Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 13
antíkurinnar á síðustu öld og brýndi fyrir
stráknum að byggja á náttúrunni. Dagfin
var hinsvegar hneigðari fyrir að leika af
fingrum fram, ef svo mætti segja. En hann
gerðist engu að síður einlægur aðdáandi
norskrar náttúru og þeirrar menningar, sem
stóð traustumn fótum í hinum afskektari
byggðum Noregs. Bam að aldri fékk Dagfin
að vera með fóður sínum á ferðum hans um
Noreg og síðar til Frakklands. Werenskiold
eldri taldi jafn nauðsynlegt að kynnast er-
lendum straumum í Mstinni og meðtaka áhrif
þaðan.
Þegar Dagfin var 21 árs, árið 1914, tók
hann þátt í hátíðarsýningu í Osló, m.a. á
sjö lágmyndum sem hann hafði skorið í
tré, nokkrum glermyndum og veggteppi. A
árunum fyrir 1920 vann hann einmitt að
myndskreytingum í ýmsar byggingar og
síðan tók við þriggja ára hefðbundið mynd-
listamám í París.
Þá var París Mekka myndlistarmanna
og þar vora saman komin „allra þjóða
kvikindi“ eins og stundum er sagt; fram-
sæknir málarar og myndhöggvarar af
ýmsum þjóðernum að vinna að módernis-
manum í suðupotti gagnkvæmra áhrifa.
Kynni Dagfins Werenskiolds við þann fjöl-
þjóðlega heim höfðu þau áhrif, að hann
varð ennþá bundnari sínum norska menn-
ingararfi. Heim kominn árið 1923 lauk
hann við 8 stórar vaggmyndir fyrir Aker
sjúkrahúsið og byggði þar á norskum ævin-
týram. Hann styrkti síðan enn böndin við
ættjörðina með búsetu í Volda þar sem
hann notaði alþýðufólk sem fyrirmyndir í
verk sín. Jafnframt hneigðist hann að því
„monúmentala", stórsniðnum einfaldleika
og þá með þjóðernisrómantískum undir-
tóni. Tillögur hans urðu fyrir valinu þegar
myndverk, steypt í brons, var sett upp á
dómkirkjudyrnar í Osló. Reyndar hafði
Dagfin unnið frumgerðirnar sem málaðar
lágmyndir, skornar í tré, og efnisinntakið
var sótt i Fjallræðu Krists. Með brons-
steypunni var verið að sækjast eftir varan-
legu efni, en mörgum þótti verkið missa
slagkraftinn við þessa breytingu.
16 LÁGMYNDIR
í RÁÐHÚSINU
Þá er komið að tilefni þessarar umfjöll-
unar; Yggdrasil-myndröðinni í Ráðhúsi
Oslóorgar. Upphaflega höfðu arkitektar
hússins gert ráð fyrir að lágmyndir í und-
irganginum utan dyra, sem áður er lýst,
væru unnar í stein. í tillögu sinni gerði
Dagfin Werenskiold hinsvegar ráð fyrir
lágmyndum úr tré með lit til áherzluauka.
Hann taldi að steinmyndir mimdu með öllu
hverfa óséðar samamanvið steinvegginn að
baki. Tillaga hans var samþykkt.
Niðurstaðan varð sú að Dagfin Werenski-
old vann 16 lágmyndir, sem eru ekkert
smáræði, hver mynd 2.30x2,20m og þykktin
er 30 sm. Til þessa valdi hann kvistalausa
fúru; planka sem límdir voru saman og er
þyngdin á hverri mynd um eitt tonn. Til
dæmis um þá vinnu, sem listamaðurinn lagði
í verkið má geta þess, að það tók hann 8
mánuði að ljúka fyrstu myndinni; síðan tókst
homun að Ijúka tveimur á ári. En þarna
fann hann sjálfan sig, sagði hann. Árin sem
fóra í að vinna þetta verk, urðu mestu ham-
ingjudagarnir í lífi hans.
Noregur var hersetinn og á norsku viku-
blaði sem fjallaði um myndröðina í fyrra,
var svo að skilja að „kúltúr-pólitíkusar" á
vegum nasista hefðu annað slagið litið inn
hjá listamanninum, honum til lítillar
ánægju. Einmitt þessi velþ'óknun nasista á
norrænum gildum, sagnaarfi og goðafræði,
hefur trúlega orðið til þess að allt slíkt féll
víða í ónáð á næstu áratugum eins og yfir-
leitt það sem tengdist Hitlers-tímabilinu í
Þýzkalandi.
Sem myndlistarmaður, skólaður í París,
hafði Werenskiold vitaskuld staðgóða þekk-
ingu á stíl þeirra listamanna sem mest orð
fór af í heiminum. Ohætt er að segja að á
fimmta áratugnum, þegar Werenskiold
vann að Yggdrasil-myndröðinni, hafi Pic-
asso verið áhrifamestur allra myndlistar-
manna. Ótrúlega margir unnu undir sterk-
um áhrifum frá honum á þessum áram og
framyfír 1950. Það er hvorki til lofs né lasts,
en þessi mjög svo ríkjandi áhrif virðast
ekki hafa komið neitt við Dagfin Werenski-
old.
Þrumur og eldingar í mannheimum þeg-
ar Þór reiðir hamarinn Mjölni og fer
um himininn í vagni sínum.
FANTASÍ A ÁN
STÍLEINKENNA
Weremskiold leit sjálfur svo á, að ekki
-væri hægt að setja merkimiða einhverra
isma á Yggdrasil-myndröðina. Þar er engin
stílfærsla í móderniskum anda og það er
ekki heldur um nákvæma raunsæisútfærslu
að ræða. Myndirnar era alveg í anda efnis-
ins, á skáldlegum nótum; fantasían ræður
ferðinni.
„Sleipnir tungla treður krapa“ og er að
sjálfsögðu áttfættur. Örninn baðar út
vængjum efst í Askinum, garmurinn geir
úti fyrir Gnipahelli og Viðar, sonur Óðins,
ræðst á sjálfan Fenrisúlf. Hafrar draga Þór
um himinhvelið, Níðhöggur nagar rætur
Asksins og Höður blindi banar Baldri með
mistilteinunum. Þetta er tilþrifamikill
skáldskapur og myndrænn, sem Werenski-
old setur fram á ki-öftugan og einfaldan
hátt. Það gerir þessar lágmyndir sérkenni-
legar, að fletirnir era málaðir.
Svo virðist sem Werenskiold hafi einna
helzt tekið mið af þjóðlegri alþýðulist í mynd-
skurði. Á spjöld Ustasögunnar kemst hins-
vegar einkum það, sem hægt er að flokka
undir þekktar stefnur og stíltegundir. Af
þeirri ástæðu era ævinlega líkindi til þess
að myndlist af þessu tagi lendi á gráu svæði
og verði loks gleymskunni að bráð.
NÍÐHÖGGUR NAGAR...
Veridð var líka á góðri leið með að verða
mengun og eyðingu að bráð; Níðhöggur
nagar fleira en rætur Asksins. Það var
höfundinum áhyggjuefni, að tré er ekki
mjög varanlegt efni, eigi það að standa
utan dyi’a í norrænni veðráttu. Til að stuðla
að endingu og varðveizlu, baðaði hann
myndirnar í línolíu og síðan vai- brædd yfir
hlífðarhúð úr plasti. Sú meðhöndlun átti
að tryggja goðunum eilíft líf.
Samt var það svo eftir tæplega hálfa öld,
að verulega var farið áð sjá á myndunum;
óhreinindi af mengun frá bílaumferð, svo
og ryki, hafði mjög spillt upprunalegu út-
liti. Þvi var samið við frægan ítalskan for-
vörð listaverka, Raimondo Boenni, um að
koma til Oslóar og hreinsa verkin og verja
til frambúðar. Hann byrjaði á þri að fjar-
lægja plasthúðina, gert var við litinn þar
sem þurfa þótti og síðan farið yfir allt með
sérstöku lakki. Þessi hreinsun og umönnum
kostaði hálfa þriðju milljón, miðað við ís-
lenzkar krónur. Ljóskastarar, sem eiga að
lýsa upp myndii'nar, höfðu ekki verið settir
upp þegar ég kom til Oslóar í september-
byrjun, en sú lýsing mun alveg ráða úrslit-
um um það hvernig Yggdrasil-myndröðin
nýtur sín.
Viðar, son■
ur Óðins,
leggur til
atlögu við
Fenrisúlf.
Frigg, kona
Óðins og
móðir
Baldurs,
biður plönt-
urogtréað
hlífa syni
sínum, sem
hún veit að
eríhættu.
Efstí
krónu
Asksins
situr örn-
inn, Níð-
höggur
nagarrót-
ina, en
íkominn
Ratatosk-
urberillt
á miUi.
Geyr nú garmur mjög: Ragnarök - dóms-
dagur í ríki guðanna.
Nornir vökva rætur Asksins.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 13