Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 16
TRÚ - UPPLÝSING RÓMANTÍK OFURLÍTIL Upprifjun Síðla árs 1987 flutti ég röð fyrirlestra við Háskól- ann á Akureyri undir samheitinu Trú - Upplýs- ing - Rómantík. Brugðið var upp svipleiftrum úr sögu bókmennta okkar frá því á 17. öld og fram á þá 19. Nærri má geta að þar hafi margt orðið útundan. Lestrar þessir voru öllum aðgengilegir. Ekki voru þeir skráðir, en eru til á hljómbandi, og minnispunkta á ég fá- eina, þótt sumir séu týndir. Hér reyni ég aðeins að rifja upp brot úr þessum fyrirlestr- um án þess að hlusta á böndin. Ég reyni að lifa mig inn í liðinn tíma með þeim áheyrend- um sem þama voru og hlustuðu af áhuga og þolinmæði. Á eftír hverjum fyrirlestri voru spumingar, svör og umræður. I Ég var Háskólanum á Akureyri þakklátur fyrir að hafa fengið að koma og tala um efni sem mér var hugleikið. Ég taldi að stofnun háskóla á Akureyri hefði verið mikill atburð- ur, mesta byggðamálið sem uppi væri í land- Hinn drembiláti sýslumaður Suðumesjamanna skrifaði svo í nafni embættisins, eftir að hafa vökvað sig á brennivíni kaupmanna: Innkominn í sýsluna einn líðilegur slordón, að nafni Hallgrímur Pétursson. Konuskepnan, fylgifé mannsins, líklega ólétt, var ekki einu sinni nefnd á nafn. Eftir GÍSLA JÓNSSON inu. Ég gat þess að sá maður, sem mest og best hefði kennt mér um bókmenntir fyrr- nefnds tímabils, hefði verið próf. Steingrímur J. Þorsteinsson. Ég nefndi hann í sérstöku heiðurs skyni. Kennsla hans og margt, sem hann sagði, var með þeim hætti, að sein- gleymt hefur verið og mun verða. Því næst nefndi ég til sögu löngu látinn franskan bókmenntafræðing, Hippolyte- Adolphe Taine (1828-1893). Hann þótti snjall á sínum tíma, en lá þó undir ámæli fyrir að gera flókna hluti einfalda. Mér þótti það afs- akanlegra en sú hneigð eða athöfn að gera einfalda hlutí flókna. Eg taldi mig hafa lesið nýlegar bækur, þar sem reynt væri að gera fræðaþembing úr sjálfsögðum og alkunnum efnum. Því næst fórum við í ferðalag frá Dan- mörku til íslands með Keflavíkurskipi. Það var ár 1637. Þetta var venjulegt einokunar- skip þeirra tíma, hlaðið rúgi, brennivíni og ásmundarjárni. Skipshöfn eins og vant var. En tveir undarlegir farþegar vöktu athygli okkar, karl og kona. Karlmaðurinn var ung- ur, dökkieitur og krangalegur, eygður vel, en konan á miðjum aldri, ásjáleg. Farangur þeirra var í rýrasta lagi, og þau ekki vei búin að klæðum nema að einu leyti. Konan, sem reyndar sýndist vermd af suðrænni og heitari sól en gerðist í Danmörku, vafðist í skikkju forkunnlega, gerða af því klæði sem gamlir menn nefndu pell. Farmönnum var mjög starsýnt á þessa tvennd, þetta par. Var þetta móðir og sonur? Glöggir menn og reyndir þóttust þó mega greina að konan væri nokkuð þykk að fram- an. Þetta voru þó ekki hjón eða elskendur? Nú hurfum við frá þessu undarlega fólki um sinn og tókum að nýju til við Taine. Honum fannst sem bókmenntjr og önnur list- sköpun væri snúin úr þremur þáttum: kyn-. stofninum (ia race), umhverfinu (le milieu) og tímanum (le moment). Þetta er kannski ekki mikil speki, en þó hefur það verið talið til afburða að geta skipt öllu í þrennt. Við samleik fyrmefndrar þrenningar, sagði Ta- ine, myndast hin drottnandi einkunn lista- verksins (le caract? re essentiel). Nú ætluðum við að einhverju leyti að prófa greiningu Taines á íslenskum bókmenntum fyrri tíðar, þó hneigðist ég til að slengja sam- an umhverfi og tíma og kalla það aldarfar. Og þá er komið að 17. öldinni sem ég upp- nefndi ei (ey)-öldina, þ.e. öld einokunarinnar, eymdarinnar og umfram allt öld eiðsins. Það var ekki flóafriður fyrir eiðtökum á 17. öld, bæði af frjálsum viija og með nauð. Frægast- ir eru trúlega einveldiseiðamir í Kópavogi og hreinlífiseiður biskupsdótturinnar í Skál- holti. Á 17. öld, sem stundum er kennd til lær- dóms, rannu saman tveir ólíkir straumar í bókmenntum okkar. Annars vegar flóði húm- anisminn, mannhyggjan, og með kunnáttu fomra fræða í fyrirrúmi, hins vegar var hinn stínni straumur lútersks rétt-trúnaðar. Báðir þessir straumar blönduðust með merkilegum hætti í Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605- 1675) og að vissu leyti einnig í - og víkur nú sögunni aftur í Keflavíkurskip á siglingu til Islands, þar sem sátu á rúgpoka og brenni- vlnstunnu, og hvíldu fætur á ásmundarjárni, ungi maðurinn krangalegi og hin sólbrennda ásjálega kona sem vafði að sér skikkju úr pelli. Skipið tók brátt land í Keflavík eða á Básendum, og öllu var tii skila haldið. Til skips var riðinn hinn drembiláti sýslumaður Suðumesjatnanna, fégjam, örðugur og yfir- gangssamur. Signor Torfi Eriendsson fylgd- ist grannt með öllum aðkomnum, og eftir að hafa vökvað sig á brennivíni kaupmanna, skrifaði hann af venjulegum þjóstí í bók embættis síns: Innkominn í sýsluna einn líði- legur slordón, að nafni Hallgrímur Péturs- son. Konuskepnan, fylgifé mannsins, líklega ólétt, var ekki einu sinni nefnd á nafh. Þá vissum við hver ungi maðurinn var, en konan sem vermd var af heitari sól en í Höfn og hafði verið gefin skikkja af dýram vefnaði suður í Algeirsborg, var húsfrú Guð- ríður Símonardóttir, keypt úr ambáttarstandi við sextíu kýrverðum. Nú var reynt að rekja ævi beggja, en eink- um staldrað við undarlega þögn heimilda um móðemi Hallgríms Péturssonar sem strokið hafði frá íslandi og til íslands. íslenskir ættfræðingar, - og allir íslendingar vora ættfræðingar -, höfðu ósjaldan mæðst yfir því að faðemi manna væri óvíst, sumir enda í algeram vandræðum kenndir til mæðra sinna. En þetta, að móðemið viti menn ekki, er harla sjaldgæft, og á það sínar eðlilegu ástæður. Þegar skammt var liðið frá fæðingu Hallgríms, þóttust menn ekki vita skil á móður hans. Er þetta ákaflega bagalegt, því að svo hafa menn sagt, sem vitrir kallast, að mikilmennum bregði oft í móðurkyn. Þegar kom að æviágripi Hallgríms Péturs- sonar fyrri ár hans, var tækifærið notað til að hlaupa ögn aftur í tímann og út undan sér og segja frá ágæti og afrekum frænda hans, Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups, svo og Amgíms lærða Jónssonar, sem afkom- endur hans kölluðu sig Vídalín. Hallgrímur hafði í æsku lítt komið skapi við hinn húmor- lausa afburðamann, Arngrím Jónsson, og orti um hann flím, en það átti einnig fyrir honum að liggja að gefa Guðbrandi Þorláks- syni miklu betri einkunn seinna. Hann var reyndar að yrkja lofstef um Árna Oddsson lögmann sem við sjáum enn í dag með grát- anda tári gangast undir einveldið með eiði í Kópavogi 1662. Hallgrímur kvað: HaB nokkur mátt heita höfðingi um þetta iand, ef vildum að því leita eftir herra Guðbrand... Við herra Guðbrand var fáum að jafna, og hafði sr. Magnús Ólafsson í Laufási ort um hann lofdrápu hrynhenda, svo sem væri hann konungur eða dýrlingur. Við vikum aftur að móðemi Hallgríms eða öllu heldur skorti á því. Sr. Vigfús Jónsson í Hítardal (1706-1776), annálaður lærdóms- maður, skrifaði sögu Hallgríms að forlagi hr. Finns Jónssonar í Skálholti, bróður síns. Þegar kemur að móðerninu sést hvernig slúðrið hefur spunnið vef sinn kringum konu þessa, uns skyldmennum HaUgríms tókst að má nokkra marktæka vitneskju út úr heim- ildum. Ég las úr ævisögunni eftir Vigfús: „Móðir síra Hallgríms hét Solveig, ei er get- ið hvörs dóttir, hvörra manna eða hvört hún hefur verið eigingift Pétri, svo að ég séð hafi (leturbr. hér), ekki heldur fleiri barna þeirra en síra Hallgríms, utan í ungdóms- sögu... og er merae imposturae [tómur upp- spuni]...“ Ljóst er að fóðurfrændum Hallgríms hefur ekki þóknast, er Pétur faðir hans (hann var bræðrangur Guðbrands biskups) lagði lag sitt við konu þá sem bar Hallgrím í heiminn. Sr. Vigfús þykist svo sem ekkert vita, hefur þó eitt algengt kvenmannsnafn heldur en ekki neitt, föðurlaust. Þarf nokkur að segja okkur að hinir lærðustu menn þessa ætt- fræðilands hafi ekld vitað öll deili á móður þess manns sem var sonur hringjarans á Hólum, bræðrangs biskups? Halda menn að Jón lærði í Hítardal, faðir sr. Vigfusar og hr. Finns, hafi ekki vitað þetta? Eða Guð- brandur sjálfur? Eða Arngrímur lærði? Auð- vitað vissu þessir menn þetta allir upp á hár. En af einhverjum ástæðum tókst þeim að mestu að má hana út úr heimildum, og auðvitað hét hún ekki Solveig. Þegar sr. Hallgrímur gaf ástardóttur sinni nafn, vissi hann hvað móðir hans hafði heitið: Steinunn. En hinum lærðu mönnum þótti ekki aðeins við hæfi að láta móður Hallgríms gleymast, faðir hans varð að fá sína ráðningu fyrir að hafa lagt lag sitt við þessa konu: Hann fær einkunnina „framkvæmdar- og skynsemdar- lítill“. Hann var þó ekki aumri en svo, að hann var bæði læs og skrifandi, látinn setja nafn sitt undir skjöl og dó út frá því að lesa það guðsorð sem Guðbrandur og Amgrímur mötuðu þjóðina á. En við vissum ekki einu sinni hvar Hall- grímur hafði fæðst, það var líka máð út, og hann var tekinn frá móður sinni, ef hún þá lifði, og alinn upp á Hólum. Þegar hann strauk frá staðnum, hefur það m.a. verið uppreisn gegn því að hafa verið sviptur móð- urfaðmi. I Kaupmannahöfti hitti hann konu þá Sem varð honum bæði langþráð móðir og ástkona, vermd af suðrænni sól. Og þegar átti að dusta rykið af lúterskum rétt-trúnaði þessarar heitu konu, fann hann með réttu að þess gerðist ekki þörf. Það snerist líka á þann veg, að hann gerði henni barn. Hún var 16 áram eldri en hann. Það var ár 1637 og þau komin til íslands í kotið Bolafót sem rústir þess liggja nú undir biki í Ytri-Njarðvík. Guðríðúr hafði verið manni geftn á þessu landi, eða eyjunum suður af því, sem löngum hafa alið sérstætt fólk. Eldd vissu þau Hallgrímur, er hafin var for til íslands, hvort Eyjólfur sá sem hún hafði verið gift í Eyjum, væri lífs eða liðinn. Þau gátu verið að sigla í opinn dauðann, Hallgrímur undir öxina við Oxará og Guð- ríður í hylinn, þar sem tunglið speglast í miskunnarlausu vatninu. Við slíkar aðstæður verða menn skáld. Hallgrímur kvað (og er það upphaf sálmagerðar hans): Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín. Og guð var líknsamur. Eyjólfur Sölmund- arson, sá sem var á sjó, þegar Tyrkjar rændu, taldist látinn skömmu fyrr en barn Guðríðar og Hallgríms væri getið. Þau höfðu ekki for- brotið líf sitt, en vora sek um frillulífi, og sekt Hallgríms var tvöfóld, þar sem hann taldist svo sem sálusorgari Guðríðar. Kannski var hinum steigurláta sýslumanni yfir frægum sjósóknuram vorkunn. En nú er svo sköpum skipt, að enginn man Torfa Erlendsson fyrir annað en að hafa kallað Hallgrím Pétursson líðilegan slordón. Hinn síðari á sér aftur á móti vísan stað í vitund þjóðarinnar, sígildur. II Jesús vill að þín kenning klár kröftug sé hrein og opinskár, hk hvellum lúðurs hþómi. Launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar guðs dýrð og viTlir sál, straffast með ströngum dómi. 1) Bágt var að Guðbrandur biskup skyldi ekki fá að sjá þetta og heyra,' eða svo þótti okkur. Honum hafði ofboðið hvílíkur var sálmakveðskapur íslendinga fyrst eftir siða- skipti. Það átti sér reyndar sínar skýringar. Ég tók dæmi af þessum ósköpum, en af til- litssemi við alnafna minn, Skálholtsbiskup, sleppi ég því hér. En Guðbrandur hafði sett fram þá skilyrðislausu kröfu að sálmarnir yrðu ekki lakari en veraldlegur kveðskapur. Biðin varð talsverð, þangað til guð útvaldi til þeirrar snilldar móðurlausan frillulífis- mann sem kallaður var slordón. Öldin var ströng. Aldarfarið var erfitt, en kynstofninn seigur. En hin nýja kenning kirkjunnar reyndist mörgum torskilin. Góð j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.