Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 22
Aðventumyndir
af Eyrinni
Skammdegið er jafnvel ennþá dapurlegra, ef enginn
er snjór, segir fullorðna fólkið á Eyrinni. Enn
er komin jólafasta og þó virðist okkur börnunum
kraftaverkahátíðin langt undan, því jörð er ma-
rauð og vetrarleikir við Ósinn og í Brekkunni
Skyndilega er þrifið
harkalega í mig og hjólið
stöðvað. Ég hrekk illa við
og verð máttlaus í
hnjáliðunum af skelfingu.
Eftir BOLLA
GÚSTAVSSON
liggja niðri. Og allra síst viljum við rauð jól.
Kraftaverkahátíð nefnum við jólin vegna
þeirra áhrifa, sem þau hafa á ýmsa menn.
Þá bregða þeir út af rótgrónum venjum,
sem í annan tíma er ómögulegt að hagga.
Til dæmis eru það aðeins jólin, sem koma
Bjössa í Olíunni úr drullugallanum. Það
þykir okkur sannarlega jaðra við krafta-
verk, auk þess sem hann þvær sér þá ræki-
lega, sem sést þó ekki vel.
- Svei mér þá! Hann Bjössi er meira að
segja skítugur á mynd, - varð mér eitt sinn
að orði við mömmu, þegar ég kom úr heim-
sókn til Didda sonar hans. Mamma hló
dálítið, en sagði mér að gæta tungu minnar.
Jólin koma Bjössa úr kámugum olíugall-
anum og hann fer í stífaða, hvíta skyrtu
og setur upp tandurhreina enska húfu, og
þá getur fjölskyldan ekið á vörubílnum til
aftansöngs í kirkjunni. Þó ber ennþá meira
á óteljandi, svörtum smáhrukkum á grann-
leitu andliti Bjössa, þegar hann er kominn
með mjallahvítt brjóst.
Einnig telst það til umtalsverðra undra,
að það skuli renna af Brandi gamla í Kjall-
arabúðinni og hann verða viðmælandi í
nokkra daga. En Brandur er aldrei fullur
á jólunum. Þá fer hann ævinlega til kirkju
með einhverjum þeirra breysku vina sinna,
sem sækja í sterka ölið hans eins og gulu
flugumar í fjóshaug Bjarna smiðs. Þeir
kavalérar, sem sitja löngum í súrum skugg-
anum innst í búðarlokunni, þegar líður á
daginn, verða eins og aðrir menn á jólun-
um, enda ölið drukkið upp á Þorláksmessu.
Kaupmaðurinn hallar hvorki á né sleikir á
sér efri vörina daginn eftir og í jólamess-
unni syngja Brandur og fylgdarmenn hans
af lífi og sál og skiptir ekki máh, þótt þeir
séu dálítið rámir. Rauðsprengd augun verða
rök, svipurinn viðkvæmnislegur og barns-
lega einlægur.
Svona breyta jólin lífi fólks. Það birtir
um stund, og óneitanlega þykir okkur við
hæfi, að skaparinn leggi drifhvíta voð yfir
Eyrina á hátíð ljóssins og hylji ýmislegt,
sem er ekkert augnayndi. Þá stimir á
frostsnævi, þegar tunglið gægist upp yfir
heiðarbrúnina handan fjarðar. Það er feg-
urra en allt það ódýra skraut, sem á að
hressa upp á litlar og fátækar stofur. Til
siðs er að hengja marglita músastiga úr
krep-pappír upp í loftin, rauðar pappírs-
klukkur og kúlur. Allt bliknar það sjald-
hafnarskraut, þegar borið er saman við
glitrandi mjöll í tunglskini.
Enn er kominn jólafasta og ekki bólar á
snjókomum. Sleðar em meira að segja
ennþá í geymslu undir tröppum eða í skúr-
unum að húsabaki þar sem gengið var frá
þeim í vor. Eg hjóla hægt upp götuna um
hádegisbil á leið í smábarnaskólann. Þar
hafði ég áður numið undirstöðuatriði þeiira
fræða, sem ég legg nú stund á í barna-
skóla Islands uppi á brekkunni. Ungu kenn-
arahjónin, sem reka smábarnaskólann,
komust að raun um, að mér léti fremur vel
að leika jólasvein. Með það hlutverk fer ég
nú íyrir þau á hverri jólaföstu. Pabbi seg-
ir, að það endi líklega með því, að ég verði
löggiltur jólasveinn eins og Benni millimet-
er, sem alltaf leikur jólasvein á barna-
skemmtunum vélstjórafélagsins. Ég kenni
nokkurs glímuskjálfta og fer í huganum
yfir ferðasögu jólasveinsins Þvömsleikis á
leið upp götuna. Smábarnaskólinn er til
húsa í fundahúsi verslunarmanna, sem
stendur efst á Eyrinni. Hann er í tveim
stofum á neðri hæð. Mér hafði verið sagt
að koma bakdyramegin, nokkra eftir að
börnin hafa safnast saman við jólatréð í
stærri stofunni, sem veit út að götunni.
Ég leiði því hjólið að húsabaki og læsi því.
I bakdyranum stendur Jens kennari og er
dálítið örari en endranær. Hann hvíslar og
við göngum hljóðlega inn í miðstöðvarklef-
22