Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Síða 18
barst sending frá presti þeim sem brotamað-
ur hafði verið og ekki náð að predika á Kálfa-
tjörn 1 áheym föður hennar:
HISTORÍA
pínunnar og dauðans
Drottins vors Jesú Kristí,
etc., etc.
Was trauest du doch?
Gott lebet noch.
Hvað skyldu menn svo sem mæða sig, Guð
lifði enn, sögðu þýskir. En seinþreyttir voru
menn, og það jafnvel þeir sem kallast höfðu
slordónar, að vanda um við vansæla konu sem
bar nafn háættanna og skírð var á degi vorr-
ar frú. Sálmunum um pínu og dauða drottins
vors fylgdu í handriti höfundar tveir stakir,
og var annar „um dauðans óvissan tíma“.
Síðan ritaði skáldið: „Mikill er munur heims
og himins. - Sá má heimi neita sem himins
vill leita“. Nú sat þessi lífsreyndi prestin- að
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd við bærilegt
atlæti heimsins, loksins, en drottinn hafði
slegið hann með líkþrá.
„Heimilisböl er þyngra en tárum taki“,
skrifaði hins vegar Brynjólfur biskup á lat-
ínu. (Mala domestica majora sunt lacrimis).
Ragnheiður bar að vísu fríðan svein í þennan
vonda heim, sem allir urðu að neita, en lifði
skammt eftir það. Víst mun fóður hennar
hafa vöknað auga, er hann las í handriti
mannsins sem hann vígði próflausan:
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgan hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt
Þessu næst sáum við hnipinn hóp manna
við gröfina í Skálholti og heyrðum þetta sung-
ið í fyrsta sinn.
En þegar hinn lærði biskup, sem kunni
latínu, grísku og hebresku, magister philo-
sophiae - og hafði sagnaranda um gildi fomra
skinnbóka íslenskra - þegar hann hafði lokið
lestri píningarsálmanna frá Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, sat hann lengi hljóður og ósk-
aði þess eins að Guðbrandur Þorláksson,
frændi skáldsins, væri kominn. Menn heyrðu
að hann kunni strax:
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér
tí/ heiðurs þér
- helst má það blessun valda -
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Við tókum eftir orðunum þín náð. Án náð-
ar guðs var ekkert.
En svo segir Sýrak (2. kap., ð.vers): „Því
í eldi er gullið prófað, og þeir, sem guði eru
þóknanlegir, í ofni þjáninganna“. Guð sló
skáldið í Saurbæ ekki aðeins með líkþrá,
hann lét bæ hans og bú brenna í eldinum.
Hallgrímur brást við af fullkomnu æðru-
leysi, og við heyrðum enduróm Jobsbókar:
„Drottinn gaf og drottinn tók, lofað veri nafn
drottins". (1. kap., 21.vers).
Hallgrímur vissi að hér var drottinn að
reyna hann. Hann vissi að guðs náð var yfir
honum, af því hann fékk að reyna þetta
mótlæti:
Guð elskar þann, sem hirtir hann,
hef eg þá tima vissa.
Vil eg með hind,
vesæl bamkind,
á vönd fóðursins kyssa.
Heilsu, lán, féð og heiður með
hans náð vil eg afhenda.
- Nafn drottins sætt
fær bölið bætt.
Blessað sé það án enda.
Við rifjuðum upp að sr. Friðrik Friðriksson
fagnaði því að vera sleginn blindu á gamals
aldri. Þá vissi hann án vafa að guðs náð var
yfir honum.
Og Hallgrímur vissi að prestssetrið í
Saurbæ brannækki fyrir tilviljun eða djöful-
skap. Það eitt gerðist, að drottinn tók það
sem hann sjálfur hafði gefið. Hann átti með
það. Ekkert var að sýta:
Tók ei djöfull né töfrafull
tilviljun burt eign mína.
Sá, sem það gaf,
svipti því af,
sorgin skal öll því dvína.
Mitt bætir ráð með mildi og náð
hans miskunn þúsundkennda.
o.s.frv.
Framhald í næstu lesbók.
Henry Lawson er þjóðskáld Astrala. Hann átti heima í Gulong og þar er safn til minningar um hann.
Ilmur hausts-
ins í loftinu
saga úr daglega lífínu í Ástralíu
egar komið var heim úr ferðinni til Gulgong,
Nýju Suður Wales, settist ég.niður og las sögu
Henry Lawsons: „Water Them Geraniums“ og
varð djúpt snortin.
Henry Lawson var ástralskt ljóðskáld en ritaði
„Ég stefni í skotbardaga
við lögregluna. Hefði
heldur viljað drepa
lögregluþjóna en
mennina. Ætla ekki að
fara héðan lifandi.“
Eftir SÓLVEIGU
EINARSDÓTTUR
jafnframt smásögur um síðustu aldamót.
Atti hann drjúgan þátt í að móta tilfinning-
ar Astrala fyrir landi sínu og þeim sjálfum
sem Áströlum.
Ég gekk út í garðinn og byrjaði að vökva.
Af sárri reynslu vissi ég hversu fá blóm
þola ástralska þurrkinn önnur en innlend
blóm. Geraníur (af blágresisætt) eru harð-
gerar líkt og konumar sem lifðu úti í skógin-
um (the bush) um og eftir aldamótin 1900.
Þessar konur bjuggu afskekkt, gjarnan í
kofa við lítinn læk og þraukuðu með börn
sín meðan maðurinn snapaði vinnu hér og
þar. Um þessar konur ritaði Henry Lawson
á eftirminnilegan hátt. Garðurinn minn var
grænn en allt umhverfið var gult af þurrki.
Næstum 20% af Nýju Suður Wales hafði
verið yfirlýst þurrkasvæði nú í mars. Haust-
ið 1993.
Reyndar ætlaði ég aldrei í ferðina til
sögubæjarins Gulgong. Ekki í það sinnið.
Fréttin í útvarpinu breytti hins vegar áætl-
un. Á nokkurra mínútna fresti glumdu við-
varanir til fólks vegna þriggja morðingja
sem voru á ferð með tvö börn sem gísla.
Mennirnir höfðu myrt fjórtján ára gamla
stúlku. Bifreið þeirra var ljósbrún, árgerð
1972. Hver sá sem yrði ferða þeirra var
átti að láta lögregluna vita tafarlaust og
undir engum kringumstæðum að nálgast
ökutækið. Morðingjarnir virtust vera á ferð
ekki víðs fjarri húsinu okkar í skóginum.
Eiginmaðurinn tók ekki í mál að ég yrði
ein um nóttina. Ég tók saman fáeinar fógg-
ur. Á leiðinni fylgdumst við með fréttum
af eltingaleiknum í útvarpinu. Ekkert lát
var á tilkynningum. Lögreglunni virtist
greinilega mikið í mun að halda sem bestu
sambandi við almenning til þess að fá upp-
lýsingar um ferðir glæpamannanna.
Einnar stundar akstur er til Gunnedah
gegnum ótótlegan skóg. Vegurinn er mjór
og þeir flutningabflar sem við mættum virt-
ust þurfa mestan hluta vegarins fyrir sig.
Kaputar-fjallgarðurinn var á vinstri hönd
og gígtappinn Ningadun blasti við í sinni
sérstæðu dýrð.
Við sáum aðeins einn dauðan ref og eina
kengúru á leiðinni, sem ekki er í frásögur
færandi, því að kengúrur stökkva gjarnan
yfir veginn, þegar þeim sýnist. Ekki að
ástæðulausu að skilti era sett upp sem
gefa til kynna að kengúra megi vænta
næstu 100 km.
Lögreglan hafði fundið fleiri lík. Við út-
sýnisstað skammt frá háskólabænum Armi-
dale uppi á hálendinu höfðu fundist lík
þriggja fullorðinna manna. Enn var bfllinn
ófundinn.
Inn á milli komu endalausar umræður
um hvers vegna flokkurinn, sem flestir
töldu eiga sigurinn vísan fyrir kosningar,
hefði gjörtapað kosningunum. Flokksfor-
inginn taldi sig geta lært af úrslitunum en
af tali hans mátti merkja að hann hafði
ekkert lært. Hann var bara móðgaður yfir
að vera ekki orðinn forsætisráðherra með
meiru.
Blessaður maðurinn hafði gleymt að
reikna með að enn hugsaði fólkk sjálfstætt
og lét ekki mata sig blint af fjölmiðlum eða
blekkja með einhverjum óljósum áformum
um öðruvísi skattaálögur.
Forsætisráðherrann, Poul Keating, kom
tvíefldur til leiks. Fullur sjálfstrausts yfir
sigrinum. Hafði uppi áætlanir um að gera
Ástralíu að lýðveldi árið 2001. Á hundrað
ára afrnæli sameiningar áströlsku ríkjanna.
Hann vildi líka fá nýjan fána. Hvers vegna
Andi villta vestursins í Bandaríkjunum ríkir hér yfir húsum í Gulong, sem hafa
verið endurgerð eins og þau voru þegar hér ríkti gullæði á síðustu öld og íbúatalan
var tífalt hærri en nú.