröðin í Ráðhúsi Oslóborgar er líklega stórtækast af einstökum myndlistarverkum sem menn hafa ráðizt í að vinna uppúr frásögn Snorra-Eddu af hugmyndaheimi Ásatrúarinnar. Höfundurinn, Dagfin Werenskiold, notaði til þess 16 tonn af kvistalausri furu. Eftir GISLA SIGURÐSSON anna, sem viðhalda lífskrafti Asksins með því að vökva hann með hvítri leðju úr brunn- inum. Þær heita Urður, Verðandi og Skuld og ráða örlögum manna. Öllu merkilegra er þó hitt, að þær ráða einnig örlögum goðanna. Guðimir vora ekki almáttugir í Asatrúnni. Önnur rót lá í heim hiámþursa, þar sem áður var Ginnungagap, en undir rótinni er Mímisbrunnur, fullur af speki og mannviti. Níðhögg- ur nagar rót Asks- ins. Sú þriðja var yfír Niflheimi; það var dánar- heimurinn. Undir henni er brannurinn Hvergelmir. Efst í limi Asksins er örn og milli augna hans situr haukur. En við rót hans yfír Niflheimi er drekinn Níðhöggur og nagar hann rótina sífellt. íkorninn Ratatoskur er aftur á móti hlaupandi upp og niður eftir trénu og ber róg á milli. Jörðin laugast þeirri dögg sem fellur úr krónu Asksins. Hann stendur við Ásgarð, höfuðstað eða helgistað goðanna. Þessi mynd af Askinum, lífstrénu, er reist á skáldlegu ímyndunarafli. Hugmynd- in um Askinn er ekki síður myndræn en margt af því sem vel er kunnugt úr forn- grískri goðafræði og hefur orðið listamönn- um á Vesturlöndum endalaust brannur til að ausa af. Jafnvel ennþá myndrænni og tvímælalaust mun dramatískari en lýsingin á Askinum er frásögn Völuspár af því þeg- ar heimurinn ferst í Ragnarrökum og rís síðan upp á nýjan leik, iðjagrænn. Svo mjög hafa norrænir myndlistarmenn mænt til hinna gamalgrónu menningar- þjóða fyrir sunnan okkur, að þeir hafa jafn- vel fremur sótt yririsefni í mýtólógíu Mið- jarðarhafslandanna en okkai’ fornu. íslenzk myndlist er harla fátæk af verkum, sem byggð era á þessum menningararfi og það er eftirtektarvert að sá sem mest hefur byggt á efni úr Eddunum er Baltasar, sá eini meðal íslenzkra myndlistarmanna sem fæddur er og uppalinn við Miðjarðarhafið. Það var í rauninni dálítil frásögn í norsku vikublaði af viðgerð á listaverki í Ráðhúsi Oslóborgar í fyrra, sem vakti athygli Matt- híasar Johannessens, ritstjóra, á því að til væri allstór myndröð í Ráðhúsinu eftir norskan listamann, byggð á efni úr norr- ænni goðafræði. Eg hafði fyrir mörgum áram komið í ráðhúsið í Osló, en þessi myndröð hafði með öllu farið framhjá mér. Það verður enda að segjast, að henni hefur til þessa ekki komið þannig fyrir að hún njóti sín sem bezt og ugglaust hefur hún til þessa farið framhjá flestum sem koma í Ráðhúsið. Tvær meginálmur Ráðhússins skaga fram fyrir aðalinnganginn og þegar betur er að gáð, sést að neðsta hæðin er inndreg- in og að gangvegur er þar á bak við súlna- röð. Einmitt þar á bak við er Yggdrasil- myndröðin. A daginn er þar rökkur, eða a.m.k. afar lítil birta, en hinsvegar engin lýsing höfð á verkunum. Úr þvi er nú verið að bæta í tengslum við umfangsmikla við- gerð, sem ítalskur sérfræðingur var ráðinn til. 100 AR FRA FÆÐINGU WERENSKIOLDS Höfundur Yggdrasil-myndraðarinnar er norski myndlistarmaðurinn Dagfin Wer- enskiold, fæddiu-1893. Faðir hans var þekkt- ur, norskur málari, Erik Werenskiold og Dagfin hafði eins og nærri má geta lært hjá honum „tricks of the trade“ eins og Bretinn segir; verklega þætti sem nauðsynlegt er fyrir myndlistarmann að kunna. Faðirinn lagði stund á raunsæisútfærslu í anda róm- 12 -t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.