Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 17
Signor Torfi Erlendsson fylgdist
grannt með öllum aðkomumönnum
ogfærði íbók embættisins. Þar var
kominn einn „líðilegur slordón“að
nafni Hallgrímur Pétursson.
verk stoðuðu lítt, hvað þá góður vilji. Menn
gátu aðeins orðið sáluhólpnir fyrir fórnar-
(jauða Krists og guðs náð. En menn voru
auðvitað ekki sjálfráðir að því, hvort þeim
öðlaðist guðs náð, ekki einu sinni að þeir
gætu iðrast. Til þess þurfti nefnilega hvorki
meira né minna en guðs náð.
Ekld er í sjálísvald sett,
sem nokkrir meina,
yfirbót, iðran rétt og trúin hreina
Hendi þig hrösun bráð, sem helgan Pétw,
undir guðs áttu náð,
hvort iðrast getur. 2)
Eftir siðbreytinguna þótti mörgum manni
sem hann væri svo sem á flæðarskeri stadd-
ur, er hann var sviptur dýrlingum þeim er
gengu á milli guðs og manna, og góðverk
dugðu ekki lengur né sálugjafír. Óraveg
mátti kalla frá íslandi til guðs, en leiðin
hægari til helvítis, enda hallaði þar undan
fæti. Þann vonda stað uppmáluðu menn í 16
greinum upp á punkt og prik, svo sem höf-
undar hefðu verið þar ráðsmenn áratugum
saman eða að minnsta kosti húskarlar. Þetta
er allt í Kristilegrí undirvísun og síðan að
sjálfsögðu snúið í bundið mál til áhrifsauka:
Kvelur þá eldur og kynstraiýla,
kvelur, en lifa þó í heli;
ólykt slík er af eldsins kveikju
og meinMum brennisteini.
Höggur ormur önd og naggar,
aldrei sh'tur pínu vítis;
krenja djöflar kropp með hrömmum,
kreista, þrýsta, hrista og nísta.
Nokkrir, héldum við, að mundu hafa hugs-
að sér að öðlast mátt með því að veðdraga
sig þeim höfðingja sem réð fyrir þessum písl-
um. í þeim viðskiptum veitti reyndar flestum
mönnum miður og fengu bágt fyrir margir,
en „þegar Pokurinn er búinn að svíkja mann,
fer maður að biðja guð“ „sagði Jón Þeófílus-
son að vestan. Hann var áreiðanlega brennd-
ur.
Nú fórum við í ferðalag á landi, að því
„drottins hveitisáðlandi í Sk;ilholti“ á skrúð-
máli sr. Jóns í Hítardal, fóður sr. Vigfúsar
og dr. Finns. Þar sat í makt og miklu veldi
magister Brynjólfur, fyrrnefndur, og runnu
saman í honum tveir straumar, mannhyggj-
unnar, lærdómsins, sem bæði var þjóðlegur
og alþjóðlegur,- svo og hins stranga rétt-
trúnaðar. En þegar hugarsturlun íslendinga
bar vel 20 menn á bál, gerðist slíkt ekki í
námunda við hveitisáðlandið í Skálholti.
Meistari Brynjólfur sá til þess. Hann bjarg-
aði skólapiltum undan fári hysteríunnar, og
églas hið ógleymanlega bréf hans um djöfuls-
ins makt. Það þótti okkur merkilegt:
10. janúar 1656 „Eg held ekki neitt ráð betra
ísvoddan efnum en íherrans nafni að stíga
yfir allar þess kyns hindranir, hvort sem
þær rísa af manna ráðum og samtökum
eður göldrum og gemingum, og forsmá í
guðs ótta hvort tveggja. Djöfullinn hefir
hér á landi mesta makt, af því að menn
óttast hann of mjög. En svo mikið sem
gengur í hans ótta af mannsins hjarta og
þeli, svo mikið dregst frá guðsótta í réttrí
trú, og þar fyrír líður drottinn og leyfir
að óvinurinn hefir svo mikið æði í krísti-
legri kirkju, að hjörtun mannanna eru
volg og halda ekki einlægt við guð almátt-
ugan, heldur falla fram hjá guði, hverjum
einum óttinn ber, svo vel sem elskan og
trúin, og óttast jafnframt guði andskotann.
Það er ein orsök með öðrum í þessu landi,
er eg held, að gefí djöfíinum rúm til sinna
strákaverka. En þá hann er forsmáður,
með því að hann er drambsamur andi og
líður það ógjarna, þá mun dofna hans
áræði, komi þar til alvaiiegur guðsótti,
bænin og ástundan kristilegs lífernis í
guðhræðslu, sparneytni og hófsemi." 3)
I fór með okkur að Skálholti var maður
illa haldinn að klæðum og fararbeina vestan
af Nesjum. Föðursystir hans var gift hálf-
bróður hins lærða og volduga biskups, og
fyrir hennar orð hafði Brynjólfur Sveinsson
reynst honum betri en enginn. Óg enn fór
svo. Biskup hætti því til, að vígja próflausan
brotamann til prests. Á leiðinni til baka átti
prestur reiðhest og sæmileg klæði.
Þegar Hallgrímur og Guðríður settust að
á Bolafæti og voru dæmd fyrir frillulífi, skutu
fátækir sjómenn í Keflavík saman fiskum til
sektargreiðslu. En stórbokkamir í Vogum,
Höfnum og á Stafnesi skutu engu saman og
átu fiska sína sjálfir. Þeim þótti sér mikil
smán ger, er slordóninn var vígður prestur
til Hvalsnesþinga. Hallgrímur átti við steig-
urlæti þeirra aðeins eitt svar, hið sígilda
svar íslenskra fátæklinga:
Fiskurinn hefur þig feitan gert
sem færðui’ er upp með togum.
En þótt þú digur um svírann sért,
samt ertu Einar í Vogum.
Því miður gekk Hallgrími ekki áfallalaust
í hinu nýja embætti, og við gátum ekki stiilt
okkur um að skyggnast til hans, þegar hann
þóttist mundu fá færi á að sýna biskupi sín-
um og velgjörðamanni hvers hann væri
megnugur. Biskup skyldi vísitera um Nesin
og Hallgrímur messa á Kálfatjörn. Hann
hafði vandað ræðu sína ákaflega. Mikið
gæftaleysi hafði verið lengi og haldið Suður-
nesjamönnum í landi, þó fast þeir sæktu sjó-
inn.
Rennur upp sunnudagur, er Hallgrímur
skyldi sanna embættishæfni sína fyrir bisk-
upi og stórbokkum héraðsins. En viti menn,
sól fer á loft og verður logn mikið og hægt
frost. Búhöldurinn sigrar guðsmanninn í
Brynjólfi Sveinssyni, og fyrir sakir brýnnar
nauðsynjar aflýsir hann messu á Kálfatjörn
og leyfir formönnum að róa. En guði skal
þó gjalda sitt, og hann stjákiar um staði með
nokkrar hræður sér í fylgd, líkastur lækni á
stofugangi, blessar hvert hús sem á vegi
hans verður, vígt og óvígt, þar með kofaræk-
snið Víti, og leggur út af dæmisögunni, þeg-
ar Kristur mettaði þúsundir með fáum einum
fiskum. Nú skyldu Suðurnesjamenn hins
vegar mettast af mörgum fiskum, því að
auðvitað var sálusorgari þeirra Hallgrímur
Pétursson, enginn jafnoki Krists í krafta-
verkum.
Hallgn'mur varð fyrir svæsnum vonbrigð-
um þennan dag, og stólræðan góða var aldr-
ei flutt í Kálfatjarnarkii’kju, hann snöggreið-
ist biskupi, gleymir velgjörðum hans og miss-
ir út úr sér:
Biskupinn blessar hjalla,
bilar þá aldrei upp frá því,
krosshús og kirkjur allar
og karlinn sem býr Víti í.
Fiskifóng formenn sækja,
fræðasöng þarf ei rækja;
ágimd röng reiknast ei til klækja.
Hvenær skyldi þvilíkri snilld orðsins beitt
til fullnustu í þjónustu fagnaðarerindisins?
III
Svo hafa sagt hinir fyrri menn, að sjaldan
sé ein báran stök. Skammt var milli svar-
daga á öld eiðsins. Ári fyrr en hinn valdríki
biskup í Skálholti væri sveigður til einveldi-
seiðs í Kópavogi og horfði á tárvot augu
Árna Oddssonar sér við hlið, hafði hann ver--
ið kúgaður til að taka nauðungareið af einka-
dóttur sinni fyrir háaltari dómkirkjunnar,
um það að hún væri hrein mær:
„Til þess legg ég, Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir, hönd á helga bók og það sver ég
við guð almáttugan, að ég er enn á þess-
arí stundu svo óspillt mey af öllum karl-
manns völdum og holdlegum saurlífísverk-
um sem þá, er ég fæddist fyrst í þennan
heim af minnar móður lífí. Svo sannarlega
hjálpi mér guð með sinni miskunn, sem
égþetta satt sver, en refsi mér, ef ég Iýg.“
Brynjólfur biskup var lærður ekki aðeins
í guðfræði og klassík, heldur og í læknis-
fræði, jafnvel fósturfræði. Hann vissi upp á
sína tíu fingur að dóttir hans var virgo
intacta. Hvað þá?
Sonur Torfa Erlendssonar, síra Sigurður
Torfason, taldi sig hafa kverkatak á biskupi
vegna margfaldrar hlífðar hans við vini,
frændur og venslamenn. Sigurður var sjálfur
sekur um embættisafglöp. En ef hann ætti
að gjalda þeiiTa, skyldi ekki látið hjá líða
að ljóstra upp ávirðingum biskups og hans
fólks. Hvernig fékk Hallgrímur Pétursson
vígslu? Var ekki í almæli að biskupsdóttir
væri meira en námsmær sr. Daða Halldórs-
sonar?
Bi-ynjólfur biskup lét ekki son Torfa sýslu-
manns semja af sér refsingu. En hann skyldi
þá líka sýna í eitt skipti fyrir oll með áhrifa-
miklum hætti, að hann hlífði ekki sínum nán-
ustu. Og nánust honum allra var einkadóttir-
in sem bai- stoltarnafn ættarinnai’, Ragnheið-
ar móður biskups og Ragnheiðar á rauðum
sokkum, langömmu biskups.
Auðvitað hætti hann ekki á að láta hana
sverja meineið, fátt var voðalegra eilífri sálu-
hjálp, en skaplyndi dóttur sinnar hefði hann
átt að þekkja af sjálfum sér og afa sínum,
Páli Jónssyni, kenndum við Staðarhól, þeim
sem kraup hátigninni með öðrum fætinum
en stóð á rétti sínum með hinum.
Eftii’ auðmýkinguna í kór Skálholtskh’kju,
og stóðu þar í kring allir háklerkar biskups-
dæmisins skrýddir, fór Ragnheiður rakleiðis
á fund ástmanns síns. Síðar ól hún honum
barn, svo að ekki skeikaði degi á réttum
meðgöngutíma kvenna. Líf hennar vai’ð stutt
og síðast með kröm og kvöl.
Og þá mundum við að í hendur hennar
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 17